Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 19
Sigrún Hjálmarsdóttir frá Kárdalstungu:
Helmsókn
Smásaga
rv^1 elga kom inn í herbergið sitt og settist þar. Hún
Víir nýbúin að fylgja gestum sínum til dyra, og
Bjami, maðurinn hennar, fór með þeim að næsta
bæ vtð kauptúnið. Hann ætlaði að sjá þessar fáu lambær
sínar, sem voru bornar fyrir nokkru og hann fékk að hafa
þar í hólfi, þar til þær voru settar á afréttina. Það var gott
fyrir lutnn að fá bílferð, þó ekki væri nema aðra leiðina.
Þá gat hann verið svolítið lengur með þessum fornvinum,
sem voru að fara þaðan núna. Þó gat hún ekki talið Svein
með vinum þeirra, þó að hann væri svo að segja alinn
upp í næsta húsi við þau meðan þau bjuggu fyrir vestan.
Hann hafði engan tíma til að halda kunningsskap við
þetta eldra fólk, sem hann hafði kynnst á uppvaxtarárum
sínum í þorpinu þeirra fyrir vestan. Hann gaf sér tæplega
tíma til að drekka kaffið hjá þeim áðan, þó að það stæði á
borðinu þegar hann var að sækja mömmu sína til þeirra,
sent hafði komið til þeirra fyrr um daginn í heimsókn
með Sveini, en það var nú ekkert ef hann hefði hugsað
um að gleðja mömmu sína, koma oftar til hennar og
keyra hana á bfl, sem hana langaði mest til. Mikið var
Rósa búin að hlakka til að koma til þeirra og stansa hjá
þeim, þó það væri ekki nema nokkra daga.
Helga og Bjami höfðu hlakkað til þess í vetur, að Rósa
kæmi til þeirra, vinkona þeirra, setn hafði búið svo ná-
lægt þeim um 30 ára bil í þorpinu þeirra vestur frá. Þess-
ar fjölskyldur höfðu hist svo að segja daglega og tekið
þátt í hvers annars gleði og erfiðleikum.
Rósa var búin að búa á elliheimili í 3 ár síðan elsti son-
ur hennar drukknaði, en tneð honutn hafði hún búið
áfram eftir að hún varð ekkja. Henni leiddist þar svo
langt frá æskustöðvunum og öllum gömlu kunningjunum.
Hún sagði Helgu frá því í bréfum og að hún væri svo lé-
leg að eignast nýja kunningja á elliheimilinu og dvalar-
fólkið þar virtist ekki hafa áhuga á kunningsskap við
hana umfram það sem það þurfti. Nógu stórt var húsið
hans Sveins til þess að hún gæti búið heima hjá þeim á
æskustöðvunum og verið þá í sínu gamla umhverfi nteð
fjölskyldu Sveins, en það passaöi víst ekki saman. Sveinn
var nú eina barnið hennar, sem hún átti eftir hér á landi,
töluvert yngstur af bömunum og eftirlætið hennar.
Sjálfsagt hefur hana langað til að kaupa falleg föt og
skemmtileg leikföng handa öllum bömunum á sínum
tíma og hafa þau eins fallega klædd og hjá þeim, sem áttu
nóga peninga til að kaupa umfram það nauðsynlegasta.
En efnahagurinn batnaði hjá þeim þegar eldri bömin fóru
að hjálpa til með vinnu sinni, svo að Rósa gat veitt Sveini
llesta hluti, eins og bömum efnafólksins. Hann var eina
barnið hennar. sem ekki var látið vinna til jafns við hin
systkinin, en var aftur á móti rétt flest upp í hendurnar.
Systkini hans gáfust upp við dálætið á honum og sögðu
að hann væri latur og eigingjarn. en Rósa varði htmn með
hægðinni. Hún hafði alltaf hugsað sér að hann færi í
framhaldsnám og þyrl'ti ekki að vinna við fisk eins og
flestir þarna.
Oft var hún andvaka af kvíða þegar gerði slæmt í sjó-
inn, og maður hennar og synir voru úti á sjó. En svo fóru
eldri börnin hennar til Ameríku eitt á eftir öðru og létu
vel af högum sínum. Svo var eftir elsta og yngsta bamið
hennar. Ef til vill hefur elsti drengurinn ekki viljað skiija
mömmu sína eftir, en Sveinn var búinn í skóla og kominn
með eigið fyrirtæki.
Þangað fóru víst mestar eignir Rósu eftir að hinn son-
urinn dó, og eitthvað lánaði Bjami honum af fjármagni,
en það var aldrei minnst á það á hvoruga hlið svo að hún
vissi til, en það dugði skammt. Fyrirtæki Sveins var gert
upp, og hann leitaði til átthaganna og varð þar kaupfé-
lagsstjóri, kvæntur forstjóradóttur úr Reykjavík. Nú voru
þau hjónin að fara til Ameríku og ætluðu að vera þar í
sumarfríi Sveins því hann ætlaði meðal annars að vera
hjá systkinum sínunt, setn bjuggu við góðan hag, og
bræðumir stunduðu þar sjómennsku.
Rósa kom tneð myndir af þeitn og fjölskyldum þeirra
og svo af heimilum þeirra og umhverfi, sem þau gáfu sér
tæplega títna til að sjá. Það var svo margt að spjalla, og
Rósa þurfti góðgerðir. en þau ætluðu að sjá þær betur
áður en Rósa færi aftur, en þá var Sveinn allt í einu kom-
Heima er best 303