Heima er bezt - 01.02.1995, Page 28
Franchezzo:
Ritað ósjálfrátt afA. Faranese
Formáli ritara frásagnar
Þessi frásögn var rituð fyrir rúmu
ári, og um leið og ég birti hana, geri
ég ekki kröfu til þess að vera höf-
undur hennar, þar eð ég hefl aðeins
gegnt hlutverki ritarans og ritað
eins satt og skilmerkilega og mér
var unnt það, sem andarithöfund-
urinn hefir falið mér að skrifa.
Hann er einn þeirra fáu fram-
liðnu anda, sem óskað hafa eftir því,
að ég skrifi fyrir ykkur, lesendur
góðir, um reynslu þeirra í „anda-
heimi.“
Eg varð að rita svo hratt sem
penni minn gat, og margar stað-
reyndir og ályktanir frásagnarinnar
brjóta að ýmsu leyti í bág við það,
sem ég áleit vera samkvæmt lífi og
lífsviðhorfum í „heimi andanna.“
Hinn framliðna rithöfund,
Franchezzo, hefi ég oft séð sem lík-
amning, og við ýmis tækifæri hafa
vinir hans í jarðlífinu þekkt hann
aftur.
Þar eð ég birti nú frásögn hans
eins og hann, sem framliðinn, birtir
hana, verð ég að leggja á hann alla
ábyrgð á skoðunum og lýsingum á
atburðarás þeirri, sem hann nú
greinir frá.
A. Faranese.
Þú vonarstjama, sem skín
til blessunar vegfaranda
á villustígum lífsins.
Kœrleikans englar, skýrið oss
frá því, hvort þið eruð
komnir til þess að vísa
þreyttum vegfaranda heim.
Tileinkun höfundar
Öllum þeim, sem berjast harðri
baráttu í myrkri, þoku, óvissu og efa
um það líf, sem fram undan er, til-
einka ég eftirfarandi reynslu manns,
sem kvatt hefir jarðlífið og farið yfir
landamæri hins óþekkta og dular-
fulla framhaldslífs, í þeirri von, að
þær upplýsingar verði viðvörun ein-
hverjum jarðarbúum, sem ganga veg
glötunarinnar, og gefi þeim tilefni til
umhugsunar, áður en þeir kveðja
jarðlífið hlaðnir syndum og án iðrun-
ar eins og ég.
Það er þá meðbræður mína, sem
ganga greitt leiðina niður á við, sem
ég gjarna vil ávarpa með þeim þrótti,
Þýðing: Guðbrandur E. Hlíðar
sem sannleikurinn orkar á þá, sem
ekki reyna að loka augunum fyrir
honum. Því ef eftirverkanir athafna í
jarðlífinu, sem lifað er í glaumi,
glysi og eigingimi, eru oft hörmuleg-
ar í jarðlífinu sjálfu, þá eru þær þó
mörgum sinnum örðugari í anda-
heimi, þar sem sálin stendur nakin
og berskjölduð í nekt syndarinnar
með hina andlegu sjúkdóma sálar-
innar, sem ekki er hægt að afmá án
lækniskrafts sannrar iðrunar og
heilsulindar eigin iðrunartára skýrt
stimplaða á sig.
Ég bið nú jarðarbúa að trúa því að
hinir þreyttu vegfarendur, sem farnir
eru þaðan, gætu snúið við til þess að
aðvara meðbræður sína í jarðlífinu,
gerðu þeir það mjög fúslega.
Ég vil gjarna gera mönnum ljóst,
að framliðnir menn, sem geta gert
sig sýnilega jarðarbúum, hafa mun
æðra hlutverki að gegna en aðeins að
hugga þá sem syrgja látna ástvini. Ég
vona, að jafnvel nú á elleftu stundu
mannlegs hroka og syndar, verði
yður ljóst, að hinn Hæsti hefir leyft
þessum öndum að birtast yður til
þess að fræða yður um framhaldslíf
þeirra, sem brjóta lögmál Guðs og
lög manna.
Ég vil að ónytjungurinn og sá hé-
64 Heima er bezt