Heima er bezt - 01.02.1995, Qupperneq 17
Guðjón Baldvinsson:
Komdu
nú að
kveðast á
28. þáttur
jé ið höfum fengið ágætt vísnabréf frá Ólafi á Neðra-
m Mbæ, eins hann nefnir sig í bréfinu, og hefjum við
þáttinn nú á nokkrum vísna hans, en hann kallar þær
„nokkrar vísur um sól, ský, fjöll og fleira.“
Daginn lengir
Hopar njóla um hœnufet tilfalls,
fer á ról til svartra nátta vals.
Gyllir sólin hrúnir Bœjarfjalls,
bráðum hóla og lautir Selárdals.
Hattatíska
Kaldbakur
Skoðum Kaldbak skýjakljúf
skipta um svið sem jafnan ber,
hafandi sett á höfuð sér
hatt úrfönn með þokuskúf.
Sólin
Sól vel örtuð, svifalétt,
sést með skörtuð tygi;
hefur björt á höfuð sett
hatt úr svörtu skýi.
Séð á tunglskinsgöngu
Fjallaarmar firði lygnum
fast að barmi þrýsta sér.
Lýsir bjarmi loftsfrá skyggnum
lands á sjarma þar og hér.
„Húmar að kvöldi...“
Sólin kvíðir sökkva í æginn,
sem hún líður hafs að brún.
Nóttin bíður bak við daginn,
bráðum ríður yfir hún.
Ásmundur U. Guðmundsson frá Akranesi sendir okkur
eftirfarandi vísur og fylgja skýringar hans með:
„Margir sturlast af múgsefjun:"
Öldin brengluð víða er víst
vitið henglum rifið.
Soraenglar sína list
sýna þenglum lífið.
„Þessi er ný og nafnlaus:“
Slœðumfalda fjöllin há
frera valda tíðum.
Kalda aldan ærðistflá
undirhaldin hríðum.
„Þegar yfirlýstur kjósandi Framsóknarflokksins mætti
til vinnu eftir lasleika sögðu margir að hann hefði fengið
Framsóknarveikina:“
Margt er veldur þrautum þar,
þreki lyftfrá stalli.
Því veikinflúði Framsóknar
fljótust burt úr kalli.
Sigtryggur Símonarson frá Akureyri ljóðar eftirfarandi:
Á áttræðisaldri
Vart mig strit að vellifellir,
vex þó riðafótunum.
Heimaerbezt 53