Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Side 16

Heima er bezt - 01.02.1995, Side 16
Björnssonar (1905-1989) lœknis. 47. Hvemig var reynt að losna við tennur án þess að leita tannlækn- is? Hvemig brást fólk við tann- læknum? 48. Oft er talað um, að fólk hafi þjáðst af svefnleysi. Hver var tal- in helsta ástæða þess og hvemig var bragðist við því? 49. Hvaða ráð vom reynd við hiksta? 50. Hvemig var brugðist við lystar- leysi? Þorrablót Þjóðháttadeild Þjóðminjasafn ís- lands hefur safnað töluverðu efni um þorrablótssiði í eldri tíð. Hins vegar hefur orðið útundan að huga að breytingum, sem orðið hafa á síðustu áratugum, en vitað er að þær eru nokkrar og jafnframt oft bundnar héruðum. Þess vegna leitar deildin nú eftir upplýsingum um þorrablóts- hald síðan hin nýja flóðbylgja þorra- blóta hófst. Tímabilið, sem nú er spurt um, nær allt fram í nútímann, og eins og gefur að skilja geta menn þá svarað spurningum um þetta, þó að þeir séu bráðungir, jafnt og hinir sem eldri eru. Hér á eftir fara nokkur atrið, sem menn eru beðnir að velta fyrir sér, og helst að skrifa svörin niður á blað og senda þjóðháttadeildinni eða Heima er bezt. 1. Hverjir standa fyrir þorrablótum, þar sem þú þekkir til, og hversu lengi hafa þeir gert það? Tengjast þau á einhvern hátt starfsemi átt- hagafélaga nú eða fyrr? Undirbýr sérstök nefnd þorrablótin? Hvern- ig er valið í hana og hvert er hlut- verk hennar ef svo er? fundi“ þar sem þeir sem eru í fé- lagi um trog hittast til að skipu- leggja trogið? Eru samkomur daginn eftir þorrablótið, þar sem trogfélagar hittast með fjölskyld- um sínum til að borða leifamar? 3. Teljið upp þorramatartegundirnar, sem eru venjulegar, þar sem þið þekkið til; súra, saltaða, reykta eða nýja kjötrétti t.d., brauð (laufabrauð?), mat úr sjó (hval, sel) og meðlæti? Hvað er nýlega komið til sögunnar (t.d. síld, majonessalöt, kaldar kótelettur) og hvað eru menn hættir að hafa 2. í hvernig húsnæði eru blótin haldin? Er raðað upp borðum eða raðað til borðs á sérstakan hátt? Er dansað í salnum þar sem menn borða (er salurinn ruddur áður en menn taka til við dansinn)? Segið frá skemmtiatriðum (eru t.d. ein- hver föst atriði). Hverjir sjá um þau og hvernig hefur þetta breyst? Hvemig tónlist er á þorra- blótum og hvað er dansað? 3. Hvenær byrja blótin og hversu lengi standa þau? Sjá veitingahús um þorramatinn eða koma menn með hann að heiman? Hvernig er hann borinn fram? Hvað ræður því, hvernig menn sameinast um trog, þar sem sá háttur er hafður á? Þekkja menn svokallaða „trog- (döndul, magála t.d.) síðan þið fóruð að stunda þorrablót? 4. Finnst ykkur viðhorf til þorramat- ar vera að breytast? Hvað finnst ykkur sjálfum um þennan mat? Hvað drekka menn með þorra- matnum? Hefur meðferð áfengis breyst á þorrablótum, síðan þú fórst að stunda þau? Hafið þið tekið eftir einhverju, sem er sér- stakt fyrir þorrablótin, þar sem þið þekkið best til? Hvað er langt síðan orðið „þorramatur“ varð al- gengt hjá ykkur. Við þiggjum með þökkum kveð- skap, sögur eða ljósmyndir, sem tengjast þessu efni. 52 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.