Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 31
En þegar hann átti eftir sem svar- aði hálftímaferð fram að Hamri, skellti yfir kafaldsbyl. Var þá og orð- ið dimmt af nóttu. Vissi nú Arni ekk- ert hvert hann fór. Þegar hann hafði gengið um stund, fóru að verða fyrir honum brekkur og hábörð. Vissi hann þá að annaðhvort voru þetta brekkurnar heima við túnið á Hamri eða hann var farinn að villast fram í Hamarsdal. Var þar einn bær í daln- um, sem Hamarssel hét. Taldi hann sér víst að villast eitthvað fram á heiði, ef hann væri á þeirri leið og fyndi ekki selið, neina ef þetta væru túnbrekkurnar á Hamri. Þegar hann hafði gengið um hríð fann hann fyrir sér melholt og stóra steina, sem hann þekkti ekki. Var hann þá og orðinn rammvilltur og vissi ekkert hvert hann fór. Allt í einu datt honum í hug að hann væri að villast upp í Ófærugil, sem var fyrir framan og ofan bæinn í Hamri. Vissi hann að smásandhjallar voru þar hver upp af öðrum alla leið upp á svo nefndar Snasir, sem voru fyrir ofan miðja kletta. En af Snösunum var hengiflug ofan í Ófærugil. Fór hann nú að ota hundinum á undan sér en Dindill var heldur óstýrilátur og vildi fara sinna ferða. Tókst Arna að lokum að láta hundinn fara á und- an sér. Var þá svo dimmt bæði af náttmyrkri og byl að hann sá ekki faðmslengd frá sér. Gekk hann þannig lengi og fannst honum hann alltaf vera að fara upp brekkur öðru hverju. Þótti honum það ískyggilegt en hundurinn var alltaf rétt á undan honum. Vildi hann láta Dindil ráða ferðinni því sjálfur vissi hann ekkert hvert hann fór. Þegar Arni hafði gengið svona í langan tíma, tók hann að þreytast og svo bættist það ofan á að Dindill vildi nú ekki halda stefnunni lengur. Hann fór í ótal króka, þefaði í allar áttir, velti sér um hrygg í fönninni, stóð svo upp og gelti, settist síðan niður og fór að klóra sér. Þetta lét hann ganga hvað eftir annað. Arni varð að stansa til að bíða eftir hund- inum, því hann þorði ekkert að hreyfa sig án þess að hafa hundinn fyrir framan sig. Skárra þótti honum þó að skömminni til að missa Dindil ofan í Ófærugil heldur en fara þang- að sjálfur. Loks fór Áma að leiðast seinlætið í hundinum og fór að reyna að fá hann til að fara á undan sér aftur, og tókst honum það eftir langa mæðu. Héldu þeir þá áfram langa hríð, þangað til Dindill stansaði enn, þefaði í allar áttir og settist síðan niður. Ámi vildi reka hann á fætur en það tókst ekki. En fátt er svo illt að ekki fylgi nokkuð gott því upp frá þessu ✓ þvoði Ami sér ræki- lega á hverjum morgni og þurrkaði framan úr sér með treyjuermum sínum. Fór síðan upp á bæ, setti hönd fyrir augu og skyggndist í allar áttir. En dagamir liðu svo að stúlkumar létu ekki sjá sig í Klömbrum. „Skyldi hundurinn vera orðinn uppgefinn?“ sagði hann um leið og hann stakk stafnum fram fyrir sig en var þá nærri fallinn áfram því stafur- inn kenndi hvergi jarðar. Varð Ámi nú óttalega hræddur, því hann þóttist nú vita að hann væri kominn upp á Snasir. Leitaði hann nú betur fyrir sér með stafnum, bæði fram undan sér og til beggja hliða. Fann hann þá að fyrir framan hann var þverhnípt bjarg og hann stóð á tæpustu brún- inni. Til beggja hliða við hann var næstum eins bratt, svo ekki sýndist honum tiltök að komast neins staðar þar ofan. Á bak við hann var gnípan svo mjó að hann undraðist það mjög að hann skyldi ekki hafa hrapað út af henni á annan hvom veginn. Treyst- ist hann ekki til að fara sömu leið til baka aftur. Hann þorði ekki almenni- lega að standa uppréttur á þessari strýtu og settist hann því niður hjá hundinum. Sá hann að ekkert var hægt að gera annað en bíða rólegur af sér bylinn þarna sem hann var kominn. Þótti honum það ekki mjög skemmtileg tilhugsun að sitja þarna fremst á hengifluginu. Var hann ef- inn í því að hann héldi það út yfir nóttina að sitja svona hreyfingarlaus. Kveið hann mest fyrir því að hrapa fram af hömrunum þegar kraftar hans þrytu, svo að hann ekki gæti setið og haldið sér því hamarinn var svo lítill um sig að hann gat með engu móti lagst fyrir á honum. Sat Árni nú um stund með Dindil undir annarri hendinni en stafinn sinn og poka með kaffirót undir hinni og hlustaði á æðisganginn í veðrinu í hömrunum fyrir neðan sig. Þegar Ámi hafði setið þarna um hríð tók honum að gerast kalt. Fór hann þá að líta í kringum sig til að vita hvort hann sæi hvergi rofa í klettana, sem hann vissi að áttu að vera upp af Snösunum, rétt fram undan sér. En hvernig sem hann horfði gat hann hvergi séð til kletta en veðurhljóðið þóttist hann heyra glöggt í klettunum fyrir framan sig. Allt í einu hélt hann sig heyra dunur miklar, lfkt og af skriðufalli niðri í hömrunum fyrir neðan. „Nú er snjóflóð að falla ofan í Ófærugil,“ sagði hann við sjálfan sig. Það fór hrollur um hann þar sem hann sat á tæpustu brúninni og þorði hvorki að hreyfa legg né lið. Fannst honum hamarinn skjálfa og titra und- ir sér af rokinu og grjóthruninu fyrir neðan. Hugsaði hann að vel gæti far- ið svo að hamarinn, sem hann sat á, steyptist ofan í djúpið með sig og Dindil. Heima er best 315

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.