Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 4
Ágætu lesendur. Eitt af því sem fólk telur til frumskilyrða í lífsbarátt- unni í dag er menntun. Án menntunar séu flestar leiðir lokaðar einstaklingnum í þessu nútíma- og tæknivædda þjóðfélagi sem við búum við í dag. Auðvitað er það rétt að öll grundvallarmenntun er afar nauðsynleg og nánast óhjákvæmileg nú orðið, í flestum þjóðfélögum heims. En það er svo kannski aftur á móti spuming hvort þessi víðtæka langskólamenntun og sérhæfing, sem er stað- reynd í dag, er bráðnauðsynleg. Það hygg ég að draga megi í efa. Eftir hverju er fólk í raun að sækjast með langskóla- námi og sérfræðingatitlum hvers konar? Betri starfsstöð- um og lífsafkomu væntanlega og er ekki í sjálfu sér nema allt gott um það að segja. En nú hlýtur það að vera staðreynd að emb- ætti, góðar stöður og sérfræði- og/eða ráðgjafastörf hljóta að vera takmörkunum háð hvað fjölda snertir. Eitt sinn heyrði ég ágætan skólamann fullyrða að til þess að fullnægja þörf þjóðarinnar fyrir háskólamenntað fólk, þyrfti ekki nema u.þ.b. 3% hennar að hafa slíka menntun. Ekki skal um það sagt hvort þessi fullyrðing hans er rétt enda hygg ég að hún hafi frekar verið byggð á huglægu mati en vísinda- lega könnuðum staðreyndum. En hvort sem nákvæmlega þessi prósentutala hans er staðreynd eða ekki þá er ég þeirrar skoðunar að hún sé vissulega í áttina að því sem rétt er og mjög líklega ekki svo ýkja fjarri sanni. Enda heyrum við stundum um það að vegna offramboðs í sumum sérfræðistéttum þurfi fólk í þeim að leita fyrir sér erlendis að starfi við hæfi þeirrar menntunar sem það hefur atlað sér. Auk þess eru mörg dæmi um að há- menntað fólk sé í störfum sem tengjast ekkert þeirri sér- hæfingu eða þekkingu sem það hefur orðið sér úti um með langri og dýrri skólagöngu. Mér þykir því nokkuð ljóst að við séum að „fram- leiða“ alltof mikið af sprenglærðu fólki, allt of mikið af fólki sem ekki skilar því sem til hefur verið lagt, kostn- aðarlega séð, hvorki sjálfu sér né þjóðfélaginu. Nú kann að vera að hjá lesandanum vakni sú spuming hvers konar miðaldahugsunarháttur þetta sé eiginlega, sem hér sé verið að setja á blað. Segir ekki máltækið að „mennt sé máttur“ og tala fyrirmenn þjóðarinnar ekki um það á góðum stundum, að framtíð hennar og auður liggi í menntun einstaklinganna og jafnvel útflutningi á þeim andlegu verðmætum sem til verða með menntun þeirra? Jú, rétt er það, þannig tala menn og þetta segir máltækið. En það segir okkur ekki endilega að nákvæm staðreynd málsins þurfi að vera sú hin sama, þrátt fyrir það. Máltækið sem slíkt, „mennt er máttur,“ hefur ör- ugglega orðið til löngu fyrir daga þeirrar gífurlegu tæki- færa til menntunar sem tíðkast í dag og á tímum þegar lágmarks grunnmenntun var tæplega eða jafnvel ekki til staðar. Það er nefnilega, eins og allir vita, alls ekki svo langt síðan að virkilega var þörf á menntun og menntuðu fólki. Ekki er ég í sjálfu sér að draga úr því að enn og um alla framtíð sé þörf góðrar menntunar. Síður en svo. En að það sé nauðsynlegt að verulegur meirihluti upp- vaxandi kynslóða þjóðarinnar fari nánast sjálfkrafa í langskólanám og sérmenntun, það leyfi ég mér að efast um. Við íslendingar erum vanir því að hugsa stórt, jafnvel afar stórt á stundum, en viljum kannski í sumum tilvikum gleyma því að þjóðin telur nú einu sinni ekki nema rétt rúm- lega 260.000 sálir og er þá allt talið, einnig böm og gamal- menni sem, eðli málsins sam- kvæmt, ekki eru að fullu þátt- takendur í beinhörðum rekstri þjóðfélagsins á líðandi stund. Um langa hríð hefur verið lögð rnikil áhersla á gildi og mögu- leika til langskólamenntunar fyrir alla sem áhuga hefðu á slíku. Auðvitað var það að öllu leyti réttur hugsunar- háttur á meðan virkileg þörf var á slíku. En nú spyr mað- ur sig, á þessum síðustu tímum sparnaðar og kvótakerfa, hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða þetta í ljósi framboðs og eftirspumar á háskólamenntuðu fólki og þess gífurlega kostnaðar sem óhjákvæmilega fylgir nú- tímaskólakerfi og sköpun aðstöðu til langskólamenntun- ar. Að sjálfsögðu er slíkt ekki einfalt mál og að mörgu leyti afar viðkvæmt. Hvar á að draga mörkin? Hverjir eiga rétt á langskólamenntun og hverjir ekki? Myndi kvóti og hagkvæmnisútreikningur á háskólamenntun ekki skapa óréttlátt þjóðfélag og einhverjar forréttinda- stéttir? Ef til vill. En lítum á það atriði að líklegt má telja að höfuðhvati þess að einstaklingur leggur í sérfræðinám þurfi ekki endilega að liggja í brennandi áhuga hans á viðfangsefni þess. Ekki heldur hugsjón. Ég leyfi mér að fullyrða að mestur hluti ástæðunnar liggur í væntanlegri lífsafkomu, fjárhagslega og stéttarlega. Þannig er nú einu sinni þjóð- félag lífsgæðakapphlaupsins í dag. En þetta mætti lag- færa með jöfnun lífskjara og endumiati á framlegð starfsstétta, alveg óháð því hvort í þeim sé þörf á hefð- bundinni menntun eða langskóla. Og þetta eru svo sann- Framhald ú hls. 318 kt&ðllál'páHMH Er mennt máttur? 288 Heima er hest

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.