Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 26
dvöldum í Björvin, er rak-
in í örfdum dráttum, gæti
hún að öðru leyti en drep-
ið hefur verið á hér á und-
an, verið eitthvað á þessa
leið:
Strax á leiðinni til
Augustin-hótelsins, dval-
arstaðar okkar, sem stend-
ur á einum besta stað í
gamla bænum, sunnan-
vert við Voginn, urðum
við fljótt þess áskynja að
Björgvin, með sína rúm-
lega 200 þúsund íbúa, er
bæði heillandi og falleg
borg, sem vert er að kynn-
ast.
Fljótlega lögðum við
upp í fyrsta leiðangurinn,
gangandi meðffam höfn-
inni upp á Fisksölutorgið,
framhjá Hansahúsunum
á Bryggjunni (Bryggen),
um Ole Bull pláss, kring-
um Lille Lungegárds-
vatn og þaðan ýmsar
götur heim á hótel aftur.
Auðvitað litum við í
nokkrar búðir á leiðinni,
eins og íslendinga er sið-
ur í útlöndum, því að í
Björgvin eru margar
verslanir og flestar hverj-
ar mjög smekklegar með
viðfeldnu afgreiðslu-
fólki.
Einn aðalkosturinn
við Björgvin er sá,
hversu hæfilega stór
hún er og þægilegt að
ganga þar um, staldra
við og skoða merkilegar
byggingar, virða fyrir sér
mannlífið og upplifa
borgarstemminguna yf-
irleitt.
Okkur þótti þessar
gönguferðir notalegar
og hressandi, enda urðu
þær býsna margar og
hringurinn stækkaði
jafnt og þétt, áður en
yfir lauk.
Morgunganga með-
fram Voginum, í góðu
veðri, var ógleymanleg,
þegar fólkið, sem bjó
um borð í skemmtibát-
um sínum, var að
vakna og fara á kreik.
Þá var Fisksölutorgið
kærkominn áningarstaður þegar markaðslífið var í al-
gleymingi, en það var einmitt í fisklyktina, sem Edvard
Grieg sagðist sækja sínar „innspírasjónir." En það var á
þeim tíma þegar fiskurinn var höndlaður beint upp úr
veiðiskipunum við bryggjuna.
Hin síðar ár hefur Fisksölutorgið jafnframt breyst í
annars konar útimarkað, sem setur mikinn svip á mið-
borgarlífið í Björgvin frá klukkan átta að morgni til þrjú
síðdegis, fimm daga vikunnar.
Einn daginn, þegar sól skein í heiði, fórum við upp á
Flöyen, bergstall, sem er um 320 metra hár og höfðum
gott útsýni þaðan yfir borgina. Öðru sinni skoðuðum
við merkilegt sjóminjasafn, sem er víðþekkt fyrir góða
gripi og útgáfustarfsemi varðandi norska siglingasögu.
Einnig er að flnna í Björgvin gott sjávardýrasafn,
„Akvaríum," og einnig margt fleira sem of langt er að
nefna í stuttu máli.
Óvíða nýtur ferðamaðurinn
betra útsýnis yfir elsta
hluta Björgvinjar en frá
Flöyen, 320 metra
bergstalli ofan Vogsins.
Aðra góðviðrisdaga ferðuðumst við með „snöggbáter-
Um borð í hraðbátnum „Hyen" á Sognsœ.
66 Heima er bezt