Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 25
íslenskur ferðalangur velji sér Björgvin að ófanga- og dvalarstað um tíma. Það gæti til dæmis verið ærið er- indi gömlum Norðlendingi, ættuðum af Tröllaskaga, að skoða hið stórbrotna norska fjarðalandslag d Hörða- landi eða í Sogni. Fjalllendið þar er tilkomumikið og hrikalegt d köflum, en skógar ekki það miklir að byrgi útsýn að rdði. Ef til vill eru það þó firðirnir sem heilla ferðamanninn mest. Hinir djúpu firðir, eins og Harð- angursfjörður, Sognsær, Geirangurs- og Norðfjörður, verða ógleymanlegir hverjum þeim sem dvelur um stund í Ulvik, Balestrand, Loen eða Merok. Allir skerast þeir langt inn í landið milli húrra, brattra fjalla, sumir svo þröngir að undrun sætir. Upp frú fjarð- arbotnunum liggja heiðalönd í mikilli hæð með snævi- þöktum tindum og jökulfönnum hið efra. Á ströndum hinna löngu fjarða eru víða sviphýrar byggðir, gróðri vafðar undir þverhníptum fjöllum, þar sem óteljandi úr og lækir fossa af brún. „Nú hef ég litið landið feðra minna," orti Matthías Jochumsson, þegar hann sigldi Sognsæ ú júnídegi sum- arið 1872. Og Matthías bætir við: „Óvíða eru fjallabyggðir Noregs hrikalegri en yfir Sogni, og lengi dreymdi mig síðan, að ég væri d sveimi þar í fjöllunum yfir Valdresi. Sygnir tala líkast voru mdli, enda voru þaðan ættaðir ættmenn Ketils flatnefs, er kynsælastir urðu d íslandi." Lystiskútur og skemmtibátar setja mikinn svip á Voginn í Björgvin. Hansahúsin setja einnig mikinn svip á miðborg Björgvinjar. an í endurminningunni, mannlífið ú hinum ýmsu stöðum og það svipmót sem núttúruöflin hafa gefið þessum löndum norðurslóða og hvarvetna blasti við í ferðinni. Jafnvel siglingin með Norrænu var ævintýri út af fyrir sig. ísland, séð frú hringveginum og stutt dvöl í Færeyjum, segir kannski ekki mikið og þarf raunar lengri tíma til að geta notið þess eins og annars, sem heillandi er og óvenjulegt, en þú er bara að lengja ferðina um eina til tvær vikur, svo einfalt er það. Frúsögn af þessari ferð birtist í Heima er bezt, 4. tbl. 47. úrgangi. í annan tíma dvöldum við í Björg- vin í Noregi, ógleymanlega daga, enda er Vestur-Noregur sannkallað ævintýraland og langar mig að staldra þar ögn við í þessari grein. Margar dstæður geta valdið því að Fisksölutorgið og höndlunin þar setur mikinn svip á borgarlífBjörgvinjar. Þar finnast kaupahéðnar frá flestum heimshornum. Til dœmis er skinnasalinn á myndinni frá borg kúrekasöngvanna, Nashville í Tennessee. Sjdlfum þótti mér ævintýralegt að sigla um Sognsæ og eins að ferðast með júmbraut- arlestinni upp frú Flúm og staldra við Kjósarfossinn á leið- inni upp í Mýrdalinn. Eftir því sem innar dró ú þessum lengsta firði í Evrópu, gerðist landslag ærið stórbrot- ið, innfirðir allir mjög þröngir, milli himin- hdrra, þverhíptra fjalla. Nægir þar að nefna Næröyfjörðinn og eins Aurlandsfjörð. Er sem bæirnir Gudvangen og Flám hvíli í eins konar risafaðmi norsks fjarðalandslags, ein- hvers þess hrikaleg- asta sem sést á ferða- mannaslóðum í Norð- ur-Evrópu. Ef ferðasaga okkar þessa júlídaga, sem við Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.