Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 11
Þetta var mjög erfitt, því það ætlaði aldrei að vora og þegar krakkarnir fóru heim í sumarfrí stóð ekki nema hálfur metri af símastaurunum upp úr snjónum. Mér þótti líka margt skrítið, t.d. þegar strákarnir komu og bönkuðu og spurðu hvort Villi væri heima. Ég var vön því að mað- ur þéraði og segði herra og frú við kennara. Draugagangur Það var alltaf talað um að það væri draugagangur á Eiðum. A stríðsárununr fórst þýsk flugvél við Reyðar- fjörð og einhver hafði fundið mannabein og tekið með sér og svo var sagt að Þjóðverji gengi þarna ljósum log- um og leitaði að beininu sínu. Hann átti að vera í kjallar- anum. Þess vegna þorði enginn að fara niður í kjallara, því allir höfðu séð Þjóðverjann og þorðu ekki út í myrkri að taka niður þvott eða eitthvað slíkt. Ég fór nú bara út, því ég var aldrei hrædd við svona. Ég var miklu hræddari heima í Finnlandi áður en ég fór því þá var mikil fátækt og það var stolið svo miklu af snúrum. Fólk var slegið niður með sandpokum til að stela af því handtöskum og svoleiðis. Ég var miklu hræddari við lifandi fólk en haltr- andi draug svo ég fór niður í kjallara og út um allt eins og ég þurfti og sá aldrei nokkurn skapaðan skratta. En svo var það einu sinni að haustlagi að ég vaknaði um nótt og gat ekki sofið. Ég fór fram og var að horfa út um glugg- ann á þokuna þegar maður kom allt í einu gangandi út úr þokunni. Hann var með byssu á öxlinni, stóran bakpoka, húfu og í stórum stígvélum. Ég stóð þarna við gluggann og það hríslaðist unt bakið á mér. Ég kallaði á Villa að koma því nú væru Þjóðverjamir komnir. Villi kom og við stóðum þarna bak við gardínuna og kíktum lengi út og gátum ekkert sagt. Veran kom nær og nær og allt verður svo stórt í þokunni, þessi vera líka. Þegar hún var komin mjög nálægt þá sá Villi að þetta var bara hann Björn Magnússon leikfimikennari sem var að koma af anda- veiðum. S Húsmóðir á Islandi Auðvitað var erfitt að gerast íslensk húsmóðir í sveit. Maður fór ekki út í búð og keypti pylsur eða hakk eða annan tilbúinn mat. Maður keypti bara heila skrokka og ég man að ég vissi ekki hvað átti að gera við öll þessi ósköp af mat þegar þeir komu með 25 kíló af hveiti, rúg- mjöl, sykur og ég veit ekki hvað. Allt var keypt í stórum pokum og kössum. Maður bakaði allt sjálfur og einhvern veginn lærir maður það sem maður þarf að læra en það var dálítið erfitt. Maturinn var öðruvísi. Það var gott að fá nýtt kjöt en saltkjöt og hangikjöt, að ég tali nú ekki um súran mat, það var framandi. Ég þekkti ekki slátur. Salt- kjöt hefur mér alltaf fundist gott en hangikjötinu þurfti ég að venjast, en nú þykir mér það eitt það allra besta. Auð- Inga og Britta bregða á leik. vitað getur maður étið allt. Það eina sem ég hef aldrei lært að éta er hákarl og ég ætla aldrei að borða hann. * Arsdvöl erlendis Eftir Eiðadvölina fórum við til Englands í eitt ár. Þá var Itta átta mánaða, hún fæddist í janúar og við fórum út í september. Við fórum með síldarbát frá Siglufirði og fyrsta sólarhringinn var ég svolítið sjóveik en eftir það var þetta alveg indælt. Við lágum í sólbaði á dekkinu á síldarbátnum. Ég held að ferðin hafi tekið átta sólar- hringa. Við stoppuðum aðeins í Danmörku en sigldum svo til Ábo í Finnlandi og ég varð eftir í Helsingfors en Vilhjálmur fór áfram til Englands til að læra ensku. Okk- ur fannst of dýrt og erfitt að fara með bömin til Englands. En svo kom hann til Finnlands um jólin og vildi ekki fara einn til baka svo við fómm með og vorum frá því í janúar fram í júní. Það var gott að vera í London. Mér var stund- Heima er best 295

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.