Heima er bezt - 01.02.1995, Page 13
Islenskir
þjóðhættir
úr safni þjóðar
í HEIMA ER BEZT
hefur nú göngu sína nýr
efnisliður, sem unninn
verður í samvinnu við
þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafns Islands.
Hugmyndin er, að þátt-
urinn verði öðru hverju
í blaðinu, nokkuð eftir
efnum og ástæðum
hverju sinni, stundum í
hverju blaði, stundum
með einhverjum hléum.
átturinn mun að mestu leyti
l]|verða byggður á spurninga-
skrám þjóðháttadeildar, sem
hun sendir reglulega út til fastra
heimildamanna og afmarkaðra hópa
fólks í þjóðfélaginu í leit sinni að
svörum við ýmsum siðvenjum og at-
höfnum í daglegu lífi fólks áður fyrr.
Gengi þáttarins mun byggjast
verulega á þeirri svörun, sem
við munum fá frá lesendum
blaðsins, og viljum við endi-
lega hvetja þá, sem að ein-
hverju leyti þekkja til þeirra
atriða, sem spurt er um hverju
sinni, að senda okkur svör og athuga-
semdir sínar um viðkomandi atriði.
Svörin við hverri spurningu þurfa
alls ekki að vera löng, því að allt
kemur að gagni. Ekki er heldur nauð-
synlegt fyrir hvem og einn að svara
öllum spurningunum. Nóg er að
svara þeim, sem viðkomandi telur sig
þekkja til og hafa svör við.
Æskilegt er að svarað sé skriflega,
en fyrir þá, sem einhverra hluta
vegna hafa ekki tök á því, er hægt að
hringja beint til þjóðháttadeildar í
síma 28888, og mun starfsfólk henn-
ar skrá niður viðkomandi upplýsing-
ar.
Það mun svo vinna úr öllum svör-
um, sem berast, og birta nokkm síðar
í HEIMA ER BEZT útdrátt úr þeim
fróðleik, sem þannig hefur borist.
Þjóðháttadeildin vinnur nú að
spurningaverkefni, sem hún nefnir
„Gömul læknisráð.“ Er þar verið að
leita að margvíslegum svörum við
spurningum um ráð manna við ýms-
um kvillum og slysum, meðan heil-
brigðisþjónusta og lyfsala var enn lítt
þróuð, læknar fáir og langt eða
erfitt að ná fundi þeirra.
Þar sem næsta ómögulegt
er að ná því að spyrja um
allt það, sem til greina getur
komið á þessu sviði mannlífs-
ins, biðjum við lesendur að tína
einfaldlega allt það til, sem þeim
kemur í hug, þótt ekki sé um það
spurt sérstaklega.
Fyrsta viðfangsefni þessa þáttar,
„Gömlum læknisráðum,“ munum við
skipta í þrjá hluta. Spurningarnar eru
margar, og munum við því birta þær í
þremur tölublöðum. I þessu blaði
verða það spurningar um meiðsli,
smitsjúkdóma og tímabundin veik-
indi.
Ekki er nauðsynlegt að bíða með
að senda okkur svör, þar til allir þrír
hlutar spuminganna hafa birst, ágætt
er að fá svör við hverjum þætti sér-
staklega.
Auk spurninganna um gömlu
læknisráðin hefur þjóðháttadeildin
áhuga á að fá upplýsingar frá fólki
Heirna er bezt 49