Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 23

Heima er bezt - 01.02.1995, Síða 23
Guðlaug Pétursdóttir Hraunfjörð: Mtnningar frá Löngumýrt Haustið 1949 fórum við / Olöf systir mín með rútu frá B.S.Í. að Varmahlíð í Skagafirði. Ferðinni var heitið í Húsmæðraskólann að Löngumýri. Við vorum 17 og 19 ára, kátar og hlát- urmildar, eins og ungar stúlkur eru á öllum tímum. s I rútunni kynntumst við tveimur ungum stúdentum, sem voru á leið í orlof norður í Húnaþing. Við tókum tal saman, og þegar þeir vissu, að við værum að fara á „grautarskóla“ eins og þeir kölluðu það, trúðu þeir okkur fyrir því, að við myndum kannski læra að sjóða vatn, svo að það brynni ekki við. Tvær ung- ar stúlkur komu í rútuna á Hreðavatni. Þær voru vest- an úr Djúpi og urðu her- bergisfélagar okkar systra og góðar vinkonur. Guðlaug Pétursdóttir Hraunfjörð. ^Y^egar í Varmahlíð kom, leist II Jokkur ekki ú blikuna. Við vor- um allar með mikinn farangur, og það var 20 mínútna gangur niður að Löngumýri og ekki árennilegt að eiga að drösla þangað ferðakoff- ortum með níu mánaða farangri. En þá kom Páll Zophaníasson, góður vinur Ingibjargar, okkur til bjargar. Hann hringdi í fröken Ingibjörgu Jó- hannsdóttur forstöðukonu, en þeim var vel til vina, og sagði henni vand- ræði okkar. Var þá maður sendur með hestvagn til að sækja farangur okkar, en við töltum á eftir. Þessi maður kom okkur einkenni- lega fyrir sjónir við fyrstu sýn, en hann átti eftir að verða uppáhald og hollvinur okkar námsmeyja þennan vetur. Þetta var nefnilega sá frægi Reimar á Bakka. A Löngumýri var verið að smíða og múra um allt hús. Það var verið að ljúka við eldhús og heimavist, svo að kennsla gæti hafist. Eg held, að við séum fyrstu nemendumir, sem bjuggu í nýju byggingunni, sem fröken Ingibjörg réðst í að reisa af sinni alkunnu framsýni og dugnaði. Siri Deckert bjó þetta haust smá- tíma á Löngumýri. Þessi sænska listakona borgaði fyrir sig með því að mála listaverk á hurðir fataskápa í nokkrum herbergjum, minnisvarða um veru hennar á Islandi. Garðyrkjustörf voru snar þáttur í skólastarfinu. Daginn eftir komu okkar tókum við upp rófur og um vorið gróðursettum við trjáplöntur í nágrenni skólans. Ég gleymi aldrei þvottadögunum. A Löngumýri var vatnið óhæft til þvotta vegna þess hver það var leirkennt. Urðum við því að fara upp í Varma- hlíð til þvotta einu sinni í mánuði. Farið var með þvottinn á hestvagni. Reimar teymdi hestinn og hafði hund- inn sinn með, sem hann kallaði Héppaling. Lilja Sigurðardóttir hús- stjómarkennari gekk á undan og týndi upp glerbrot og spýtur af götunni, svo að hesturinn meiddist ekki. Við þvottakonurnar rákum lestina. Heima er bezt 59

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.