Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 32
Datt honum þá í hug að þetta yrði
líklega síðasta nóttin sem hann lifði
og væri því best fyrir sig að lesa ein-
hverja bæn á meðan tími væri til. En
þá mundi hann eftir því að hann
kunni enga bænina. Raunar hélt hann
sig kunna eitthvert hrafl úr Grýlu-
kvæði og Krummavísur þóttist hann
kunna glöggt.
„Mamina kenndi mér nú víst eitt-
hvað af versum og vísum þegar ég
var lítill en það er nú löngu gleymt
allt saman, enda held ég að ég hafi
aldrei lært það almennilega,“ sagði
Ami, „en ekki dugar að ég deyi svo
að ég láti það ekki eitthvað heita.
Krummavísur, já, ekki líka mér þær
nú vel: „Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn. Kroppaðu með
mér nafni minn. Ég fann höfuð ...
Nei, þetta finnst mér eiginlega ekki
viðkunnanlegt. Það er allt of verald-
legt fyrir mig, sem ætla að fara að
deyja.“
Allt í einu kom honum til hugar að
hann kynni víst eitthvað í Gamla
Nóa og hann hélt sig jafnvel kunna
lagið líka. Fór hann strax að rifja
þetta upp fyrir sér og komst að þeirri
niðurstöðu að hann kynni alla vísuna
nema eitthvað eina eða tvær hend-
ingar.
„Guðhræddur og vís, það er þó að
minnsta kosti andlegt,“ sagði hann.
„En húfuna er mér ómögulegt að
taka af mér í þessu veðri.“
Tók hann nú að syngja Gamla Nóa
með fjálgleik, og þar sem hann kunni
ekki vísuna trallaði hann með mikilli
viðhöfn.
Þegar Dindill heyrði sönginn varð
honum svo mikið um að hann ætlaði
að hoppa upp í andlit Áma svo hann
átti erfitt með að halda honum. En
þegar hundurinn fann að hann fékk
ekki að sleppa tók hann að spangóla
svo hátt og hvellt rétt upp við eyrað
á Áma að hann fékk hellu fyrir það.
Heyrði Ámi ekki til sjálfs sín fyrir
spangólinu í hundinum. Var hann
nærri búinn að setja Árna hvað eftir
annað út af laginu.
Rembdi hann þá raustina sem mest
til að geta haldið sér við lagið. Fór
Árni ávallt þar upp í laginu sem
Dindill hækkaði sig til þess hann
skyldi síður setja sig út af því. En
hversu hátt sem Árni söng fór Dind-
ill aldrei út af sínu lagi. Hann byrjaði
alltaf eins, með ámátlegu, skerandi
og háu hljóði, svo allur skrokkurinn
hristist og skalf, sem fór svo alltaf
lækkandi og mjókkandi, uns það
endaði seinast í mjóu og skjálfandi
ýlfri.
Datt honum þá í hug
að þetta yrði líklega
síðasta nóttin sem
hann lifði og væri því
best fyrir sig að lesa
einhverja bæn á meðan
tími væri til. En þá
mundi hann eftir því
að hann kunni enga
bænina. Raunar hélt
hann sig kunna eitt-
hvert hrafl úr Grýlu-
kvæði og Krummavís-
ur þóttist hann kunna
glöggt.
„Ég held ég verði að hætta við
þetta,“ sagði Ámi loksins, „og ég
held að hundurinn syngi nærri betur
en ég. Hann syngur þó að minnsta
kosti hærra því ég heyri ekki til sjálfs
mín fyrir honum.“
Þegar Ámi hætti að syngja hætti
Dindill líka og horfði framan í hús-
bónda sinn og velti vöngum. Það var
eins og hann væri að bíða eftir því að
hann tæki lagið aftur. En þegar hann
sá að Árni var hættur lagðist hann
fram á lappir sínar og blíndi út í byl-
inn.
„Hann treystir sér líklega ekki að
byrja,“ hugsaði Ámi. „En það undrar
ntig mest að þessi ógnarhljóð skuli
geta komið úr svona litlum búk. En
hvað á ég að gera til að komast úr
þessum háska? Himingnæfandi
klettar fyrir ofan mig og allt í kring
og fyrir neðan hrikaleg hamragjá.
Fleiri tugir faðma á dýpt en sjálfur
sit ég hérna í dauðans kverkum á ör-
mjóum rima, eins og hænsnatré hæst
upp í loftinu.“
Ný hugsun gagntók hann nú, svo
hræðsluna mátti greina í hverjum
drætti í andliti hans.
„Ætli stúlkumar hafi nú ekki lagt
af stað að finna mig í dag? Og fyrst
þær ætluðu að gera það einhvem
tíma gátu þær alveg eins valið þenn-
an dag til þess sem aðra daga og svo
hafa þær náttúrlega orðið allar úti
þegar bylurinn skall á. Hver veit
hvað margar. Það er það hörmuleg-
asta ef svo væri og svo deyja þær all-
ar í hrúgu, bara vegna þess að ég var
ekki heima.“
En þegar hann var að hugleiða alla
þessa ógurlegu armæðu sína og bág-
indi, sýndist honum allt í einu sjá
bjarma fram undan sér, eins og af
ljósi. Fór hann þá að velta því fyrir
sér hvað það gæti verið. Komst hann
loks að þeirri niðurstöðu að þetta ljós
gæti ekki verið hjá neinni mannlegri
veru þama niðri í Ofærugili, þar sem
engir bæir voru nálægir.
„Tröll eru það,“ sagði hann, „því
hér geta ekki aðrir átt heima en risar
og bergbúar. Ef þeir eru eins fingra-
langir og tröllkarlinn, sem Gunn-
laugur sagði pabba frá forðum, þá
verða þeir ekki lengi að krækja klón-
um í okkur Dindil. Allt hlýst þetta af
söngnum. Þetta illþýði hefur vaknað
við bölvað gaulið í okkur Dindli. Að
hundfjandinn skyldi fara að góla
þetta rétt á meðan ég var að syngja
versið. Hann mætti þó vita það að ég
syng ekki fyrr en ég má til.“
Að svo mæltu sleppti hann hundin-
um og ýtti honum frá sér í vondu
skapi. En Árni var varla búinn að
sleppa hundinum þegar hann stökk
316 Heima er best