Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 13
Inga með Brittu systur sinni og Eddu frænku í heimsókn í Nixa í Finnlandi hjá
frœndfólki.
dúkkuleik út um allt hús og svo voru bara allt í einu
komnir gestir og þá var öllu dótinu hrúgað inn í skáp.
Einu sinni átti Ússa 13 kanínur og þær voru svo gæfar og
skemmtilegar og oft inni í stofu hjá okkur og hoppuðu
þar um. Einu sinni sem oftar kom Villi heim með gest án
þess að láta vita og þá voru kanínumar út um allt. Eftir
þetta hringdi Vilhjálmur nú yfirleitt heim áður en hann
kom með gesti. Það var alltaf fullt hús af börnum. Þau
áttu öll sína vini og ég var alltaf heima og það er nú
þannig að börn vilja hafa fullorðið fólk í kringum sig, svo
þau voru mikið hjá okkur. Það gekk oft mikið á. Stundum
fór ég bara út, klæddi mig í kápuna og fór út til að róa
mig.
Allt breyttist
En svo endaði þetta allt saman þegar Vilhjálmur fórst í
bílslysinu. Ég man að það var svolítið erfitt að vekja Vil-
hjálm þennan morgun, hann sem alltaf vaknaði strax. En
svo fór hann í vinnuna og maður vissi ekki neitt. Það er
svo skrítið að maður skuli ekkert vita, ekkert finna á sér,
áður en svona gerist. Ég vissi bara ekki neitt. Valla var
nýkomin heim frá Finnlandi og var að vinna í sláturhús-
inu, Ússa var á Eiðum, Pelli og Sigga bjuggu á Akureyri
og Itta bjó í kjallaranum. Kalli var auðvitað heima. Svo
kom Vilhjálmur heim í hádegismat og lagði sig eftir mat-
inn og allt gekk sinn vanagang. Hann var að tala um það í
hádeginu hvort ég vildi koma með sér á Reyðarfjörð eftir
hádegi því hann þyrfti þangað að undirrita einhver toll-
skjöl, en ég var svo slæm af
gigt að ég ætlaði að sjá til.
Svo hringdi nú síminn ein-
hvern tíma eftir að hann var
farinn í vinnuna en ég gat
ekki svarað því ég var svo
slæm af gigtinni. Ég veit
auðvitað ekki hvort það var
hann að biðja mig að koma
með sér. Svo komu þær
heim í kaffi, Valla og Þórunn
vinkona hennar. Það var
slydda eins og oft er í októ-
ber, og þá bara stendur hann
allt í einu þama, hann Guð-
mundur læknir. Einhvern
veginn vissi ég strax að eitt-
hvað hefði komið fyrir.
Hann sagði mér að Vilhjálm-
ur hefði keyrt út af uppi á
Fagradal og spurði hvort ég
vildi fá einhverja hjálp eða
eitthvað, en ég þurfti nú ekki
slíkt. Einhvern veginn vissi
ég alltaf að eitthvað mundi gerast en ég vissi ekki að það
yrði þennan dag, ég fann ekkert á mér. Það er alltaf sagt
að maður heyri eitthvað eða viti einhvern veginn þegar
svona gerist en ég var alveg grandalaus. Þetta gerðist 28.
október 1975. Ég var þá 53 ára gömul, ein með Kalla,
sem var átta ára. Þama kom allt annar kapítuli. Við
bjuggum í þessu stóra og dýra húsi og það var svo erfitt
að fara úr því. Það hafði svo mikil tök á mér. En svo seldi
ég það nú og dreif mig strax til Finnlands og var þar í 3
mánuði. Þegar ég kom aftur var þetta léttara, þá var það
orðið svona fjarlægt, en enn í dag kemur fyrir að mig
langar aftur í þetta hús. Svona er þetta nú, allar breyting-
ar eru erfiðari þegar maður eldist. Það var ekkert mál að
flytja til Islands þegar ég var ung, en þama var orðið
erfitt að fara milli húsa. En maður þarf að gera svona
hluti. Fyrst eftir að Vilhjálmur dó, hugsaði ég að nú
skyldi ég fara til Finnlands, nú hefði ég ekkert að gera
hér meira. Ég kom hingað með honum og nú er hann
ekki lengur hér og þá get ég alveg farið. En svo eru það
þessi börn, maður fer ekki bara. Svo róast maður með
tímanum og það kemur eitthvað annað. Ég segi að þegar
einar dyr lokast þá opnast aðrar. Ég fékk auðvitað mikla
og góða hjálp en ég var útlendingur í þessu land og kunni
ekkert á kerfið. Vilhjálmur hafði alltaf séð um öll pen-
ingamál, en það hjálpaði mér þó að ég hafði alltaf séð um
allt inni á heimilinu. Vilhjálmur skipti sér aldrei af neinu
þar, því ég vildi ekki einu sinni fá hann inn í eldhúsið.
Þetta var mitt starf og ég þurfti enga hjálp við það. Við
vorum búin að vera gift í 25 ár þegar hann dó.
Heima er hest 297