Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 11
vorum sem ein heild. Buddan var alltaf ein og hina sama,
ef þeir voru blankir var ég það líka. Annað var eftir
þessu. Ég og strákarnir vorum ævinlega einn og sami
hópurinn og mörgum þótti þetta sérstakt. Strákarnir áttu
líka frekar fáa vini, en þess heldur sátum við öll fjöl-
skyldan hér heima og spjölluðum saman. Lögðum á ráðin
hvað næst skyldi gera í útgerðinni. Þegar ég lít til baka,
finnst mér að við þetta sjóslys hafi lífsstarf mitt farið fyr-
ir ekkert. Hefði allt gengið eftir, væri ég sjálfsagt enn á
kafi í útgerð, og þegar þú nefnir það koma mér Samherja-
bræður á Akureyri í hug, enda eru það samrýmdir og
duglegir menn.“
Kaflaskil í lífinu
Sem gefur að skilja urðu ákveðin kaflaskil í ævi Asa
Markúsar, þegar synir hans tveir féllu frá með svo svip-
legum hætti. Hann segir, að tvö ár hafi tekið sig að ná átt-
um á nýjan leik og fljótlega eftir það, eða árið 1986, hafi
hann aftur hellt sér út í framkvæmdir. Það ár hætti hann
eftir 10 ára starf sem kokkur á Litla-Hrauni, sem hann
hafði lengst af sinnt samhliða útgerðinni með sonum sín-
um. Það var árið 1986 sem Asi opnaði matvörurversluna
Olabúð ásamt Aðalheiði, eiginkomu sinni. Þá verslun rak
hann í um tvö ár. Arið 1989 tók hann svo við rekstri sölu-
skálans Assins, sem var í eigu Olís og Ola Kr. Sigurðs-
sonar. Þeim rekstri hætti Asi árið 1990 vegna heilsu-
brests. Enn önnur önnur verkefni tóku við þegar Eyjólfur
hresstist.
I dag er Asi Markús í rekstrarstjórn Sólvalla, dvalar-
heimilis aldraðra á staðnum, vasast í að koma Eyrarbakka
inn á kortið sem ferðamannastað og er jafnframt umboðs-
maður fyrir Morgunblaðið á Eyrarbakka.
Sólvellir eru
atvinnuskapandi
Um hin verkefnin sem hér eru nefnd segir Asi, að það
hafi verið árið 1982 sem hann byrjaði í félagi við aðra að
vinna að framgangi þess, að dvalarheimili fyrir aldraða
yrði sett á fót á Eyrarbakka. Var í bígerð að nota til þess
gamla læknisbústaðinn á staðnum. Heil hersveit manna
úr heilbrigðisráðuneytinu var væntanleg til skrafs og
ráðagerða við Ása og fleiri um þetta mál þann 7. septem-
ber 1983, daginn sem synir hans fórust. Því lenti málið
eðlilega í saltpæklinum og lá þar í tvö ár. Árið 1985 var
farið aftur af stað. Haustið 1987 var dvalarheimilið, sem
hlaut nafnið Sólvellir, tekið í notkun. Þar eru nú 17 vist-
menn og starfsmenn um 10 talsins.
„Þetta dvalarheimili er ekki aðeins hagur fyrir gamla
fólkið, heldur allt byggðarlagið. Þetta er atvinnuskapandi
og styrkir byggðarlagið þannig á ýmsan hátt,“ segir Ási.
Hann bætir því jafnframt við, að framkvæmdir við Sól-
velli, það er endurbætur á gönrlu húsi og síðar stækkun
/ Eyrarbakkafjöru. Asi Markús og sonardóttir hans og
eina afabarnið, Asa Magnea. Ládautt var ífjörunni, þeg-
ar þessi mynd var tekin, en stórkostlegt að horfa á svarr-
andi brimið leika við hlein í illviðrum. A slíkum stundum
segirAsi, að áhugavert séfyrir túrista að koma og sjá
brimið, og vill hann markaðssetja slíkar ferðir til Eyrar-
bakka. Ljósm: Sig. Bogi.
þess, hafi kostað um 25 milljónir króna og þar af sé stór
hluti tilkominn með samskotafé Eyrbekkinga, og sumir
vistmenn hafi arfleitt Sólvelli að eigum sínum. Allnokkr-
ir fjármunir hafi svo fengist úr Framkvæmdasjóði aldr-
aðra.
Ferðaþjónusta á mikla möguleika
Hvað ferðaþjónustuna varðar, tóku Ási og félagi hans,
Þór Hafdal, fangavörður, sig til og keyptu gamalt hús á
Heima er bezt 47