Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 32
amar loðnar, sem gera þær stamar
ó þrotlausu þrammi hans yfir
ísauðnina. Hvítabjöminn sýnir
mikla kunnóttu, er hann læðist að
bróð sinni. Þegar hann sér sel á
jaka, nólgast hann bráðina gæti-
lega á sundi. Hausinn einn stendur
upp úr sjónum og líkist ísmola til-
sýndar. Ef selurinn rís upp og lítur í
kringum sig, lætur bjöminn sig reka
hreyfmgarlaust. Þegar hann er
kominn nógu nærri, kafar hann síð-
asta spölinn og kemur með elding-
arhraða úr kaflnu og rotar selinn
með hramminum. Sömu tækni
notar bjöminn við veiðar á öndum
og svartfugli. Hann syndir meðal
fuglahópsins og hefur aðeins augu
og nasir upp úr sjónum. Þegar fugl
styggist og stingur sér, eltir björninn
hann fljótlega í kafinu og grípur
hann í kjaftinn.
Stundum situr bjöminn við önd-
unarholu sels, bíður þolinmóður
eftir að hann komi upp til þess að
anda og grípur hann þá og drepur.
Bjöminn veiðir einnig hreindýr og
refi. Venjulega forðast birnir að
ráðast á rostunga á sundi, þeir em
biminum hættulegir óvinir. Dæmi
em um það að rostungar hafi drep-
ið bjamdýr. Bimir leggjast á hvals-
hræ. Sagt er að þeir finni hrælykt-
ina í allt að tuttugu mílna fjarlægð.
ísbimir fara einir til veiða, þó
fylgjast birnur og húnar að við veið-
amar.
Viðureign við bjarndýr á
Eldjárnsstöðum á Lanqa-
nesi
Hafís mikill lagðist að Norður-
landi veturinn 1917-18, gengu þá
mörg bjarndýr á land.
Vom flest þeirra eða öll unnin og
náðu ekki að gera vemlegt tjón,
þótt litlu munaði stundum. Þá
bjuggu á Eldjárnsstöðum á Langa-
nesi, bændumir Kristján Jónsson,
Jónas Aðalmundarson og Jóhannes
Jónsson.
Húsum var þannig háttað að úti-
dyr vom á miðri suðurhlið, en stafn-
ar snem í austur og vestur. Gangur
var þvert í gegnum húsið frá útidyr-
um og lágu styttri göng í hvorn
enda hússins. Bjó fónas í austur-
enda, Jóhannes í vesturenda en
Kristján í bænum inn af útidyrum.
Um miðjan morgun, þann átj-
ánda janúar, var hríðarveður. Fóm
Jóhannes og Jónas til gegninga, en
Kristján fór að bera vatn í bæinn.
Jóhanna, systir Jónasar, var í her-
bergi inn af stofunni. Yfir stofunni
var loft og stigi upp úr fremra horni
stofunnar. Um morguninn fór Jó-
hanna að glugga sem sneri út að
hlaðinu, þíddi lítinn blett í héluna
og gægðist út.
í þeim svifum heyrði hún glamra
í blikkskjólunum við bæjardyrnar
og mikil hljóð til Kristjáns.
Þrír hundar sem vom í bæjardyr-
um tóku þá að gelta og urra
grimmdarlega. Jóhönnu gmnaði
hvað var á seyði og hljóp í ofboði
upp stigann. í sömu andrá ruddist
stórt bjarndýr inn í stofuna, lagði
hrammana upp í stigann og hnus-
aði. Gerðust hundarnir þá nær-
göngulir við bangsa. Þokaðist hann
þá frá stiganum og átti í orrahríð
við þá. Sætti Jóhanna þá lagi,
renndi sér niður stigann og þaut út.
Svo nærri fór hún bangsa, að föt
hennar stmkust við feld hans. Þeg-
ar björninn kom að Kristjáni á hlað-
inu, tók hann það ráð að henda í
hann fötunum og hlaupa inn í bæ-
inn en bangsi þeytti fötunum í bæj-
arþilið.
Var þá rætt um koma þyrfti boð-
um til mannanna í fjárhúsunum.
Kristján var þá eini fullorðni karl-
maðurinn í bænum og aftók hann
að fara á húsin. Bauðst þá Jó-
hanna til fararinnar og tókst henni
að komast út, án þess að björninn
yrði hennar var. Hraðaði hún för
sinni og sagði þeim hver vágestur
var kominn í bæinn.
Vopnuðust þeir rekum og röftum
og öðm því sem fýrir hendi var og
bjuggust til heimferðar. Vildu þeir
að Jóhanna yrði eftir í húsunum, en
hún aftók það með öllu. Þegar þau
nálguðust bæinn urðu þau þess vör
að dýrið var ennþá inni í austur-
enda hússins. Bangsi rak þá haus-
inn út um stofugluggann og stökk
síðan út, með brauki og bramli.
Fólkið slapp með naumindum inn í
vesturenda bæjarins, lokaði útidyr-
um og hraðaði sér upp á loft.
Hundur, sem fylgt hafði piltunum,
varð eftir úti og drap bjöminn hann
þegar. Tvær byssur tilheyrðu heim-
ilinu. Önnur nýleg og vönduð en
var í láni af bæ; hin var gömul og
ryðguð. Var hún hreinsuð og hlað-
in. Að svo búnu héldu Jónas, Jó-
hannes og Jón, sonur Jóhannesar,
út á hlað og fylgdist Jóhanna með
þeim. Hvorki sáu þau bangsa né
hundinn. Var þá farið upp á bæinn
og sást þá hvar bangsi var að bæj-
arbaki að rífa í sig hundshræið. Jón
miðaði á haus dýrsins og byssan
klikkaði tvisvar áður en skotið reið
af og molaði haus bangsa. Vom þá
liðnar tvær klukkustundir frá því
dýrsins varð vart.
Bjamdýr þetta var stórt, en glor-
soltið og magurt. Fengust 300 krón-
ur fyrir feldinn. Eldjámsstaðir
standa þriggja klukkustunda gang
frá sjó.
(Gríma XI.).
Bréf úr Mjóafirði dagsett
5. maí, 1874
Það var snemma morguns, rétt
fyrir þorrann, að hvítabjöm sást
vera að snuðra niður við hjalla á
Brekku í Mjóafirði. Þá var enginn ís
kominn í fjörðinn. Fóm menn að
búa sig undir að skjóta það, en áður
en af þvf varð, styggðist það og
synti yflr fjörðinn. Síðar um daginn
varð það vart við menn handan
fjarðar, sem bjuggust til ferðar yfir
að Brekku. Dýrið hljóp þá í sjóinn
og synti inn eftir firðinum. Tveir
menn frá Brekku vom staddir utan
dyra, þegar báturinn kom yfir um.
Þegar báturinn var svo sem róðrar-
leið frá landi, sáu Brekkumenn að
bjarndýr kom af sundi, upp í fjör-
una og rölti inn í hjall. Bátsverjar
sáu ekki dýrið, þar sem skuggsýnt
var orðið. Báturinn lagði síðan að
landi og fóm menn að tína upp úr
honum, sem ekkert væri, þar sem
þeir vissu ekki um bjöminn.
Heimamenn hlupu þá út eftir, rétt
fýrir neðan hjallinn og heyrðu hvás
í bangsa. Halldór og Vilhjálmur,
72 Heimaerbezt