Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 27
um er ánægt. Verkið hefur gengið mjög vel, mikið hey komið á þurrkvöll og nú er beðið eftir að fá þurrk á það. Þess má geta að venja var að gera vel við fólkið í mat þennan dag og var það vel þegið og eins að fá að sofa örlítið lengur en venja var morguninn eftir því það fylgdi þessum degi ávallt nokkur hraði á öllum hlutum. Mér féll þetta verk mjög vel og byrjaði á því strax og kraftar leyfðu. Þrír dagar við þetta verk eru mér minnisstæðir og þó sérstaklega einn því þar var brugðið út frá þeirri ófrá- víkjanlegu venju að binda ekki í rigningu. Þetta var sumarið 1936 og ég var að binda af engjum fyrir Olaf Björnsson bónda í Núpsdalstungu. Ólafur var hraustmenni og afburða traustur og góður nágranni. Að morgni þessa dags var loft þungbúið en logn og hlýtt í veðri. Eg var einn við að binda en um sama leyti og verkið hófst byrjaði að rigna. Hvor- ugur okkar vildi hætta við að binda, því við lifðum í þeirri von að það myndi hætta að rigna um hádegið en svo varð ekki. Þá var því slegið föstu að veður myndi breytast til hins betra um miðjan daginn en svo varð ekki heldur og það rigndi til kvölds. Af þessum sökum komu pollar í lautir og heyið var orðið eins blautt og þungt og það gat orðið. Þrátt fyrir þessa miklu bleytu gekk verkið vel og voru farnar tíu ferðir og bundið á fimm hestum. Sáturnar vildu verða nrisþungar vegna vatns- ins og þá fann ég upp það snjallræði að mér fannst, að ekki væri um neitt annað að ræða en að ég setti léttari sátuna ofan í poll og léti hana drekka í sig það mikið vatn að hún yrði jafn- þung hinni. Hvorugur okkar hafði orð á því að sátumar væru þungar en við létum upp hvor á móti öðrum. Það þarf ekki síður lag en krafta við að láta upp 100 kílóa sátu. Seinna vorum við að rifja þetta upp, okkur báð- um til skemmt- unar, og fullyrti þá Ólafur að eftir hádegi þennan dag hefði engin sáta verið undir 100 kíló- um að þyngd. Leiðin heim af engjum var stutt og það skal tekið fram að hestar og menn voru óskemmdir eftir daginn. Eg held að svona hegðun, eins og var hjá okkur þennan dag, sé einsdæmi og því segi ég frá þessu hér. Þessi tími, sem hér er á minnst, er nú kominn í órafjarlægð frá nútíman- um, þó ekki séu nema nokkrir tugir ára síðan þessi verk voru stunduð. Yngri kynslóðir skilja ekkert af því sem hér er á minnst en það er mikið talað um nauðsyn þess að tengja saman nútíð og fortíð, hvernig sem nú á að fara að því. Læt ég nú staðar numið og bið les- endur Heima er bezt vel að lifa. nTaiH Heima er best 311

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.