Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 9
Húsið sem hjónin byggðu sér í Neskaupstað. Svo lögðum við af stað til íslands í september. Fyrst fór- um við til Kaupmannahafnar og vorum þar í nokkra daga og svo fórum við með Gullfossi til íslands og það er ferð sem maður gleymir seint. Það var svo mikill stormur, að stundum lá maður á haus og stundum í fætuma og alla vega. Enginn átti mikla peninga svo við fórum eins ódýrt og við gátum og ég var í klefa með fjórum konum og Vil- hjálmur í klefa með fjórum körlum. Við vorum bæði svo sjóveik þarna á leiðinni til íslands og við vissum ekki hvort hitt var lifandi. Einu sinni sendi hann mér bréf með skipsjómfrúnni og svo skrifuðumst við á. Það var ekki nóg með að ég væri sjóveik heldur fékk ég martröð líka. Eg er viss að stelpurnar, sem voru með mér í klefanum, héldu að ég væri að deyja. Það var indælt að fá fast land undir fætuma í Leith. Siglingin frá Skotlandi til Islands gekk betur. Við vorum svo í Reykjavík í nokkra daga áður en við fórum með rútu til Austurlands og ég var nú svo aldeilis hissa þegar ég sat í þessari rútu því ég hafði aldrei séð svona vegi. Þetta var beygja eftir beygju og upp og niður og bílstjórinn horfði bara í spegilinn til að skoða einhverja stelpu en horfði aldrei á veginn og ég hélt að við mundum aldrei komast til Akureyrar. Eg var auðvitað bílveik og það var nú ekki að furða því þá var ég ólétt að Pella. Við gistum svo á Akureyri og fórum þaðan með rútu með honum Fúsa á Reyðarfirði (Sigfúsi Haukssyni). Þegar við fórum upp í rútuna hjá Fúsa sagði Vilhjálmur við hann: „Nú keyrir þú vel, svo finnska frúin mín verði ekki veik,“ - og það gerði hann. Við biðum svo á gistiheimilinu á Egilsstöðum eftir því að verða sótt. Ég man hvað mér fannst gistiheimilið vera í fallegu húsi og svo kom frú Fanney með sitt fallega hvíta hár og hún tal- Benedikt, Valborg og Inga Þóra á tröppunum heima í Neskaupstað. Kennarar við Alþýðuskólann á Eiðurn: Trausti, Vilhjálmur, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, Armann Halldórsson og Halldór Sigurðsson. aði svo fína dönsku. Ég hugsaði með mér að hún hlyti að vera greifafrú, hún var svo - eins og maður segir - svo virðuleg. Við fórum svo út í Eiða og Þórarinn Þórarins- son skólastjóri og kona hans tóku á móti okkur og við fengum nýjan silung og krækiberjagraut á eftir. Eldskírnin Vilhjálmur var svo að kenna þarna á Eiðum og við bjuggum fyrst á efstu hæð heimavistarinnar en fengum Heima er best 293

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.