Heima er bezt - 01.02.1995, Side 33
3. kafli
Ekki veit ég hve lengi þetta ástand
varði, en mér fannst það óumræði-
lega langur tími. Eg sat enn þjáður af
angist minni, þegar ég heyrði milda,
hljómþýða rödd ástvinu minnar, og
mér fannst ég knúinn að standa upp
og fylgja röddinni, sem kallaði á
mig. Þegar ég stóð nú upp og gekk,
virtist bandið, sem áður hafði haldið
mér föstum, stríkka æ meira, þar til
ég fann vart fyrir því, og ég barst
burtu, þar til ég kom inn í stofu, sem
ég skynjaði ógreinilega þrátt fyrir
myrkrið, sem grúfði yfir öllu. Eg
kannaðist við herbergið. Það var
heimili ástvinu minnar, einmitt þar
sem ég hafði áður dvalið svo margar
friðsælar stundir, en nú virtist það
aðskilið frá mér með djúpri, hræði-
legri gjá.
Hún sat við lítið borð með blað
fyrir framan sig og penna í hönd.
Hún endurtók nafn mitt oft og sagði:
„Dýrmæti vinur minn, ef sá látni
getur komið aftur, þá komdu til mín
og reyndu að láta mig skrifa ósjálf-
rátt nokkur orð frá þér, þó ekki væri
nema já eða nei, sem svar við spurn-
ingum mínum.“
I fyrsta sinn eftir andlát mitt sá ég
dauft bros á vörum hennar og neista
vonar og eftirvæntingar í dýrmætum
augum hennar, sem höfðu grátið svo
mikið mín vegna. Undursamlegt
andlit hennar var svo fölt og sorg-
mætt, og ég fann greinilega sætleika
þeirrar ástar, sem hún hafði veitt mér
og sem ég nú síður en áður gat von-
ast eftir að eiga.
I því sá ég þrjár verur við hlið
hennar og skildi, að þar voru andar
mjög frábrugðnir mér. Þessir andar
voru bjartir. Af þeim stafaði geisla-
dýrð, sem olli mér ofbirtu og sviða í
augum, eins og af eldi væri.
Framhald í næsta blaði.
úr lífríki náttúrunnar
Skúmur
EINKENNI:
Mjög sterkbyggður kjói með
þungan búk og breiða vængi,
einnig samanborið við stóra
máfa. Flugið er einstaklega
kröftugt eins og sjá má þegar
hann rænir stóra fugla eins og
súlur æti sínu eða þegar hann
ver varpsvæði sitt af krafti. I
fjarlægð virðist hann næstum
einlitur brúnn að
undanskildum hvítum reit á
bæði yfir- og undirvæng. Á
styttra færi sést að töluverður
munur er á einstaklingum en
þó aldrei eins mikill og hjá
öðrum kjóum. Ungar þekkjast
á því að búkurinn er jafnlitaðri
og vængreitirnir lítið eitt minni.
Það er því hægt að rugla
honum við ungan ískjóa.
DREIFING:
Verpir í mólendi eyjanna og á
hinum víðáttumiklu söndum á
Islandi. Hann sníkir á stórum
sjófuglum en er annars næstum
alæta og færir sér ekki síst
fískúrgang í nyt. Þeir mæta á
varpstöðvar í apríl-maí en
halda sig á hafi úti frá október
til mars. Ungarnir sér í lagi,
þvælast allt suður til N-Afríku
eða Ameríku og á sumrin
norður í íshaf. Eldri fuglar
dvelja einkum út af SV-Evrópu
og fer hann því miklu skemmra
en aðrir kjóar.
Hlaðvarpinn framhald afbls. 40
inum enn skjátlast rækilega um
ýmislegt í náttúrunni þrátt fyrir alla
sína ályktunarhæfni.
Og merkileg var sú leiðarlýsing
sem gervihnötturinn gaf af flugleið
álftanna úr Skagafirðinum, sem alls
óafvitandi lögðu með þessu venju-
bundna flugi sínu, merkilegan skerf
til náttúruvísinda heimsins.
Ef ég man rétt flugu þær í einum
áfanga að norðan með stuttri milli-
lendingu í Skaftafellsýslu og síðan
áfram án hvíldar sem leið lá þvert
yfir Atlantshafið til Skotlands.
Flugþol þessara stóru fugla er
næsta ótrúlegt, ekki síður en
kríunnar, sem reyndar flýgur öllu
lengra á sínu ferðalagi.
Allar eru þessar tegundir „rósir“ í
„flóru“ jarðlífsins og mikilvægir
hlekkir í fjölbreytileika þess.
Lífsgarður norðurhvelsins væri
öllu fátækari ef heimsókna þeirra
nyti ekki við.
Með bestu kveðjum,
Guðjón Baldvinsson.
Fteima er bezt 69