Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 16
og hugurinn hvarflaði heim að fjár- húsunum. Þar átti ég geymda fjár- byssu og eitt skot, ef vel væri leitað. Var ég orðinn eitthvað verri? Ætlaði ég virkilega að fara að skjóta full- fríska kind að vorlagi? Niðurstaðan varð sú að ég gekk heim að húsunum og sótti byssuna. Ég hlóð hana með eina skotinu sem ég átti eftir. Síðan gekk ég til þeirra mæðginanna. Ég greip í homið hennar Hyrnu með annarri hendinni en hélt á byssunni í hinni. Ærin leit á mig með miklum furðusvip en hér varð ég að vera skjótur að taka ákvörðun og skotið reið af. Hyrna gamla féll til jarðar og byltist um í dauðateygjunum. Þessa meðferð átti hún síst skilið af mér og ég fór að taka gröfina, sem nú þurfti að vera töluvert stór. Ég lagði Hymu fyrst til og lét síðan lambið við höfuð henn- ar. Kom mér þá í hug hið gullfallega kvæði Jóhannesar frá Kötlum, „Hvít- ar kindur,“ og leyfi ég mér að birta hér síðasta erindi þess: Fögur erjörðin. - Elskað von úr viti. ... Hún veltur o’n á hrokkinkollinn smáa. Fögur erjörðin. - Landsins dýpstu liti hún I0ur inn í, - þetta græna og bláa. Fögur er jörðin. - Sauðamóðir sefur og sonirm ungafast að brjósti vefur. Eftir að hafa þulið þessa vísu í hálfum hljóðum mokaði ég moldinni yfir og gekk eins vel frá öllu og ég gat. En þústin sem þama myndaðist minnti mig einatt á þann harmleik, sem þama gerðist vorið 1970. Ég gekk nú í það að byrgja brunn- inn vandlega og varð aldrei fyrir neinum óhöppum vegna hans öll þau ár sem ég rak bú mitt í Bandagerði. Þegar ég hafði lokið verkum mín- um í sambandi við búskapinn gekk ég sem leið lá heim að skólanum en þar beið kennslan mín. Skóla var svo til lokið, aðeins yngri börnin voru enn við nám. Guðný var mætt þegar ég kom inn í kennarastofuna en við vorum aðeins orðin tvö eftir við kennsluna þar sem skólastjórahjónin, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Vil- berg Alexandersson, voru farin suður á námskeið. Þessar stundir fram að hádeginu voru fljótar að líða og frímínútur höfðum við mjög langar. Já, líklega höfum við Guðný verið eins mikið úti og inni þennan dýrlega vormorg- un. Þennan dag var ég búinn að lofa vini mínum því að vera líkmaður og átti að jarðsyngja klukkan hálftvö frá Akureyrarkirkju. Um hádegið voru svið á borðum og tók ég ósleitilega til matar míns. Þegar ég steig upp frá matborðinu fann ég til mikilla kvala í maganum, svo að ég átti erfitt með að harka af mér. Ég hafði fengið hliðstæð köst nokkrum sinnum áður og taldi því að þetta myndi líða frá að venju. Þó treysti ég mér ekki til að ganga inn eftir en veitti mér þann lúxus að panta mér leigubíl til fararinnar, en slíkt var næsta fátítt hjá mér, því ég var allra manna léttastur á fæti á þessum árum. Þegar ég svo kom inn í kirkjuna ágerðust þrautirnar svo að ég varð því miður að fá lausn frá því starfi sem ég hafði tekið að mér. Það mál var auðsótt en þó féll mér illa að verða að hlaupast undan merkjum í þessu efni, en hvað átti ég að taka til bragðs? Varð mér þá hugsað til þess að heimilislæknirinn minn, Jónas Odds- son, var einmitt á stofunni um þessar mundir. Tók ég nú þá ákvörðun að leita til hans en sú ganga var hreint ekki þrautalaus. Sérstaklega var för mín niður tröppurnar örðug. Læknirinn tók mér vel að vanda. Hann lét mig leggjast upp á bekk. Þar fletti hann klæðum frá mér og þuklaði magann nokkuð fast að mér fannst. Allt í einu mögnuðust kval- irnar um allan helming og ég steig niður af skoðunarbekknum. Síðan lagðist ég niður á gólfið og engdist sundur og saman af kvölum. Læknir- inn lét einhverja töflu upp í mig og sagði mér að kyngja henni, sem ég gerði möglunarlaust í von um skárri líðan. Lítið sem ekkert sló á þrautimar við þetta. Ég sá að læknirinn tók símtólið og heyrði hann biðja um sjúkrabíl. Að skammri stundu liðinni komu tveir menn með sjúkrabörur. Þeir lögðu mig á þær og breiddu teppi yfir mig. Þegar út kom gægðist ég undan teppinu og leit á iðandi mannhafið á götum bæjarins. Kannski í síðasta sinn, hugsaði ég. 300 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.