Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 19

Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 19
Margrét Finnbogadóttir segir frá dulrænni reynslu sinni €n morguninn eftir bar svo við að hún vakti mig ekki. Mér er ákaflega minnisstætt hvað ég var móðguð út í hana fyrir það, því ég vissi að hún ætlaði að hafa svartfugl með rjómasósu í sunnudagsmatinn og það var það besta sem ég gat hugsað mér í mat. Ég vaknaði ekki fyrr en klukkan eitt og þá höfðu allir lokið sér af við matborðið. Þegar ég kom niður sagði húsmóðirin að mér hefði ekkert veitt af að sofa, því að það væri orðið svo stutt þangað til að barnið kæmi. „Það er naumast að þú telur þig vita,“ sagði ég, Hún svar- aði því svo sem engu en spurði: „Ertu komin með verki?“ Ég kvað nei við því og settist að snæðingi því að hún hafði geymt matinn fyrir mig. En nú brá svo ein- kennilega við að ég hafði enga mat- arlyst. Upp frá því fór þetta að byrja svona hægt og sígandi. Ég sagði ekki orð um það hvernig mér leið allan daginn og fram á kvöld, en hún fylgdist alltaf með og ég sá að hún vissi að þetta var komið af stað. A þessum tíma var engin sérstök fæðingardeild. Það voru bara tekin frá nokkur rúm til þessara hluta uppi á Landspítala, á efstu hæð. Þar réð ríkjum ljósmóðir sem var nokkuð stíf á meiningunni og ekki var leyfilegt Þriðji hluti Guðjón Baldvinsson skráði. að taka inn sængurkonu án þess að hún væri á staðnum. Nú stóð svo á að hún var í fríi til klukkan hálf- tólf, svo ég varð bara að þrauka > þangað til. En það fór nú svo að fæðingin fór af stað hjá mér áður en að því kom. Það var að sjálfsögðu hringt á lækni, svo og ljósmóður- ina, sem var reyndar stödd suður í Hafnarfirði í veislu. Það stóð heima, að þegar hún birtist í dyrun- um fæddist barnið. Það verð ég að segja að fyrir mig var þetta afskaplega óvenjuleg fæð- ing. Ég fann ekkert til. Það var eins og þetta væri allt eitthvað svo fjarri mér, það væri ekki ég sem væri að eiga barnið. Ég álít að það hafi ver- ið vegna hjálpar sem ég fékk annars staðar frá. Á meðan fæðingin stóð sem hæst spurði ljósmóðirin læknisfrúna hvort hún hefði sprautað mig. „Nei,“ svaraði hún, „þú vissir að ég kom hingað á eftir þér. Ég hélt að þú hefðir gert það.“ Ég var náttúrlega sprautuð til deyf- ingar en það breytti engu um líðan mína. Það var í rauninni ekki fyrr en ég átti annað bamið mitt sem ég gerði mér almennilega grein fyrir hversu lítið ég hafði fundið fyrir þessari fæðingu. Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.