Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 8
Inga með Kalla lítinn. Fjölskyldumynd. Frá vinstri: Valla, Vilhjálmur, Itta, Pelli, Inga og Ússa. maður mætti ekki einu sinni segja að þessi hermaður ætti að pússa stígvélin sín, þá yrði maður tekinn til yfir- heyrslu. Árin eftir stríðið voru voðalega erfið líka. Allt var svo dýrt og Finnar þurftu að borga Rússunum mikið í bætur. Þetta var allt tekið af fólkinu og það var ekki mik- ið sem maður fékk í kaup. Allt fór í skaðabætur. Þegar stríðinu var að ljúka fannst okkur systrunum að við yrð- um að gera eitthvað, því nú færu allir þessir strákar að koma heim úr stríðinu og þá yrðu þeir að hafa eitthvað að gera, annars lentu þeir bara á fyllerí og vitleysu. Við stofnuðum þess vegna klúbb, sem hét „Torsdagsklubben" (Fimmtudagsklúbburinn), og ætluðum að hafa fundi í hverri viku alla fimmtudaga. Svo var það nú of mikið svo við hittumst tvisvar í mánuði á fimmtudögum. Fyrst komu bara fáeinir en svo fleiri og fleiri og loks vorum við þarna öll, sem höfðum áður verið saman í skóla. Þetta var mjög gaman og ég er viss um að þetta hefur hjálpað þessum strákum. Þeir áttu oft bágt eftir að þeir komu heim og það hefur örugglega hjálpað þeim að hafa þenn- an félagsskap. Við gerðum ýmislegt, sömdum okkar eigin revíur og sýndum. Einu sinni fórum við til Svíþjóðar og sungum og lékum og það var alveg ofsalega gaman. Það var í sambandi við þetta sem ég fór í fyrsta sinn til Dan- merkur. Þá var „Nordisk ungdom“ á Krogerup Höjskole og við fórum þangað. Það sem ég man best frá þessari ferð er ísinn, sem ég fékk í Kaupmannahöfn. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk rjómaís - núggat rjómaís. Isinn í Finnlandi var svo vatnsblandaður, svona eins og krap, en rjómaísinn var óskaplega góður. Þarna hittist ungt fólk frá öllum Norðurlöndunum og þarna hitti ég Islendinga í fyrsta sinn. * Astin kemur til sögunnar Næsta ár var þetta mót haldið í Finnlandi og þá hitti ég Vilhjálm. Við höfðum verið að sýna revíu í Svíþjóð og vorum á heimleið og vorum þá samferða Vilhjálmi og Ásdísi Ríkhardsdóttur og Grími Norðdahl, sem voru á leið á mót hjá Nordisk ungdom. Af einhverjum ástæðum höfðu þau þrjú aðeins tvær kojur á ferjunni, svo ég fór að leita. Ég fann nú reyndar enga koju svo þau þurftu að vera öll saman. Við vorum svo öll saman á þessu móti í eina viku og eftir það byrjuðum við Vilhjálmur að skrif- ast á. Það var nú aldrei meiningin að þetta ætti að verða nokkuð. En svo kom Vilhjálmur út um jólin og það sem er svo skrítið við þetta allt saman er að ég átti móður- bróður, sem hét Vilhelm. Hann var ógiftur en við sungum mikið saman og vorum svo góðir vinir. Hann veiktist þennan vetur og dó rétt eftir nýárið og það er svo skrítið að það kemur svona maður í manns stað. Vilhjálmur og Vilhelm er sama nafnið og þeir voru báðir fæddir 1. júní. Þessi móðurbróðir minn var mjög hæfileikaríkur. Hann saumaði, hann söng, hann spilaði á hvaða hljóðfæri sem var og kom oft til okkar á sunnudögum. Þá sátum við úti í garði og sungum og hann sótti gítar eða harmóníku eða annað hljóðfæri. Hann dó ungur, um fimmtugt. Karlmenn í kringum mig deyja oft um fimmtugt, þetta er nú kannski ekki svo ungt. Islandsferð Ingu Við giftum okkur heima í Finnlandi. Presturinn kom heim og það var nú ekkert stúss eða vesen í kringum það. 292 Heima er hest

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.