Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 28
Við höfum nú ákveðið að fara af stað með nýjan efnislið í blaðinu, sem við höfum nefnt „áskrifanda fjórðungsins.“ Hugmyndin er að liðurinn verði í 3ja hverju blaði eða fjórum sinn- um á hverju ári. Þátturinn felst í því að við dröguin út eitt nafn skuldlauss áskrifanda og veitum honum verðlaun hvers ársfjórð- ungs. Verðlaunin eru glæsileg rit- verk, sem gefm hafa verið út af bókaforlaginu Skjaldborg hf., þ.e. Pelle sigursæli eftir Martin Ander- sen Nexö, fjögurra binda verk, Göngur og réttir eftir Braga Sig- urjónsson, fimm binda verk, og Skriðuföll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson og Jóhannes Sigvaldason, 3ja binda verk. Verður viðkom- andi áskrifanda gefinn kostur á að velja eitthvert eitt þessara rit- verka. Hugmyndin er sú að með verð- launaveitingunni fylgi nokkur fróðleikskorn um viðkomandi áskrifanda og e.t.v. það umhverfi sem hann býr í. Mikilvægt er því að þeir áskrifendur, sem upp koma í þessum efnislið, séu reiðu- búnir að láta okkur í té inynd af sér og e.t.v. fleiru sem tengist um- fjölluninni um þá á einhvern hátt. Hafl viðkomandi ekki áhuga á að taka þátt í þessum áskrifenda- leik okkar þá er honum að sjálf- sögðu frjálst að hafna því, ef hon- um býður svo við að horfa, og munum við þá einfaldlega draga út nýtt nafn. Reglurnar eru í raun einfaldar varðandi þátttöku. Viðkomandi þarf að vera skuldlaus, vera tilbú- inn að lána okkur mynd eða myndir til birtingar með greininni og gefa helstu upplýsingar uni sig tii fróðleiks. Við höfum fengið Ingvar Björns- son til þess að annast þennan þátt og hefur hann nú þegar rætt við þann áskrifanda sem út var dreginn í fyrsta skiptið. Útdrætti er þannig háttað að dregið er um áskrifanda úr einum landsfjórðungi hverju sinni. Þaðan má segja að nafn þessa þáttar sé komið, því við dröguin út nafn eins áskrifanda ársfjórðungslega og úr einum landsfjórðungi. Höfum við skipt landinu niður í hefðbundna hluta, þ.e. Norðurland, Austur- land, Suðurland og Vesturland að meðtöldum Vestfjörðum. Að þessu sinni drógum við úr áskrifendahópi blaðsins á Norður- landi og næst þegar dregið verður, þ.e. í desember, þá drögum við úr áskrifendahópi Austurlands, í mars á Suðurlandi og júní á Vest- urlandi og Vestfjörðum. I septem- ber komum við svo aftur að Norð- urlandi og síðan þannig koll af kolli. Það má því segja að hver landsfjórðungur hafi sinn mánuð í þessu áskrifendagamni. Áskrifandi 3|a fjórð' ungs 1994 Sigurður Jóhannsson, Sauðárkróki. Verðlaun: Ritverkið Pelle sigursæli eftir Martin Andersen Nexö (4 bindi). Sigurður er Skagfirðingur í húð og hár. Hann er fæddur að Borgargerði í Norðurárdal í Skagafirði 11. júní 1916, en þar hófu foreldrar hans búskap sinn. Ari síðar fluttist Sigurður með foreldr- um sínum að Ulfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og þar dvaldist hann svo til 312 Heima er best ársins 1972. Foreldrar Sigurðar voru Jó- hann Sigurðsson bóndi og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, en þau voru bæði af skagfirsku bændafólki komin. Frá Úlfsstöðum gekk Sig- urður hefðbundna skólagöngu en var svo tvo vetur í Mennta- skóla Akureyrar og lauk það- an gagnfræðaprófi 1935. Fljótlega eftir heimkomu sína frá M.A. hóf hann búskap að Úlfsstöðum. Árið 1939 giftist Sigurður Hólmfríði