Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 4
0
il
* ■
--J,'
•MIQ
Ágætu lesendur.
í einum frásöguþátta þessa blaðs, eftir Egil Guð-
mundsson, „Ekki verður feigum forðað," kemur fyrir
þessi sérkennilega setning: „Það er ekkert að syrgja,
engin voru metorðin og enginn auðurinn."
Eins og fram kemur í grein Egils þá voru þetta ætluð
hughreystingarorð til syrgjandi ástvina við jarðarför,
svo sérkennilegt sem það má nú vera.
En engu að síður verður því ekki neitað að þessi orð
vekja mann nokkuð til umhugsunar þegar maður les
þau svona í fyrsta skipti. „Það er ekkert að syrgja, engin
voru metorðin og enginn auðurinn." Þessi orð prestsins
endurspegla nefnilega viðhorf merkilega margra hér á
jörð. Dansinn í kringum gullkálflnn fræga er víða tíðk-
aður og það af miklum krafti. Þeir eru býsna margir til
sem mæla lífshamingjuna í krónum og eignum, og öf-
undast hálfþartinn út í þá sem meira eiga að þeirra
mati.
Metorðagimin er líka víða í hávegum höfð, og þykir
sumum þeir vart geta höfði haldið nema hafa einhverj-
ar vegtyllur að bera eða svokallaðar virtar stöður.
Ef að er gáð em þetta allt atriði sem em vægast sagt
„skammgóður vermir," því ekkert af þessu tekur fólk
með sér yfir móðuna miklu, þegar þar að kemur.
Verðmætin miklu, þessi sem „mölur og ryð fá eigi
grandað" em þau sem varanlegust em og skila mestri
lífshamingju þegar upp verður staðið. En hvers vegna
er það þá að fólk leggur almennt ekki meiri áherslu á
að lifa eftir þeim gildum í lífinu, og leggja þannig til
hliðar fyrir það sem koma skal?
Ekki er auðvelt að svara því, en eitt atriði gæti verið
þessi stöðugi þrýstingur umhverfisins og meðfæddur
keppnisandi alls lífs á jörð. Það em utanaðkomandi at-
riði sem þrýsta stöðugt á um að þú haldir í við um-
hverfið, sért ekki minni eða hafir minna umleikis en
þeir sem í kringum þig eru.
Mér flýgur stundum í hug að líkja megi þessu við þá
öm þróun og kröfur sem í gangi em varðandi tölvu-
væðingu fyrirtækja. Það virðist nánast sama hversu vel
fyrirtæki em tölvuvædd eitt árið, það em varla liðin
nema tvö til þrjú ár áður en endurnýja þarf nánast all-
an tölvukostinn aftur.
Það er að ýmsu leyti umhugsunarvert atriði ef haft er
í huga, að á þeim tíma þegar fýrirtækið kaupir við-
komandi tölvur þá uppfylla þær öll þau skilyrði sem
sett em á þeim tíma, um hraða, geymslugetu, úr-
vinnslu og þess háttar. Og ekki er því á þann veg hátt-
að að tölvum, sem einu sinni hafa verið settar saman
samkvæmt yfirstandandi kröfum, fari neitt aftur. Að
þremur ámm liðnum em þær enn að skila nákvæm-
lega því sama og þær gerðu þegar þær vom keyptar.
Engu að síður er mönnum farið að þykja þær gamal-
dags, seinvirkar og takmarkaðar í úrvinnslu. Og hvem-
ig má það vera? Jú, framleiðendur tölvanna em sífellt
að þróa þær, auka hraðann og möguleikana, og þar
með að skapa nýja þörf og kröfur hjá neytandanum.
Þegar þú stendur frammi fyrir því að allt í kringum þig
em komnar tölvur sem vinna hraðar, gera meira,
o.s.frv., þá sérð þú að við svo búið má ekki standa. Þú
verður að endurnýja tölvukostinn til þess að standa
jafnfætis umhverfinu, svo samtengt er þetta orðið.
Samt er tölvan að skila nákvæmlega því sem þú taldir
fullnægjandi fyrir, segjum þrem ámm síðan.
Og svona verður þessum dansi sjálfsagt viðhaldið
nánast endalaust, því lengi verður hægt að finna leiðir
sem hægt er að stytta með tölvunum, verk sem hægt er
að láta þær létta af manninum o.s.frv.
Og er ekki einmitt ástæðan fyrir „gullkálfsdansinum"
okkar af svipuðu toga komin? Allt í kringum okkur em
framleiðendur sem sífellt em að búa til nýjar þarfir,
sem fólk gleypir við vegna þess að þær spretta upp alls
staðar í umhverfinu og þú finnur þig knúinn til þess að
fýlgja því eftir, til að halda í við það.
Tökum tískuna til dæmis. Föt í dag em orðin með
þeim hætti að þau geta enst ámm saman, ef vel er á
haldið. Stór hluti íslensku þjóðarinnar, svo dæmi sé tek-
ið, stundar ekki þannig störf orðið að vemlegt slit or-
sakist á fatnaði hennar. Engu að síður þrífast víðast
hvar geysilegur fjöldi fatabúða alls konar. Og hver er
ástæðan? Jú, út í heimi starfar fjöldinn allur af svoköll-
uðum tískufrömuðum, sem hafa það að lifibrauði sínu
að telja fólki trú um að það gangi ekki að vera í fötum
núna sem þú keyptir á síðasta ári. Nei, ekki aldeilis. Nú
em sko komnir nýir litir, ný snið og ný efrii. Þó að fötin,
sem þú keyptir í fyrra, séu svo sem að skila þér ná-
kvæmlega því sem þú bjóst við af þeim, þ.e. að veita
þér skjól og vernd gegn veðmm, þá er það bara ekki
nóg. Þau em einfaldlega ekki í tísku lengur. Og vem-
legur hluti mannkyns er meira en tilbúinn að dansa
eftir þessu hljómfalli.
Framhald á bls. 70
44 Heima er bezt