Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Side 31

Heima er bezt - 01.02.1995, Side 31
gleði yfir því að ástvina mín var komin aftur til mín. Nú stóð hún nær mér og leit út eins og ég minntist hennar frá jarðlífi okkar, en hún var föl, sorgmædd og svartklædd. Stjaman var horfin, og alls staðar grúfði myrkur yfir, þó ekki lengur svartamyrkur, því að kringum hana mátti eygja daufa birtu, og í henni sá ég að hún hélt á blómum, hvítum blómvendi á milli handanna. Eg gekk nær henni og sá, að hún grét hljóðlega, um leið og hún lagði blómin á lága moldarhrúgu. Rödd hennar andvarpaði blíðlega: „Elskan mín, ástvinur minn, kemur þú aldrei framar til mín? Er mögu- legt að þú sért farinn þangað, þar sem ást mín getur ekki fylgt þér, þangað sem þú heyrir ekki rödd mína? Astvinur minn, ó, hjartfólgni ástvinur minn.“ Hún kraup á kné og ég kom nær henni, mjög nálægt, þó gat ég ekki snert hana, og þegar ég kraup niður, sá ég einnig þessa lágu moldarhrúgu. Eg fylltist skelfingu, því að nú vissi ég loksins, að ég var látinn og að þetta var gröf mín. 2. kafli Dauður, grafinn, hrópaði ég æðis- lega. Nei, vissulega ekki, því að þeir dauðu finna ekki lengur til, þeir verða að dufti, sem molnar burtu. Þá er öllu lokið, allt glatað þeim, sem skynja ekki lengur neitt. Þó er það mögulegt, að hin raupkennda lífs- skoðun mín sé röng og að sál hins framliðna lifi þrátt fyrir líkamsdauð- ann. Þannig kenndu prestar kirkju minnar, en ég hafði hætt þá sem guð- lastara og skálka, sem vegna eigin ávinnings boðuðu, að sálin mundi lifa áfram og kæmist aðeins til sælu himnarrkis gegnum hurð, en að henni höfðu þeir lyklavöldin, sem stjórnað var af gulli og fyrirmælum þeirra, en gullinu var varið til sálu- messu þeirra framliðnu. Prestar, sem göbbuðu einfaldar, óttaslegnar konur og ístöðulausa menn, sem svignuðu af ótta við hinar hræðilegu frásagnir um hreinsunareldinn og með líkama og sál reyndu að afla sér þeirra blekkjandi fríðinda, sem þeir boð- uðu. Eg hafnaði þeim öllum. Kynni mín af þessum prestum og hinu dulda hvatalífi þeirra voru of náin til þess að ég vildi ljá eyru þessum innan- tómu orðum og loforðum þeirra um fyrirgefningu, sem þeir gátu ekki veitt. Eg hafði sagt, að ég mundi horfast í augu við dauðann, þegar hann bæri að hendi, með hugrekki þeirra, sem þóttust vita að hann væri hin endanlegu endalok. Þegar prestarnir höfðu nú rangt fyrir sér, hver var þá sannleikurinn? Hver gat frætt okkur um framvind- una og hvort nokkur Guð væri til? Ekki lifendur, þeir höfðu allir sínar hugmyndir og getgátur, ekki þeir framliðnu, því að enginn þeirra kom aftur til þess að fræða okkur. Og nú hvíldi ég í þessari gröf, minni eigin gröf. Ástvina mín taldi mig látinn og stráði blómum á leiðið. Þegar ég virti fyrir mér þessa þéttu moldarhrúgu, var hún gegnsæ augum mínum og ég leit niður á kistu með nafni sjálfs míns og dánardegi rituðu þar. Gegnum kistuna eygði ég hinn fölgráa, þögula líkama og fannst sem ég lægi þar sjálfur. Mér til skelfingar sá ég, að þessi líkami var farinn að rotna og sú sjón var mjög fráhrind- andi. Eg stóð þarna með fullri meðvit- und og horfði niður í kistuna og á sjálfan mig. Eg þreifaði á hverjum lim og lét hendurnar leika um and- litsdrættina, sem voru mér kunnir og vissi, að ég var látinn og þó lifandi. Ef þetta var dauðinn, hlutu prestarnir þó, þrátt fyrir allt, að hafa á réttu að standa. Hinn dauði lifir en hvar og í hvaða ástandi? Var þetta myrkur ef til vill undirheimar? Mér gat varla verið fundinn annar staður, því að ég var svo fullkomlega glataður og svo fjar- lægur kirkju þeirra, að vart var hægt að finna mér stað, jafnvel ekki í hreinsunareldinum. Eg hafði slitið öll bönd við kirkju þeirra. Ég hafði hætt hana vegna þess, að mér fannst kirkja, sem um- bar smánarlegt líferni, hefði ekki kröfu á hendur neinum um forustu í andlegum efnum. Vitanlega voru til góðir og grand- varir menn innan kirkjunnar, en þar voru einnig margir, sem vegna lífern- is voru almennt umtals- og hlát- ursefni. Kirkja, sem gerir tilkall til að vera til fyrirmyndar, hrakti þó ekki frá sér slíka menn, sem lifðu svo smánarlegu lífi, þvert á móti hækkaði hún þá í tign og að völdum. Enginn, sem lifað hefir í ættlandi mínu og hefir séð með eigin augum hina alvarlegu misnotkun á valdi kirkjunnar, mun ekki furða sig á því, þó að þjóðin rísi upp og varpi af sér slíku oki. Þeir, sem hugleiða stjórnmála- og þjóðfélagsástand Italíu á fyrri hluta nítjándu aldar og það hlutverk, sem kirkjan í Róm átti í aðstoð við kúgar- ann til þess að þrengja frekar þá hlekki, sem bundu þjóðina, þeir, sem vita hvernig heimilislífið var gegn- sýrt af njósnum bæði lærðra og leik- ra, þar til fólkið óttaðist jafnvel að hvísla hugsunum sínum til nánustu ástvina, af ótta við að þær bærust prestinum, sem síðan flutti þær yfir- boðurum sínum, vita hve fangelsin voru troðfull af ógæfusömum mönn- um, jafnvel unglingum, sem ekki höfðu brotið af sér með öðrum hætti en sannri ættjarðarást og hatri á kúg- urum hennar. Ég segi þeir, sem þekkja allt þetta. Þá mun ekki furða á hinni ólgandi heift og heitu ástríðum, sem fylltu hjörtu sona Ítalíu og brutust að lok- um út í loga, sem slökkti trú manna á Guði og fulltrúum hans hér á jörðu. Þessu ástandi má líkja við beljandi straumfall, sem brýtur allar stíflur og skolar burtu von mannanna um ódauðleika sálarinnar, ef hún væri al- gjörlega háð fyrirmælum kirkjunnar. Þannig hafði vaxið hjá mér upp- Heima er bezt 67

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.