Heima er bezt - 01.02.1995, Side 15
13. Voru ferskar jurtir lagðar við sár?
Gátu þær verið mismunandi eftir
því, hvort sárið var á karli eða
konu?
14. Hvemig var græðisteinn notaður
og úr hveiju var hann?
15. Kannast menn við, að gott þætti
að bera myglu, tað eða tóbak á sár
eða leggja eirpening við?
16. Kannast menn við að hundur væri
látinn sleikja sár? Þekkja menn
orðtækið „Kattartungan særir,
hundstungan græðir?“ Hvað fólst
íþví?
17. Hvað var gert til að draga út ígerð
eða mar?
18. Hvers konar fmgurmein vom
ILLA og BROMSA?
19. Kom það fyrir, að heimamenn eða
aðrir leikmenn saumuðu saman
sár eða byggju um beinbrot?
Hvernig fóru þeir að? Nefnið
dæmi.
20. Getur heimildamaður sagt frá
skurðaðgerðum lækna og jafnvel
leikmanna, sem hann man eftir
við erfiða aðstöðu? Munið þið eft-
ir, að stofuborð eða hurð væri not-
uð við holskurð eða aflimun?
21. Hvemig var brugðist við kali?
Þekkir heimildamaður dæmi um
langvarandi áhrif kals? Var hægt
að verjast kali með smyrslum eða
öðmm ráðum?
22. Þekkja menn þulur eða málshætti
um útlit sára og hvað af því mætti
ráða um afleiðingar þeirra?
B) Smitsjúkdómar og
tímabundin veikindi
23. Hverjir vom algengustu sjúkdóm-
ar á heimili þínu og þar sem þú
þekktir til?
24. Hvaða fyrirbyggjandi ráðstafanir
voru gerðar á heimilum til að
forðast smit, þegar flensufaraldur,
mislingar eða önnur skæð pest
gekk um byggðir?
25. Hvemig var reynt að bregðast við
berklum eða annarri brjóstveiki?
26. Þekkti heimildamaður aðstæður
hjá berklasjúklingum?
27. Hver era kynni heimildamanns af
bamaveiki? En stífkrampa?
28. Hvemig lýsti svonefnd taugaveiki
sér? Vöm einhverjar fyrirbyggj-
andi aðgerðir hafðar í frammi til
að spoma við þeim sjúkdómi?
Hvað var helst reynt að gera fyrir
taugaveikisjúklinga?
29. Hvað merktu á þínum slóðum
sjúkdómsheitin LÍFSÝKI og
KALDA?
30. Hvaða skilning lögðu menn í orð-
ið pest?
31. Hvemig var hægt að losna við
njálg? Kannast heimildamaður
við, að fólk væri látið drekka vatn
blandað með sóti?
32. Hvaða ráð kunni fólk við höfuð-
verk, magakveisu, brjóstsviða,
hlustarverk og öðrum verkjum?
Var eitthvert gott ráð til við niður-
gangi?
33. Hvemig var reynt að lækna háls-
bólgu eða kverkaskít?
34. Hvað var gert við svíðandi augu,
vot augu eða augnasár?
35. Hvemig var reynt að stöðva blóð-
nasir?
36. Hvemig var bmgðist við lungna-
bólgu?
37. Hvaða ráð voru til við bamsfarar-
sótt?
38. Hvað var gert við krakka sem
veiktust eftir kúabólusetningu?
Hver annaðist bólusetningu, hvar
og hvenær?
39. Hvað var reynt að gera vegna
þvagteppu, gallsteina, nýmasteina
og slíkra innvortis sjúkdóma?
40. Kannast menn við gulu eða gulu-
sótt og ráð við henni?
41. Hvað gerðu konur til að lina blóð-
verki?
42. Þekkir heimildamaður einhverja
aðferð til að stöðva náristil? Hvort
notaði fólk orðið ristill eða nárist-
ill um þennan sjúkdóm?
43. Hverjum var hættast við að fá
heimakomu og hvemig var þessi
sjúkdómur meðhöndlaður?
Fœðingartœki úr eigur Tomas Klog
landlæknis. Fæðingartöng, höfuðbor
og fœðingarkrókur.
44. Urðu menn varir við kynsjúk-
dóma? Hvaða orð vom einkum
notuð um slrk fyrirbæri?
45. Hvað var gert fyrir giktveika?
46. Hvemig var bmgðist við tannpínu
og öðrum tannsjúkdómum? Hafa
menn heyrt um notkun háfþoms
eða líkkistunagla í því skyni?
Heima er bezt 51