Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 13
ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON:
Samantekt:
Guðmundur Gunnarsson.
Lagt út á
námsbrautina
Fyrri hluti
Þegar útivinna hófst vorið
1952, fór ég að kenna til í baki.
Eg reyndi að harka það af mér
og vinna fulla vinnu fyrirþví,
en það var oft erfitt. Yfir hey-
skapartímann var ég mest með
dráttarvélina og varþá oft að
slá á næturnar og svaf svo fram
að hádegi daginn eftir. Eftir
miðdagsmatinn gekk ég svo til
starfa með öðru fólki. Mér
fannst leiðinlegt að þurfa að
draga af mér við verk og það
fór oft í skapið á mér. Eg gat
átt það til að svara fólki illu, ef
á mig varyrt. Það komfyrir að
ég var alls ekki við verk þó ég
hefði getað unnið eitthvað til
gagns með hægðinni, en skapið
leyfði ekki þannig vinnubrögð
innan um annað fólk. Svo leið
sumarið og það aflaðist nægi-
legt hey handa skepnunum.
Heilsan bilar
Hinn 12. nóvember um
veturinn fæddist okkur
Hillu þriðja dóttirin. Hún
dtti við veikleika að
stríða. Móðurmjólkin tolldi illa niðri
í henni. Hún var með maga-
krampa, sem læknirinn taldi þó að
mundi eldast af henni, enda fór
það svo að lokum, en það var kom-
ið fram d vor, þegar það gerðist.
Þegar sú litla fæddist var ég orð-
inn nær óvinnufær og hafði sótt um
að vera d meiraprófsnómskeiði á
Akureyri. Ég hafði ekki verið við
þegar eldri systumar fæddust og
ætlaði nú að sitja hjd Torfhildi við
fæðinguna, en það fór samt ó ann-
an veg, því hún fæddist ekki fyrr en
ég var byrjaður á ndmskeiðinu.
Ég hafði ekkert sérstakt markmið
með því að fara á þetta ndmskeið,
en ég taldi þó mögulegt að það gæti
komið mér til góða einhvern tím-
ann síðar. Það var sama hvar ég var
úr því ég gat ekkert gert að gagni,
svo það var ekki miklu til spillt. Við
höfðum rdðið til okkar unga vetrar-
stúlku, Bryndísi Gunnarsdóttur fró
Tjörnum og hún vann bæði úti og
inni. Þess vegna hafði ég frjúlsar
hendur til að fara að heiman.
Það voru fleiri bakveikir þama í
sveitinni en ég, þó ég væri trúlega
verst farinn af okkur. Ólafur í Hól-
um og Sigmundur ó Vatnsenda
vom einnig bakveikir. Við tókum
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson.
okkur saman um að fara til Reykja-
víkur og lóta rannsaka bökin d okk-
ur og fómm þangað allir saman
með strandferðaskipi seinnipartinn í
febrúar.
Það var strandferðaskipið Hekla,
sem við fómm með. Hún var lengi á
leiðinni vegna þess að hún varð að
taka allar hafríir á Vestfjörðum, sem
Skjaldbreið var vön að taka, en hún
var í viðgerð. Við komum að landi í
Hrísey, á Siglufirði, Skagaströnd,
Hólmavík, Drangsnesi, Djúpuvík,
Norðurfirði, Ingólfsfirði, ísafirði,
Þingeyri, Túlknafirði og Bíldudal.
Heklan gat ekki lagst að bryggju d
öllum þessum stöðum, en d þeim
stöðum komu bdtar fram til hennar.
Það undarlega gerðist að enginn
okkar varð sjóveikur og þó var tals-
Heima er bezt 53