Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 7
með tík sem við áttum og hún gat ekki gengið úti, hún
lyfti bara fótunum til skiptis en stóð kyrr að öðru leyti.
Henni var svo kalt og ég varð að fara með hana inn aftur.
Eg man líka eftir því að ég meiddi mig á hné og varð að
liggja í rúrninu. Þá komst ég ekki niður í loftvarnarbyrgi
með hinum, heldur lá þama og hlustaði á flugvélarnar og
sprengingarnar og skothríðina. Þetta gekk nú allt en ekki
var það gaman.
Svo kom 13. mars 1940, þegar Finnar urðu að gefast
upp. Þetta var auðvitað mesti sorgardagur sem fólkið
hafði lifað. Finnar urðu að láta frá sér land og fólkið sem
þar bjó varð að fara. Svo leið heilt ár og maður vissi ekki
beinlínis hvað var að gerast en um Jónsmessuleytið árið
eftir var aftur mikill órói í loftinu. A Jónsmessukvöld
byrjuðu loftvarnarflautumar aftur að skrækja. Þá var búið
að senda flesta strákana heim í frí því það hafði verið svo
rólegt. En þarna höfðu Finnar gert samkomulag við Þjóð-
verja og allir héldu að það væri svo sniðugt og nú tæki
þetta fljótt af. En þetta tók langan tíma og ég get ekki tal-
að mikið um þetta, því það var svo flókið. Jú, maður
skrifaði bréf til strákanna, sem voru í hemum og fékk
bréf frá þeim til baka. Sumum skrifaði maður falleg bréf,
aðrir fengu skemmtileg bréf og enn öðrum skrifaði mað-
ur bara svo þeir fengju bréf, því þeir höfðu svo gaman af
því að fá póst. Sumir komu heim aftur og aðrir komu
ekki heim aftur. Þessir tímar eru að sumu leyti eins og
draumur. Maður veit ekki alveg hvað gerðist og hvað
gerðist ekki, þetta er óraunverulegt í minningunni. Svo
kom nú þessi dagur haustið 1944, þegar styrjöldinni lauk,
þegar Finnar gáfust alveg upp.
Þetta voru auðvitað ekki skemmtileg ár, en einhvem
veginn ekki leiðinleg heldur. Við fórum mikið upp í
Austurbotn til ættingjanna, og þar var lífið allt öðmvísi. I
Suður-Finnlandi var lítið um mat, og maður var alltaf
svangur. Maður fékk ekki feiti og ekki mjólk og ekki
sykur - nú það var bara gott, því tannlæknar segja að
Finnar hafi aldrei haft eins góðar tennur og í stríðinu. En
uppi í Austurbotni var til matur. Ættingjar mínir voru
bændur og framleiddu eigin mat. Stundum þoldi ég ekki
matinn, mjólkina og fituna, hjá þeim, heldur veiktist, af
því að ég var orðin óvön svona góðum mat, eins og þar
fékkst, og uppþomuð að innan.
Ættjarðarást
Ég var Lotta á þessum árum en vegna vinnunnar mátti
ég ekki fara neitt í burtu til að starfa sem Lotta. Ég vann
á hreppsskrifstofunni við launagreiðslur til hermanna og
fjölskyldna þeirra. Einu sinni í viku, á sunnudagskvöld-
um, hjálpaði ég til við að búa til mat og bera fram handa
heimavamarliðinu og einu sinni í viku var ég á nætur-
vakt. Ef það komu flugvélar, þá var hringt frá Helsing-
fors til að láta vita og þá átti maður að setja loftvam-
Inga og Vilhjálmur í Kaupmannahöfn 1950.
arflautumar í gang. Þetta var auðvitað allt ólaunað, því
ekki fékk maður rauðan eyri fyrir þetta, en maður bara
gerði þetta og svo ekki eitt einasta múkk. Eitthvað þurfti
maður að gera, það var ekki hægt að sitja bara með hend-
umar í kross og prjóna ullarleista. Það vantaði fólk alls
staðar. Þetta hlýtur að vera einhvers konar föðurlandsást.
Maður vissi jú að strákamir voru þama úti og maður varð
að leggja sitt af mörkum. Þetta var líka félagsskapur og
mér fannst þetta mjög gaman. Það voru líka til Smálottur
á aldrinum sjö til tíu ára, og ég var með þeim um tíma.
Það var mjög gaman. Við hittumst einu sinni í viku, lás-
um Runeberg, sungum og vorum uppfull af ættjarðarást.
Eftirstríðsárin
En svo voru Lottumar bannaðar eftir stríðið. Það var
svo margt bannað. Heimavarnarliðið mátti ekki starfa
heldur því það var stofnað eftir 1918 þegar Finnland varð
frjálst. Það var ntikið af rússneskum hermönnum í Hels-
ingfors, sem gengu um og fylgdust með að ekkert ólög-
legt gerðist. Oft og mörgum sinnum var talað um að
Heima er hest 291