Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 21
Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Eyvindarstöðum
Dreymt fyrir and-
láti eiginmanns
og barna
Ef til vill er það eins og að bera í bakka-
fullan lækinn að ég fer að skrifa um
drauma, þar sem skráðar eru í báðum bók-
unum hans Halldórs Péturssonar ótal frá-
sagnir um dulsýnir og drauma sem bæði
móður mína og okkur systkinin hafði
/
dreymt. Eg var sannast að segja búin að
gleyma þessum draumum, sem ég ætla nú
að segja frá. En nú fyrir nokkru skaut
þessu upp í huga minn þegar verið var að
tala um drauma. Mannsheilinn virðist hafa
ótal minnishólf, þar sem margt er geymt,
sem við munum alls ekki eftir nema ef eitt-
hvað verður til þess að þessu skýtur allt í
/
einu upp úr hugarfylgsni manna. Eg ætla
að senda Heima er bezt þessa drauma því
mér finnst þeir vera vel þess virði að birt-
ast á prenti. Hefst þá frásögnin.
óðir mín var tvígift. Hún missti fyrri manninn
eftir nokkurra ára sambúð. Þá stóð hún ein uppi
með þrjá unga drengi og hafði enga fyrirvinnu.
Þá réðst faðir minn til hennar sem vinnumaður. Hann var
fæddur og uppalinn í Vopnafirði en var Þingeyingur í
báðar ættir. Þegar hann var orðinn fulltíða maður fór
hann í vinnumennsku upp á Fljótsdalshérað og var þar í
nokkur ár. Hann réðst svo í vinnumennsku upp á Fljóts-
dalshérað og var þar í nokkur ár. Síðan fór hann í vinnu-
mennsku til mömmu eins og áður segir.
Að dálitlum tíma liðnum giftust þau og blómgaðist bú
þeirra vel. Faðir minn var að allra sögn, sem til þekktu,
afar duglegur maður og verkhagur og virtist þetta því allt
ætla að ganga að óskum hjá þeim.
Þegar faðir minn var á Héraði var þar mikið um berkla-
veiki og mátti segja að á tímabili væri einhver berkla-
sjúklingur á hverjum bæ, enda var þetta á þeim árum sem
berklaveiki var hvað skæðust hér á landi. Ekki tók samt
faðir minn veikina og þótti það vel sloppið. Gekk nú allt
vel hjá foreldrum mínum í nokkur ár. Þá er það haust
nokkurt að faðir minn fer að fá sár utan á hálsinn, sitt
hvorum megin, sem vildu ekki gróa. Sagði læknir, sem
þá var á Vopnafirði, að þetta stafaði af bólgnum hálskirtl-
um en væri ekkert hættulegt. Sagði þó að það yrði að
hirða sárin vel og ráðlagði einhver lyf. Það þurfti nú ekki
að segja mömmu það, því hún var mjög þrifin og nærfær-
in við sjúklinga.
Leið svo fram á vetur að sárin greru ekki en versnuðu
heldur ekki. Þá fór þetta allt í einu að versna og hann fór
að fá kvalir í höfuðið. Hélt þetta svo áfram að versna þar
til hann gat ekki lengur verið á fótum. Var hann þá fluttur
í sjúkraskýli í kauptúninu, sem nýbúið var að byggja því
Heima er best 305