Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 23
Guðmundur Sæmundsson: Seyðisfjöróur ’órshavn færeyjai ÍOREGUR hjaetland Stpckholm • Hamburg Sumarið 1999 kemur Norrœna í fyrstu ferð sinni til Seyðisfjarðar 20. maí og fer þaðan í síðustu ferð sum- arsins 9. september. Ferðalög verða ástríða. Sjá eitthvað nýtt, eitthvað fallegt, þó ekki ein- göngu það, heldur engu síður til- breytingin sem því fylgir að rífa sig upp úr hinu daglega striti, gefa sig á vald hinu fágœta, sjá og skynja nýtt umhverfi og að lokum verður kannski eftir minnisstæð mynd, sem lengst lif- ir i huga manns að lokinni langferð. rinntil Evropu Asíðustu úratugum hafa miklar framfarir orðið í ferðamálum íslendinga. Það leiddi meðal annars til þess að reglubundnar siglingar bíl- ferju/farþegaskips til landsins að sumarlagi hófust 1975 og hafa haldist síðan. Það leið ekki nema eitt ár frá því að hringvegurinn um landið opnaðist til umferðar árið 1974 að annar hlekkur bættist við vega- kerflð okkar, þegar bílvegurinn til Evrópu varð til með ferðum Smyrils milli Seyðisfjarðar og útlanda sumarið eftir. Nú er svo orðið að Austfirðingar segja að sumarið sé vart komið fyrr en Norræna, arftaki Smyrils, hafnar sig á Seyðisfirði í byrjun júnímánaðar, ár hvert. Það eru ekki ófáir íslendingar sem hafa notfært sér þennan ferðamáta undanfarin 23 ár, ýmist á fjöl- skyldubílnum eða í hópferðum. Frá byrjun hefur verið stöðug aukning á þessari leið og upp úr 1980 var svo komið að Smyrill annaði ekki flutningunum. Þess vegna var ráðist í kaup á stærra skipi, Norrænu, sem annast hefur ferjusiglingarnar frá og með árinu 1983. Jafhframt var útgerðarfélagið Smyril-line stofnað um rekstur skipsins með aðsetur í Þórshöfn, en umboðsaðili þess hér á landi eru ferðaskirfstofan Austfar á Seyðisfirði og Norræna ferðaskrifstofan í Reykjavík. Norræna er um 8 þúsund tonn að stærð, hinn fnðasti farkostur sem hefur rúm fyrir 1050 farþega í mismun- andi vistarverum eftir verði og gæðum, auk 300 bíla af algengustu stærð. Á s.l. ári flutti skipið 15.500 farþega milli íslands og Færeyja og um 5 þúsund farartæki á sömu leið. Norræna er vel búin þægindum, meðal annars fjórum veitingasölum, verslunum o.fl. Ganghraði skipsins er um 20 sjómílur á klukkustund við sæmileg veðurskilyrði og er siglingatíminn milli Seyðisfjarðar og Færeyja 15-16 klukkustundir, um 29 stundir frá Þórshöfn til Hanstholm í Danmörku, 12 Heima er bezt 63

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.