Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 4

Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 4
Ágætu lesendur. Nú er blessuð jarðarkúlan farin að halla sér æ meira á þá hliðina sem jafnan er okkur íbúum hennar á norður- hvelinu heldur hliðhollari. Dagarnir lengjast býsna hratt og birtan tekur smám saman völdin. Og áður en nokkur veit af verður vorið komið með öllum sínum fyrirheitum, blæbrigðum og iðandi lífi. Mörgum finnst vorið vera einhver fegursti og skemmtilegasti tími ársins, allt er að vakna til lífsins og fram undan er „betri tíð með blóm í haga,“ eins og segir á góðum stað. Líklega hefur draumurinn um komandi vor verið öllu sterkari og fögnuðurinn um fyrstu merki þess verið meiri á öldurn áður heldur en við kannski getum gert okkur í hugarlund í dag. Matur handa mannfólkinu og hey handa skepnunum hafa sjáfsagt oftast nær orðið í rýrara lagi þegar leið að lokum vetrar, híbýlin rök og köld. Þau fyrirheit sem vorið gaf hljóta því að hafa oft verið dýr- mæt fólki á harðbýlu ísalandi. Og vel var tekið eftir fyrstu vorboðunum, sem oftast nær voru fyrstu farfuglarnir sem komu til landsins hvert vor. Það að þeir skyldu vera komnir hingað norður í kuldann úr sínum hlýrri vetrardvalarstað hlaut að merkja það að nú væri skammt í betri tíð á landinu kalda. Varla gat blessuðum fuglunum skjátlast í þeim efnum, enda voru þeir eitt af þeim atriðum sem fólkið notaði til þess að lesa í framvindu náttúrunnar. Þeir bjuggu yfir óþekktri visku eða skynsemi sem gerði þeim kleift að sjá fyrir væntanlegar breytingar í fari náttúrunnar. Og á það trúði margur maðurinn og sjálfsagt með réttu að mörgu leyti. Þegar maður heyrir orðið „vorboði“ þá kemur eins og ósjálfrátt upp í hugann þrösturinn, „vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer,“ eins og segir í alkunnu kvæði. Og einhvem veginn hefur manni fundist að lóan og þröstur- inn væru hinir eiginlegu vorboðar. Reyndar hefur hin langfleyga kría tengst þessu líka en þá kannski frekar í þá veru að með komu hennar væri vorið endanlega komið. Hún kentur einna síðust farfuglanna og fer aftur með þeim fyrstu. Það er náttúrlega ekki undrunarefni að hún skuli standa frekar stutt við því leiðin sem hún ieggur undir vængi er heldur betur lengri en nokkurt steinsnar, því eins og kunnugt er flýgur hún í leit sinni að hinu eilífa vori nánast á milli póla jarðarinnar, og er það svo sannarlega ekki lítið afrek af ekki stærri fugli. En nú eru greinilega uppi nýir tímar. Þessi gömlu, trt(ffnnny> góðu og hlýlegu vorboðar eru nú, að því er virðist, óðum að víkja fyrir öðrum og hingað til óþekktari í þeirri merkingu. Nú er maður sem sagt farinn að heyra æ oftar talað um skúminn og sílamávinn, þann tiltölulega nýja landseta, sem fyrstu vorboðana. Verður nú að segjast að maður vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar þessir „vorboðar“ tóku að heyrast nefndir á nafn sem slíkir í fréttum og daglegri umræðu. Og ekki hvað síst fyrir þá staðreynd að þessir fuglar koma til landsins um mánaðamótin janúar/febrúar ár hvert, samkvæmt síðustu fréttum a.m.k. Þykir manni því eiginlega vera farið að teygjast býsna mikið úr vorinu þegar talað er um að fyrstu boðberar þess séu fuglar sem koma á þessum tíma. Það er ekki meira en svo að þarna slitni á milli hausts og vors ef strangt væri eftir farið. Einhvern veginn á maður nú dálítið erfitt með að fella blessaðan skúminn inn í ímynd _____________________ „vorboðans ljúfa“ því alltaf hefur mér fundist hann frekar grófgerður fugl tilsýndar og jafnvel nokkuð árásargjarn ef því var að skipta. En svona breytast tímarnir og mennirnir með. Skúmurinn og sílamávurinn eru sem sagt að taka við hlutverki fyrstu „vorboðanna ljúfu“ í hugum íslenskra fréttamanna og sjálfsagt ýmissa fleiri í kjölfarið. Mér fyndist eiginlega öllu réttara að kalla þá fyrstu „vetrargosana“ þar sem þeir koma nánast á miðjum vetri og vísa þá jafnframt til jurtar sem kemur snemma undan snjó. Ferðalög fuglanna eru aðdáunarvert fyrirbæri, ratvísi þeina og dugnaður á ótrúlega löngum leiðum til hlýrri heimkynna. Og stórmerkilegar voru þær niðurstöður sem fuglafræðingar fengu með því að festa gervihnatta- móttakara á álft eina skagfirska fyrir ekki löngu til þess að komast að því hvernig flugi hennar með fjölskyldunni til Evrópu væri háttað. Allt fram að því að þessi tilraun var gerð höfðu menn talið að álftirnar flygju á milli landa í mikilli hæð þar sem misvindi gætti síður. Var jafnvel talað um í því sambandi sömu hæð og farþegaþotur fljúga í. En mikil var undrun manna þegar í ljós kom að flughæð þeirra yfir hafið var heldur betur neðar en áður var talið. í ljós kom sem sagt að þær flugu alla leiðina að meðaltali í 30 metra hæð yfir sjó. Svona getur mann- Framhald á bls. 69 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.