Jónsdóttur frá Víði- völlum í Fram-Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru Jón Ámason og Amalía Sigurðardóttir og voru þau, svo sem aðrir sem hér að framan eru nefndir, af skagfirsku bændafólki komin. Sigurður og Hólmfríður eignuðust tvö mannvænleg börn. Sonurinn Jóhann Úlfar fluttist ungur að árum til Kanada og settist að í Winnipeg þar sem hann er og hefur verið búsettur síðan. I Winnipeg lærði Jóhann hár- skurð og hárgreiðslustörf. Á sjöunda áratugnum átti hann og rak þar þrjár hárgreiðslu- stofur en seldi þær síðan og hóf innflutning á íslenskum ullarvörum frá Álafossi. Gekk það mjög vel þar til kanadíski markaðurinn fylltist af austur- lenskum gervivörum og lagðist þessi innflutningur þá að sjálfsögðu af. Jóhann Úlfar giftist hálfíslenskri konu og hafa þau eignast tvö börn, dóttur og son. Dóttir þeirra giftist fyrir tveim árum og sonurinn í júlí s.l. Að- spurður kvaðst Sigurður hafa komið fjórum sinnum til sonar síns og fjöl- skyldu hans í Winnipeg. Dóttir Sigurðar og Hólmfríðar, Amalía, er búsett á Sauðárkróki. Mað- ur hennar, Sigmundur Guðmundsson, var útibústjóri Samvinnubankans þar á staðnum, meðan hann var og hét en er síðan útibústjóri Landsbankans þar. Amalía og Sigmundur eiga þrjá syni. Árið 1972 urðu tímamót í lífi hjón- anna Sigurðar og Hólmfríðar að Úlfs- stöðum. Heilsan var farin að gefa sig og því orðið erfitt um erfiðisstörf þau sem búskap fylgja. Hugur afkomenda stefndi ekki til búskapar og því var ekki um annað að ræða en að gera það upp við sig hvert stefna skyldi. Ákvörðun um að bregða búi var því tekin og lá leiðin til Sauðárkróks. Næstu 5 árin starfaði Sigurður í bílaverslun kaupfélagsins þar á staðn- um en tók þá við rekstri Steypustöðv- ar Skagafjarðar. Þá lá leiðin í rafbúð og rafverkstæði kaupfélags- ins á Sauðárkróki. Þegar þau hjónin komu til Sauðárkróks keyptu þau fok- helt einbýlishús að Grundar- stíg 11, luku við smíði þess og hafa búið þar síðan. Varðandi áhugamál ís- lensks bónda, húsbyggjanda og starfsmanns stórs fyrir- tækis er það helst að segja að þau urðu að víkja að mestu fyrir dagsins önnum og má í raun segja að frístundir hafi verið af skornum skammti nema þá helst að litið væri í bók. Já, vinnan átti allan for- gang. Á meðan þau hjónin dvöldu að Úlfsstöðum tók Sigurður umtalsverð- an þátt í félagsmálum sinnar sveitar, sat í hreppsnefnd, skatta- nefnd og var um skeið for- maður Búnaðarfélags Akra- hrepps. Einnig var Sigurður formaður sóknamefndar Akrahrepps og til gamans má geta þess að á þeim árum var byggð núverandi kirkja að Miklabæ. Bæirnir Borgargerði og Úlfsstaðir eru báðir í Akra- hreppi í Skagafirði og það má því segja að ekki verði annað séð en að þeim hjón- um, Sigurði og Hólmfríði, hafi dvalist vel og lengi í hinum sólríka Skagafirði enda segir Sigurður að þar sé fegurð mannlífsins engu minni en feg- urð sveitarinnar þótt rómuð sé. Faðir Sigurðar byggði steinsteyptan bæ að Úlfsstöðum og mun það hafa verið annað elsta hús þeirrar gerðar þar í sveit. Nú hefur það verið brotið niður og aðeins gömul myndbrot minna á tilveru þess. Á Úlfsstöðum byggðu hjónin m.a. upp öll útihús, svo sem 300 kinda fjárhús og hlöðu, fjós fyrir 32 gripi og hlöðu þar við og síðan hesthús með tilheyrandi hlöðu. Úlfsstaðir. Heima er best 313

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.