Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 33
geltandi fram á tæpustu brúnina og á sama augnabliki var hann horfinn. Ama varð svo mikið um er hann sá hundinn hverfa, að hann rak upp hljóð, því honum þótti auðsætt að hundurinn hefði drepið sig þama viljandi. Hann skyggndist um og hlustaði en heyrði ekkert nema vindgnýinn niðri í hömrunum. Varð honum þá litið til hliðar við sig. Sá hann þar þá skammt frá sér svarta þústu eða dökka, sem hann áleit vera klettana hinum megin við Ófærugil. Þama ofan í þetta ginnungagap hafði hundurinn steypt sér. „Veslings Dindill! Honum hefur eflaust orð- ið fótaskortur, því enginn drepur sig viljandi.“ Þegar hann var að hugsa um þetta heyrði hann hundinn gelta ör- skammt fyrir neðan sig. Hélt hann þá að hann hefði hrapað ofan á klettasyllu og myndi inn- an skamms hrapa alveg ofan fyrir flugið. Vildi hann þá verða fyrri til að bjarga honum ef hann mætti og gleymdi nærri því hættunni, sem hann var sjálfur staddur í. Rak hann stafinn af alefli ofan í hamarinn, svo hann stóð þar fastur og ætlaði síðan að skyggnast fram af brúninni en hann var tæpar en hann hugði og hált var á brúninni, svo hann hrapaði fram af. Lokaði hann þá augunum og þóttist vita að þetta yrði síðasta augnablikið, sem hann lifði. Fannst honum hann vera óra- tíma að falla en að lokum féll hann ofan í mjúkan skafl. Var hann þá svo eftir sig, bæði af hræðslunni, sem hafði gripið hann og af loftförunum, að hann lá í skaflinum um stund. Fann hann þá að eitthvað var að fitla við vangann á sér. En þegar hann leit upp sá hann að þar var þá Dindill kominn og var ljóslifandi. Trúði Arni varla sínum eigin aug- um, að þeir væru þama báðir lifandi og ómeiddir. Þóttist hann nú vita að hann sæti þarna á örmjórri kletta- syllu og þorði því ekki að hreyfa sig hið minnsta. Brúnina, sem hann hafði hrapað fram af sá hann óljóst bera við loftið, en hæðina gat hann ekki greint vel. Þó sýndist honum hún í fjarska. En mikið létti honum við það að tröllin voru nú búin að slökkva, því ljósbirtu sá hann nú hvergi. Allt í einu heyrði hann hóað hátt og hvellt nálægt sér og í sama bíli sá hann mannaljós. Stökk hundurinn óðara upp geltandi og hljóp frá Arna. „Hana, þar kemur tröllkarlinn. En mér sýnist hann mikið minni en ég. Eg held ég verði að reyna að verja mig þó ég sé illa fyrirkallaður. En stafurinn, ó, hann varð eftir upp á fjalli. Eg er alveg glataður maður.“ En Ami hafði nú ekki langan umhugsunartíma því hundurinn kom á harðastökki og flaðraði upp um hann og á eftir honum sá hann mann koma með ljós í hendi. Arni varð nú reglulega hræddur. Hann velti sér á magann stynjandi og kallaði upp mjög skrækhljóða: „Hvað er á ferðinni?“ „Sérðu ekki að það er maður?“ var kallað aftur. „Maður, nei, nú gengur alveg fram af mér,“ tautaði Ami. „Einhver að smala við ljós efst upp í Ófærugili og það hánóttina í þessu veðri. Þetta er enginn mennskur maður og fyrst það er ekki tröll þá hlýtur það að vera huldumaður. „En ertu þá reglulegur maður? Eg meina kristinn eins og ég,“ kallaði Ami og var nú farinn að hressast í rómnum. „Hvað heldurðu. Held- urðu að ég sé ekki menn- skur maður. En hvers vegna gafstu ekki hljóð frá þér áðan þegar ég var að hóa?“ spurði maðurinn. „Hvem fjandann hefði ég átt að gera með að fara að gala líka. Eg er heldur ekki að leita að neinum kindum,“ svaraði Árni. „En hvað ertu að gera?“ spurði maðurinn. „O, ég hef nú svo sem haft nóg að gera í kvöld. Alltaf verið að villast og svo alltaf að biðja fyrir mér þess á milli, ég meina þegar ég hef haft tíma til þess,“ sagði Árni. „Datt þér ekki í hug að hóa ef einhver kynni að heyra til þín?“ spurði aðkomumaður og lýsti framan í Árna. „Nei er ekki Ámi í Klömbrum kominn hér,“ varð honum að orði. „Það hefði nú verið til nokkurs að Heima er best 317

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.