Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 5
Mikið
rtr
a£ni
Sigurður Bosi Sævarsson rœðir við
athafnamanninn os ofurhusann
s
Asa Markús Þórðarson á Evrarbakka
Sumir menn virðast aldrei slaka á, þótt árin
færist yfír þá, og þeir búa yfír snerpu æsku-
mannsins allt sitt líf. Þeir eru alltaf með verk-
efni á prjónunum og aldrei í rónni og virðast
alltaf hlakka til morgundagsins. Þeir hafa áork-
að miklu og oftast á sviðum, þar sem aðrir hafa
ekki haslað sér völl. Þegar verkefnið er komið á góðan
rekspöl, eru þeir vísir til að fela það í hendur annarra
og snúa sér að því næsta.
Eitthvað á þessa leið mætti lýsa eðli viðmælenda
okkar, Ása Markúsar Þórðarsonar, athafnamanns á
Eyrarbakka, sem er „alltaf á iði,“ svo notuð séu orð
hans sjálfs. En líf Ása hefur ekki alltaf verið blóma-
brekka. Hann hefur verið heilsutæpur nær alla ævi og
varð fyrir tólf árum fyrir því áfalli að missa tvo syni
sína í sjóslysi. Það segir hann hafa verið sér mikið
áfall og það atvik sé oft í huga sér. Hafi hann því
fundið sér hugsvölun í viðfangsefnum, sem sér þyki
spennandi. Athafnaþráin sé sér í seinni tíð góð til að
vinna sig út úr sorginni.
Heima er bezt 41