Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 22
ekki var hægt að hafa svona mikinn sjúkling heima þar sem mamma var vanfær og alveg kom- ið að fjölgun. Góður ná- granni tók þá í bili að sér að hugsa um skepnurnar og fylgdist með öllu heima. Hann lét sækja ljósmóður til mömmu þegar að því kom og lán- aði henni dóttur sína sem var unglingsstúlka og þá heima. Svo fæddist ég og var fæðingin erfið. Það var sitjandi fæðing en allt fór þó vel. Tveimur nóttum eftir að ég fæddist dreymdi móður mína þennan draum: Hún þóttist vera stödd við Hofsá í Vopnafirði, sem er stórt og hættulegt vatnsfall. Ekkert vissi hún hvers vegna hún var stödd þama en hún sá að áin var í mjög miklum vexti. Allt í einu sér hún að faðir minn kemur og reið hann sægrárri hryssu sem þau áttu og var kölluð Otra. Hún sá að hann fór stanslaust út í ána, án þess að hún gæti nokkuð að gjört. Hryssan fór strax á hraksund og fyrr en varði hurfu bæði hún og faðir minn í ána. Vaknaði móðir mín nú og þóttist fullviss um að annað- hvort væri faðir minn dáinn eða það yrði mjög bráðlega. Það reyndist líka svo því aðeins var liðin vika frá fæð- ingu minni þegar faðir minn andaðist. Þá brá Sveinn Jónsson bóndi í Fagradal í Vopnafirði við og tók alveg að sér heimilið. Hann sendi mömmu fyrst frænku sína sem var þá hjá honum og var hún hjá mömmu allan veturinn. Hún var karlmannsígildi og skiptust þær mamma og hún á um verkin eftir að mamma komst á fætur. Önnur hugs- aði um húsverkin og okkur börnin en hin um gripina. Gekk þetta vel. En Sveinn bóndi sá um alla aðdrætti til heimilisins og líka lét hann flytja lík föður míns heim til okkar svo hægt væri að halda húskveðju. En útilokað var að mamma gæti farið að jarðarförinni, þar sem færð var vond en hún lasburða eftir barnsburðinn og mjög löng leið að fara. Um vorið fór konan sem var hjá okkur til sonar síns sem þá var giftur og bjó í Breiðdal. Þá útvegaði Sveinn henni sumarmann, frænda sinn. Einar Pálsson, föður Ein- ars Braga rithöfundar. En um haustið gat hann loks út- vegað henni ársmann. Var sá maður svo hjá okkur í 8 ár eða þar til bræður mínir, sem þá lifðu, voru orðnir upp- komnir menn. En nú ætla ég að segja annan draum sem mömmu dreymdi þennan fyrsta vetur minn. Hana dreymdi að hún þóttist vera stödd inni í herberginu sínu. Þá kemur til hennar björt og geislandi vera og segir við hana, um leið og hún bendir á tvo yngri hálfbræður mína (en móðir mín þóttist hafa verið að hugsa um það hvernig hún gæti séð um okkur öll): „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þess- um bömum. Það verð- ur vel fyrir þeim séð en um hin bömin munt þú geta séð.“ Vaknaði hún þá við það og þóttist viss um að hún myndi missa þessa báða drengi eins og föður minn, sem og líka varð. Þeir dóu báðir úr skarlatssótt, sem þá gekk og var mjög skæð. Þeir dóu báðir sama daginn. Missti hún bæði föður minn og tvo syni á þremur vikum. Eg er fædd 31.12. 1907 og viku seinna missti hún föður minn. Og svo hálfum mánuði seinna þessa tvo syni. Það var mikil reynsla. En um okkur hin gat hún séð eins og draumveran sagði. Ingólfur Gíslason, sem þá var orðinn læknir í Vopna- firði, sagði mömmu síðar að það hefðu verið heilaberklar sem hefðu orðið föður mínum að bana. Þetta hefðu verið berklasár sem voru á hálsinum á honum en svo hefði þeim slegið inn, eins og hann orðaði það. Hann hefði sagt að hann hefði dáið úr vanalegri heilabólgu svo fólk færi ekki að óttast að þetta hefðu verið berklar og hann ef til vill verið búinn að smita okkur og kannski aðra líka. En hræðsla við berkla var mjög mikil hjá fólki. Segjum svo að ekkert mark sé að draumum. fiíám 306 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.