Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 34
Leið hans ld um ísilagða tjöm. Þeg-
ar hann var kominn út á ísinn, sá
hann hvítabjöm koma á móti sér.
Jón var vopnlaus. Hann sá að til-
gangslaust var að reyna flótta og
hélt því áfram för sinni eins og ekk-
ert hefði í skorist. Þeir mættust á
miðri tjöminni og vom þá fáir
faðmar á milli þeirra. Bjöminn lét
Jón afskiptalausan og hélt hvor sína
leið.
(Frásögn Jóns Þ. Jónssonar, skráð af
Einari Vilhjálmssyni).
Bjarndýr unnið d Ingólfs-
firði
Árið 1914 var Guðjón Guðmunds-
son á Eyri við Ingólfsfjörð, ásamt
bræðmm sínum, að renna sér á
skíðum niður fjallshlíðina og út á ís-
inn. Sáu þeir þá bjamdýrsspor og
við nánari athugun sáu þeir dýrið,
út með landinu norðanmegin. Þeir
hröðuðu sér heim. Guðjón náði í
gamlan byssuhólk og þrjú skot, en
bróðir hans tók gamla hákarls-
skálm.
Þannig vopnum búnir þutu þeir
eftir dýrinu. Þegar þeir komu út að
Valleyri, sáu þeir bjarndýrið, sem
rölti í átt til vakar í ísnum skammt
undan. Þeir hertu hlaupin sem
mest þeir máttu. Þegar þeir vom
komnir samsíða dýrinu, var
skammt til vakarinnar.
Guðjón skaut þá á dýrið, en skotið
virtist engin áhrif hafa á það.
Bangsi leit til mannanna, steypti sér
síðan í vökina en blóðblettir vom
eftir það á ísnum. Guðjón hlóð
byssuna aftur í skyndi. Hljóp hann
síðan meðfram vökinni í sömu átt
og dýrið synti og beið þess að það
kæmi úr kafinu. Bjöminn kom upp
skammt frá honum og horfði á
hann. Guðjón miðaði þá á dýrið og
hleypti af. Bjöminn stakk sér sam-
stundis og blóðlitur kom á sjóinn.
í þessu kom bóndinn á Seljanesi á
vettvang. Bátkæna hans var í
nausti þama skammt frá.
Þeir hlupu þá til naustsins og
hrintu fram kænunni og rem lífróð-
ur í átt til bjamarins, sem enn synti
í vökinni. Bjöminn sneri þá frá
skörinni, en átti ekki hægt um vik,
því íshroði var utar á vökinni og
þéttist eftir því sem utar dró.
Sneri dýrið þá við og synti á móti
kænunni og urraði grimmdarlega.
Guðjón var við framþóftuna með
byssuna hlaðna og beið góðs færis,
en bróðir hans var í stafni með
skálmina. Máttu nú ekki vopnin
bregðast. Þegar bjöminn kom að
kænunni, lagði stafnbúinn til dýrs-
ins með skálminni. Skálmin gekk
ekkert inn, en dýrið hefur fundið til
sársauka.
Það fór aftur til út á vökina en
sneri brátt við og kom til baka og
stefndi á kænuna. Staðnæmdist
dýrið skammt ffá kænunni. Þá kom
færið, skotið reið af og björninn lá.
Þeir komu böndum á bangsa og
dróu hann að ísskörinni. Dreif nú
að menn, sem hjálpuðu til við að
draga dýrið upp á ísinn. Þetta var
stórt dýr, með fallegan feld, sem
seldist fyrir gott verð. Kjötið var
mest notað í skepnufóður. Þó var
þess neytt lítillega og þótti líkjast
hrossakjöti.
(Heimild: Hafís við ísland, Kvöld-
vökuútgáfan 1968).
Nokkm eftir þennan atburð, gekk
bjamarhúnn á land í Drangavík.
Hann kom heim að bænum og hélt
rakleitt að moldarkofa úti á túninu,
þar sem geymdur var þrár selur og
lýsi og tróð sér sér þar inn. Húnn-
inn fór óðar að gæða sér á selnum.
Bóndi læddist að kofanum og lokaði
dyrunum. Ekkert vopn var til á
bænum. Þá vildi svo til, að gest
með byssu bar að garði. Bóndi bað
gest sinn að lána sér byssuna, til
þess að skjóta húninn. Gesturinn
gaf ekki kost á byssuláni, nema
gegn tíu króna gjaldi. Eftir langt
þref gekk bóndi að þessum afarkost-
um og skaut húninn.
(Heimild: Hafís við ísland, Kvöld-
vökuútgáfan, 1968).
Bjarndýr í Skjaldarbjarn-
arvík
Árið 1940 gekk hvítabjöm á land
í Skjaldarbjamarvík. Fólkið varð
hrætt og hélt sig innandyra. Dýrið
rölti til útihúsanna og hvarf þar inn
í húsasund. Bóndi, sem var góð
skytta, greip tækifærið, tók byssu
sína, hljóp frá bænum og komst
upp á húsið. Dýrið var þá við vegg-
inn í góðu færi og lagði bóndi það
með einu skoti.
(Frásögn Guðjóns Guðmundssonar,
skráð afKristjáni Jónssyni.
Heimild: Hafís við ísland, Kvöldvöku-
útgáfan 1968).
Bjarndýr á ísnum út af
Gerpi, 7. apríl 1968
Hinn 7. apríl 1968, þegar m/s Esja
var út af Gerpi á leið til Norðfjarðar,
sást hvítabjörn á ísnum. Var dýrið
að rífa í sig selshræ af mikilli
græðgi. Hópur hrafna sótti að
bessa, stungu þeir sér niður rétt við
trýnið á dýrinu og náðu jafnan ein-
hverjum kjöttægjum. Höfðu hrafn-
arnir það lag, að þeir skiptu sér í tvo
flokka, sótti annar flokkurinn aftan
að birninum en hinn komst þá bet-
ur að ætinu. Höfðu flokkamir
helmingastaða skipti, þannig að
þeir fóm til skiptis í ætið. Skyndileg
missti bjöminn þolinmæðina, hann
þreif selinn í kjaftinn, reis upp á aft-
urlappirnar og sveiflaði honum
kringum sig nokkra stund. Urðu
hrafnarnir þá varari um sig.
Nokkm síðar sást til bjarnarins úr
flugvél, skokkaði hann þá eftir ísn-
um norður á bóginn.
(Heimild: Hafís við ísland, Kvöld-
vökuútgáfan 1968).
Bjarndýr koma að Hest-
eyri í Mjóafirði.
Eftir frásögn Pálínar Guðmunds-
dóttur Waage, ffá Hesteyri
Árið 1878 var hafís inn í botni
Mjóafjarðar, allt klakað og háar
skarir við sjóinn. í torfbæjunum
fraus skyr í sáum og slátur í tunn-
um. Allar ár ffusu og útrennsli til
sjávar fraus jafnótt og sjór féll út.
Samt var fé rekið í vatn við fjöm-
borð, þar sem vatn seitlaði frá ám
og lækjum. Snjóflóð hlupu fram og
út á ísbreiðurnar og mynduðu þar
háa hauga. í desember gekk til
norðvestan grimmda, sá varla í
heiðan himin. Stöðugir snjóar og
grimmdir, sem ekki létti fyrr en á
74 Heima er bezt