Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 12
aldrei hrifin af stofnun Kvennalist-
ans.
Ég er líka á móti kvótakerfi í
stöðuveitingum og að einhverjar
fi'nar kerlingar fái fínu störfin af því
þær eru konur og taki þannig störf
frá mjög hæfum karli á þeim for-
sendum. Það sem ég vil og skiptir
meginmáli er jafnrétti. Að konur og
karlar sitji við sama borð en þar er
því miður langt í land.
Öll þessi kvennablöð eru líka
kafli útaf fyrir sig, mér finnst þau
viðbjóðlegustu blöð í heimi og veldi
heldur „Play boy." Og allir em rit-
stjórar þessara blaða kvenmenn.
Við í Rauðsokkahreyfingunni vor-
um að berjast fyrir að leggja af öll
þessi sér kvennablöð með alls kon-
ar heimilissíðum og hollráðum um
hvemig eigi að ná blettum úr föt-
um og fleira. Nú kemur hvert blað-
ið á fætur öðm með alls konar leið-
beiningum fyrir kvenfólk og ef eitt-
hvað er þá hefur ástandið versnað í
þessum efnum. Við í Rauðsokka-
hreyfingunni vomm líka að berjast
gegn fegurðarsamkeppnum en nú
liggja allir flatir fyrir þeim.
Vilborg og Þórunn Egilsdœtur.
Fegin að fd ekki
verðlaunin
En Vilborg hefur ekki aðeins verið kennari heldur afkasta-
mikill þýðandi og Ijóðskáld. Hún hefur meðal annars þýtt all-
ar bœkumar um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren og
fjölda annarra bamabóka.
- Ljóðabókin mín, Klukkan í turninum, sem út kom
árið 1992 var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun-
anna. Þorsteinn frá Hamri fékk þau þá. Ég var svo glöð
að fá ekki verðlaunin en mér fannst óskaplega gaman
að vera útnefnd og það var svo mikil viðurkenning. Þá
fékk ég lítinn blaðahníf úr silfri sem á er letrað nafri
bókarinnar og mér þykir óskaplega vænt um hann en
mér hefði þótt óþægilegt að fá sjálf verðlaunin. Mér
finnst út af fyrir sig svolítið erfitt að tala um bestu bók,
heldur væri betra að segja góð bók. Það er ekki hægt í
raun að bera eina bók saman við aðra því hver bók er
sérstök en það er hinsvegar ákaflega mikilsvirði sú um-
fjöllun sem fylgir.
Prag einstök umgjörð um fyrstu kynni
Eiginmaður Vilborgar er Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og
þýðandi. Hún sá hann fyrst þegar hún var 15 ára en hann
var þá tólfára. Hann er fœddur í Hafnarfirði. Foreldrar hans
voru Guðrún Kristjánsdóttir og Þorgeir Elís Þorgeirsson sjó-
maður.
- Við kynntumst sumarið
1960 og hittumst þá í Prag,
þeirri fallegu borg. Ég held
mikið upp á Tékkóslóvakíu
sem er einstakt land og Prag
er einstök borg, ein fegursta
borg í heimi og þetta var
ákaflega fallegt sumar og
ákaflega fögur umgjörð um
ástarsamband sem var að
hefjast.
Ég var þar á gangi með
vinkonu minni sem er Tékki,
Helena Kadeckova og er
doktor í íslensku og við vor-
um að tala saman og Þor-
geir stóð álengdar og heyrði
talað á íslensku svo hann
kom og gaf sig á tal við okk-
ur en við höfðum verið mál-
kunnug en ekkert í sam-
bandi fyrr en þetta. Þetta var
allt mjög rómantískt og við
giftum okkur 1961.
Ég átti son áður sem heitir
Egill Amaldur, fæddur 18.
júní 1957 og er kennari í
Neskaupsstað. Við eigum
síðan einn son saman, Þor-
geir Elís. Hann er fæddur 1.
maí árið 1962 en hann er
starfar hjá íslenskri erfðagrein-
eðlisefnaffæðingur og
ingu.
Kona Egils heitir Laufey Hálfdánardóttir sjúkraliði á
fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. Það er svo
skemmtilegt að afi hennar, Hálfdán Haraldsson, var
með mér í Kennaraskólanum í fjóra vetur í bekk og
amma hans ól ömmu mína upp á Þorvaldsstöðum á
Langanesströnd og móðir hennar er systir Kristjáns frá
Djúpalæk, svo þetta er fólk sem er gott að tengjast og
eiginlega gamlar tengingar.
Kona Þorgeirs er Guðrún Jóhannsdóttir. Hún er lærður
skraddari og var í fataiðn og síðan var hún í Kalifomíu-
háskóla og tók próf í Kvennafræðum og vinnur núna í
ættfræðistörfum hjá íslenskri erfðagreiningu. Hún er af
Snæfellsnesi í aðra ættina og reyndar koma ættimar
þeirra nokkuð snemma saman, en föðurfaðir Guðrúnar
var frá Skorrastað í Norðfirði og vakti þar fyrir vellinum
á næsta túni við Skálateig þar sem móðir mín átti
heima. Hann var af Viðfjarðarættinni svo þama er um
að ræða tengingar austur á land.
Síðan eigum við fjögur bamabörn. Egill og Laufey
eiga tvær dætur, Vilborgu og Þómnni og Þorgeir og
Guðrún soninn Berg og dótturina Eddu svo við emm
sannarlega rík.
52 Heima er bezt