Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 18
Varla þarf að taka það fram að ég fékk enga næringu fyrstu dagana mína á spítalanum en stundum voru varir mínar vættar með votum klút en ég var stranglega varaður við að kyngja. Hjúkrunarkonurnar stunduðu mig af mikilli kostgæfni. Slá var yfir mér í rúminu og úr henni héngu tvær taugar og í þær varð ég að taka ef ég vildi hreyfa mig eitt- hvað, sem ég gat þó lítið vegna sársauka. Hjúkrunarkon- urnar hjálpuðu mér til að pissa fyrstu dagana. Þær létu mig hafa þvagflöskuna upp í rúmið og ég kraup upp og þær studdu mig, því ég var mjög valt- ur og óstyrkur. Eftir 3-4 daga komu tvær hjúkrunar- konur til mín og sögðu við mig: „Þarftu ekki að pissa?“ Eg játaði því. „Nú kemur þú niður á gólf.“ „Það get ég ómögulega,“ svaraði ég. „Þú mátt til, læknirinn skipaði svo fyrir.“ „En ég get ómögulega staðið á fót- unum.“ „Við sjáum nú til,“ sögðu þær, „við skulum styðja þig“ og þær hjálpuðu mér fram á stokkinn og niður á gólf. Önnur þeirra hélt á þvagflöskunni en hin hélt í höndina á mér. Mér fannst ég ætla að líða út af. „Má ég ekki heldur krjúpa?“ spurði ég. „Mér finnst ég ætla að líða út af svona.“ Eftir nokkur orðaskipti samþykktu þær það og ég kraup niður á gólfið. Ég var satt að segja ofurlítið feiminn. Önnur þeirra hélt uni þvagtlöskuna og sá um að bunan myndi fara rétta leið þegar hún kæmi. En hún vildi ekki koma. Eftir nokkra stund sagði önnur stúlkan: „Við skulum hætta þessu núna.“ „Hvers vegna þá?“ spurði ég og vildi reyna þetta til þrautar. „Við skulum láta þetta bíða,“ end- urtók stúlkan. Mér var farið að sortna fyrir aug- um. Ég rankaði við mér uppi í rúmi og hjúkrunarkonurnar stóðu báðar við stokkinn. „Kom eitthvað fyrir?“ spurði ég. „Það get ég nú varla sagt,“ sagði önnur þeirra. „Það leið yfir þig á gólfinu en við gátum komið þér upp í rúmið aftur. Nú jafnarðu þig um stund,“ sögðu þær, „svo komum við aftur eftir dálitla stund og hjálpum þér til að pissa.“ „Ekki niðri á gólfi,“ sagði ég. „Nei, ætli við geymum það ekki til morguns,“ sögðu þær brosandi og yf- irgáfu stofuna. Eftir nokkurn tíma komu þær svo aftur og nú létu þær mig krjúpa uppi í rúminu en liggj- andi var mér ómögulegt að losa mig við þvagið eins og herbergisfélagar mínir gerðu. Mér létti stórum við að losna við þvagið sem var orðið býsna mikið. Eitt var það sem angraði mig veru- lega en það var slanga með nál á endanum, sem var stungið í æð á handleggnum á mér. Úr flösku, sem hékk í statífi við rúmið hjá mér, lá þessi slanga. Úr þessari slöngu fékk ég mína einu næringu fyrstu sólar- hringana og var fylgst náið með því að hún tæmdist aldrei. Það gat reynst hættulegt því að þá hefði getað farið loft inn í æð- ina. En slang- an, sem lá upp í nösina og niður í mag- ann, olli mér nokkrum ó- þægindum og sársauka í háls- inum þegar ég var að kyngja því litla munn- vatni sem ég hafði. Konan mín heimsótti mig eins oft og hún gat og ég bað hana að færa mér mynd af fjölskyldunni til að hafa á náttborð- inu hjá mér og daginn eftir færði hún mér mynd af börnunum okkar þrem- ur en mér fannst nokkur galli að hana skyldi vanta á myndina, en við því var ekkert að gera. Eftir vikuna var ég ávallt látinn fara niður á gólf og hjúkrunarkon- urnar studdu mig og létu mig ganga fram og aftur um stofuna. I fyrstunni voru þær ávallt tvær við þetta og mér fannst það virkilega mikill sigur þeg- ar mér tókst að staulast einn út að glugganum, sem ekki var löng ganga. Ég óttaðist svolítið yfirlið í þessum fyrstu göngum mínum. Eftir nokkra dvöl þama var svo tekin mynd af maganum og reyndist þá sárið vera gróið. Var nú farið að gefa mér djús að drekka og var ég því vissulega feginn. Síðar komu þunnar súpur. Þann 13. júní var ég svo útskrifað- ur af spítalanum og hélt heim til mín, frelsinu feginn, en dagurinn 26. maí 1970 líður mér seint úr minni. |Tjvn 302 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.