Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 5
Amheiður Guðlaugsdóttir / Vilborgu Dagbjarts- dóttur, rithöfund og kennara Kennarinn. Þama útskýrir Vilborg fyrir Margréti. Hjá henni við borðið eru Hafrún og Sigurður. Á korktöflunni eru orð sem lýsa því sem Guð gerir: Passar, verndar, hjálpar, refsar, skapar og hugsar. H ún var skírð í höfuðið á ömmusystur sinni en þótti í týrstu nafnið sitt vera kerlingarnafn og vildi heldur láta kalla sig Boggu en síðar átti hún þó eftir að sœttast við nafnið. Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og kennari er vel þekkt fyrir ritstörfsín og kennslu og ég heimsœki hana á heimili hennar og Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar og þýðanda en þau búa í miðborg Reykjavíkur. Vilborg hefiir þó ekki alltafbúið í Reykjavík því ung kom hún til höfuðborgarinnar austan affjörðum. Þarátti hún góða œsku sem œ síðan hefur verið ritverkum hennar ótœm- andi uppspretta. Nýkomin suður gekk hún upp Hverfísgötuna og stað- nœmdist á móts við Þjóðleikhúsið og í hljóði strengdi hún þess heit að einhvem tíma skyldi hún standa þar á leiksviði. Sá draumur átti eftir að rœtast, en hún átti líka eftir að standa á óðru sviði þar sem ekki voru gerðar minni kröfur til hennar en hún hefur verið kennari í nœstum hálfa öld, lengst afvið Austurbœjarskólann eða í 44 ár. Eftir Vilborgu hafa komið út fjórar Ijóðabœkur og hún hef- ur þýtt fjölda bóka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörfsín. Meðal annars verðlaun frœðsluráðs fyrir best þýddu bamabókina, Húgó eftir Maríu Gripe, árið 1975. Þá hlaut hún menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir árið 1982 og verðlaun jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu árið 1997. Þetta er aðeins brot afafköstum Vilborgar um dagana en hún hefur lifað innihaldsríku lífi sem hún segir okkur frá en sagnahefðin er hehni í blóð borin. Við sátum á tröppunum og töldum Ijósin hinum megin. Eitt og eitt kviknuðu þau og svo skyndilega öll götuljósin eins og glitrandi perluband eins og stjörnur á eilífðarströnd. (Úr ljóðinu: Á Vestdalseyri, eftir V.D.) Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.