Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 27
ne," eða hraðferðabátunum
svonefndu. Fyrst um voga og
sund í nágrenni Björgvinjar,
en síðan í lengri ferðir norður í
firðina, sem fyrr eru nefndir.
íslenskar bækur voru iðu-
lega afritaðar í Noregi og því
vel kunnar þar, enda eflaust
haft mikla þýðingu fyrir
norskan skáldskap. Þannig er
talið að Ibsen og Björnstjerne
Björnsson hafi sótt viðfangs-
efni sín og skáldlegan eldmóð
í fomsögumar. í Noregi varð
Sighvatur Þórðarson eitt af
höfuðskáldum íslendinga,
vinur og ráðgjafi Ólafs Har-
aldssonar, frægur, en hann
orti Bersöglisvísur sínar til
Magnúsar konungs, sem svo
skipaðist við kvæðið að hann
varð allra konunga ástsælast-
ur og eftir það kallaður Magn-
ús góði.
Elstu fornrit íslensk um Nor-
egskonunga em Fagurskinna,
Morkinskinna og Heimskringla Snorra Sturlusonar.
í Heimskringlu segir að Ólafur konungur kyrri hafi
sett á stofn „Kaupstad i Björgyn," árið 1070, trúlega
með því að gera Voginn að höfn konungsskipanna sem
fluttu varning til Aleksstaðar (Árstad) og er í tveggja
kílómetra fjarlægð.
Þannig lögðu Björgvinjarbúar ártal Snorra Sturluson-
ar til gmndvallar 900 ára afmælis borgarinnar, árið
1970.
Það er bœði hressandi og skemmtilegt að sigla
um eyjasund og firði Noregs með „snággbáter-
ne, “ á 30 hnúta hraða.
gestgjafa okkar á Hótel
Agustin með söknuði. Það
var gott að dvelja í Noregi
þessa sólríku júlídaga 1988
og vel gæti ég hugsað mér
að heimsækja Björgvin öðm
sinni. Annars er undarleg
tilflnning að sigla með skipi
eins og Norrænu og mér er
það sífellt ævintýri, kynnast nýju fólki og hvíld á sjó er
einn sá besti ferðamáti sem ég þekki. Þess vegna finnst
mér ferð með Norrænu og hafa bílinn með, einn af betri
valkostum í sumarleyfinu, hvert heldur við viljum
skoða Færeyjar í töfrabirtu morgunsins eftir 16 stunda
siglingu frá Seyðisfirði, aka um jótlandsheiðar í Dan-
mörku undir hnígandi sól, horfa á dularfullar kastala-
rústir á Hjaltlandseyjum eða að staldra við í hinni forn-
frægu borg Hansakaupmanna, Björgvin í Noregi.
þau em ennþá notuð í þágu
þess daglega mannlífs sem
hrærist í Björgvin nútímans
og fjölsótt af ferðamönnum.
Þar em verslanir margar og
veitingastaðir í miðaldastíl,
jafnvel gömul krambúðar-
lykt í vitum, þegar gengið er
um sund og rangala hinna
þriggja alda gömlu bygg-
inga. í þeim húsakynnum
finnur maður þægilegan
andblæ hins liðna, ekki síst
yfir ölkrús í gömlu kránni
þar á mildu síðkvöldi.
Og svo var komið að
ferðalokum. Við kvöddum
Það má einu gilda hvar maður er á ferð í elsta hluta
Björgvinjar, sem um skeið var höfuðstaður Noregs. Þar
tvinnast saman íslensk saga og norsk að ógleymdu
Hansasambandinu þýska. Um þetta og margt fleira
verður mér hugsað þegar ég reika um hinar aldagömlu
byggingar á austurbakka Vogsins; Sverresborg, Bergen-
hus, Hákonarhöllina, Rosenkrántzturninn og kirkju
heilagrar Maríu.
Fáum dylst að Björgvin á sér gamla og merkilega
sögu sem vert er hverjum íslendingi að kynnast. Enginn
skyldi þó halda að Björgvin sé eingöngu gömul borg,
fjarlæg nútíðinni, því fer víðsfjarri. Hinir miklu eldsvoð-
ar sem herjað hafa á staðinn í aldanna rás, valda því
að svo er ekki, því að á brunarústunum hafa heil hverfi
risið aftur, einkum í borgarhlutanum sunnan Vogsins.
Þá má ekki gleyma gamla Hansahúsahverfinu á
Bryggjunni, „Bryggen," sem eru orðin eins konar tákn
Björgvinjar á minjagripum þaðan. Hér er um að ræða
mikla timburhúsaþyrpingu frá aldamótunum 1700,
sem snúa marglitum húsgöflunum út að voginum, dul-
ræð á svip og gæða umhverfið sérstökum þokka, því
Myndbrot
-leiðrétting
Skekkja slæddist
inn í myndatexta
Myndbrotsins í síð-
asta blaði, þar sem
mynd nr. 3 var af
Stokkseyrarkirkju
en ekki Eyrarbakka,
eins og greint var í
myndatexta.
Leiðréttist það hér
með.
Heima er bezt 67