Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.02.1995, Qupperneq 24
Námsmeyjar, skólastjóri og saumakennari á Löngumýri í Skagafirði veturinn 1949-1950. Skólastjóri: Fröken Ingibjörg Jóhannsdóttir. Saumakennari: Fröken Björg Jóhannesdóttir. Þvottahúsið var byggt yfír heita laug og þakið var opið um mæninn, svo að gufan leitaði út. Eftir endi- löngu húsinu var steyptur stokkur, 30-50 cm á dýpt. Þar skoluðum við þvottinn eftir að hafa nuddað hann á bretti og undið. Síðan var gengið frá honum til heimferðar. Þarna var þvegið af um 50 manns og allt undið í höndum. Við höfðum með okkur kaffi á flöskum og héldum því heitu ofan í stokknum. Það var oft mikið spaugað og hlegið í laugarferðum. Þetta haust var ekkert slátrað í ná- grenni Löngumýrar vegna mæðu- veiki, svo að við vorum sendar til Víðivalla í sláturgerð í nokkra daga. Áður en lagt var af stað, lagði Reim- ar mér lífsreglurnar og bað mig þess lengstra orða að standa nú ekki uppi í hárinu á honum Friðjóni, en hann var fóstursonur Lilju og bjó á Víði- völlum. Ég var auðvitað á annarri skoðun, en uppgötvaði þegar í Víði- velli kom, að það var illmögulegt, maðurinn var sköllóttur. Helga Sigtryggsdóttir húsfreyja á Víðivöllum átti afmæli á meðan við vorum í sláturgerðinni og bauð okk- ur að þiggja hjá sér kaffi en baðst af- sökunar, hún ætti bara rusl með. Við töldum 13 sortir af smákökum á borðinu fyrir utan annað meðlæti. Við námsmeyjar, sem ekki komumst heim um jólin, höfðum kviðið því að vera fjarri fjölskyldum okkar, en ég held að við höfum allar orðið sammála um það eftir á, að þetta væru eftirminnilegustu jól, sem við höfðum lifað. Kennararnir okkar, þær fröken Ingibjörg, fröken Björg Jóhannes- dóttir og fröken Lilja voru allar fylgjandi gömlum og góðum norræn- um jólasiðum. Jólamaturinn var skammtaður í trog og átti að duga sem kvöldmatur fram á nýár. Það var hangilæri og svið, harðfiskur og smjör, bringukollur og slátur o.m.fl., að ógleymdu laufabrauðinu, sem skorið var út og bakað í marga daga fyrir jól. Það höfðum við námsmeyj- ar úr öðrum landsfjórðungum aldrei séð gert áður. Jólaguðspjallið var les- ið, hlustað á messu og sungnir jóla- sálmar. Að síðustu kom jólasveinn- inn og úthlutaði gjöfunum. Á jóla- dagsmorgun vöktu okkur þrjár lúsíur með logandi kerti á höfðinu og færðu okkur rjúkandi súkkulaði og smákökur í rúmið. Við urðum ekki lítið hissa, þegar þetta reyndust vera forstöðukonan og kennararnir okkar. Á gamlársdag héldu piltarnir í ná- grenninu brennu fyrir okkur Löngu- mýrarmeyjar og báru kyndla. Svo stigu þeir á skauta og sýndu okkur listir sínar. Við dönsuðum kringum bálið og fórum í leiki. Okkur var boðið til Hóla og þar hélt ein af námsmeyjunum, Olafía (Lóa) Salvars, ræðu sem vakti at- hygli. Hún sagði, að piltamir flykkt- ust úr sveitinni í bæina og stúlkumar fæm svo á eftir. En skólastjórinn á Hólum, Kristján, sneri dæminu við. Á Löngumýri var haldin sýni- kennsla fyrir konur úr sveitinni. Fröken Halldóra Eggertsdóttir náms- stjóri kom og sýndi okkur skugga- myndir af eldhúsinnréttingum, bama- leikföngum og aðferðinni við að þvo upp. Ekki hefur okkur veitt af, því að það hefir verið ævistarf okkar tlestra. 60 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.