Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 14
Heimili í báðum löndunum Nú búa þrjú af fimm bömum í Finnlandi. Kalli var orð- inn dauðuppgefinn og leiður á Egilsstöðum og þurfti að breyta til. Ussa vill vera hér. Kannski er hún að leita að uppruna sínum eða eitthvað í þeim dúr, ég veit það ekki. Það er ekki hægt að segja að það sé betra að vera hér en á Islandi, lifistandardinn er sá sami, atvinnuleysi og dýrtíð. Það er eitthvað annað. Stundum hefur mér fundist ég frjálsari á Islandi en í Finnlandi. A Islandi er svo mikil víðátta en hér þrengja skógarnir að. Ég á heima bæði á Islandi og í Finnlandi, ég er svo rík. Einhvern tíma fer ég aftur til Islands, en ég er ekki búin að ákveða hvar ég vil vera. Ég ætla bara að sjá til þegar þar að kemur. Ég hef engar áhyggjur af því. Félagslífið Ég hef alltaf verið félagslynd en þegar ég kom til ís- lands var ég alveg ákveðin að ég ætlaði að vera frjáls, ég ætlaði ekki að binda mig í einhverjum félagasamtökum. Ég hef aldrei verið í kvenfélagi en ég er í Norræna félag- inu og hef sungið með kirkjukómum. Mig vantar ekki fé- lagsskap, því ég er dugleg að finna mér eitthvað að gera. Ég hef heldur ekki viljað vera í félagi eldri borgara, því stundum finnst mér jafnaldrar mínír á íslandi ekki skilja mig. Þeir eiga ekki sama bakgrunn, ekki sömu minningar. Ég á léttara með að umgangast yngra fólk, því það þekkir sama ísland og ég. Ég þekki ekki ísland nema síðustu 40 árin. Ég hef alltaf sungið óskaplega mikið. Ég hef verið í kirkjukór, blönduðum kór, samkór og kvennakór. Eina kórstarfið sem ég hef ekki tekið þátt í er karlakór. En nú er ég hætt að syngja. Ég söng í brúðkaupinu hennar Ussu. Þá sungum við, Britta systir mín og ég, og svo sungu þær systur Valla og Itta, en nú er ég svo hás að ég get ekki sungið meira. Svo synti ég mikið, fór í sund þrisvar í viku. Við vomm nokkrar konur á Egilsstöðum sem synt- um á morgnana. Ég sakna sundsins dálítið núna en við göngum mikið héma. Stundum erum við á rápi í 5 klukkutíma. Það er alveg eins gott að ganga eins og að synda. Þetta er gott, því maður á ekki að hlífa sér of mik- ið þegar maður eldist. Maður á að pína sig svolítið, því þá líður manni svo miklu betur á eftir. Einu sinni hafði ég svo mikla verki í skrokknum hér og þar og þá fór ég að taka hákarlalýsi og verkirnir hurfu. Þetta er alveg satt. Ég veit ekki hvort þetta er ímyndun eða hvað, en þessir gigt- arverkir hurfu svona viku eftir að ég byrjaði að taka há- karlalýsið. Svo er ég að læra finnsku héma, því ég var farin að gleyma henni svo mikið. Það voru nú ekki mörg tækifæri til að nota finnsku á íslandi. Þó var stundum hringt. Einu sinni var var hringt frá sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Þá lá þar maður, sem talaði bara finnsku. Hann var sjómaður og hafði dottið við Egilsbúð og höfuðkúpu- Benedikt og Inga á haustgöngu í Hallormstaðaskógi. brotnað. Svo er nú ekki langt síðan ég hitti mann sem var að reyna að setja Visakortið sitt í næturlúguna í Sam- vinnubankanum á Egilsstöðum. Þetta var á laugardegi og maðurinn, sem var finnskur, hafði ætlað til Isafjarðar. En hann lenti upp í vitlausa flugvél og kom til Egilsstaða peningalaus og allslaus og gat ekki tekið út neina pen- inga. Við Valla tókum hann með okkur heim og ég lét hann hafa 5.000 króna ávísun og tók 500 finnsk mörk í staðinn. Þetta ár fórum við svo til Finnlands svo ég gat vel notað mörkin. Það er ágætt að koma aftur til Finn- lands. Það pirrar mig samt svolítið að geta ekki talað eitt tungumál, því ég er vön því frá íslandi að allir skilja sama tungumálið. Hér eru tvö tungumál en auðvitað venst maður þessu, því ég þekki þetta frá gamalli tíð. Það er ýmislegt erfitt í Finnlandi. Nú er kreppa í landinu með atvinnuleysi og það fer illa með unglingana. Það er líka rígur milli finnskumælandi Finna og sænskumælandi Finna og togstreita. En við höfum það gott héma í Vasa, ég, Valla og sonur hennar. Við erum öll í skóla og það er gaman og hollt að breyta svona til, fara í annað umhverfi og gera eitthvað nýtt. rnirc 298 Heima er hest

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.