Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 11
því lotning Lárusar fyrir listinni,
menningunni og tungunni var grunn-
urinn sem starf hans byggði á.
Við fengum líka tækifæri til að æfa
okkur á sviði og nutum leiðsagnar
ballettkennara og talkennara. Seinna
var ég hjá Gunnari Hansen sem var
mikill snillingur þó hann væri ólíkur
Lárusi, en eitt kenndu þeir okkur báðir
og það var að njóta góðrar listar og
það er ekki lítils virði.
Skiptir máli að læra að
skapa
Margir telja jákvœtt fyrir kennara að
hafa svolitla leiklist í blóðinu og það geri
starfið meira lifandi og haldi nemandan-
um frekar fóngnum yfir námsefhinu með
öðrum orðum, kennari með listrœna inn-
sýn eigi auðveldara með að gera viðfangs-
efnið lifandi og áhugavert.
- Jú, kennari þarf náttúrlega að geta
flutt mál sitt þannig að það verði
áhugavert, öryggi í framkomu skiptir
líka máli. Þá er ekki verra að hafa
inngrip í listir og að geta opnað heim
listarinnar fyrir nemendum er ekki lít-
ils virði. Bókmenntir og listir eru lykil-
inn að öllu því sem skiptir máli í líf-
inu.
Við höfum alltaf verið svo heppin að hafa góða lista-
kennara við Austurbæjarskólann bæði tónmenntakenn-
ara og handmenntakennara. Þetta skiptir ákaflega
miklu máli í skólastarfmu, að læra að skapa.
Ég var fyrir nokkrum árum á námskeiði um hvernig
væri hægt að samþætta listimar skólastarfinu. Þar var
leiðbeinandi frá barnamúsíkskólanum sem kenndi okk-
ur ýmsa létta leiki tengda tónlist og söng og síðan hef
ég mikið hugsað um það hversu miklu máli það skiptir
að ná fram stemningu hjá bömum og opna dýpt sálar-
innar fyrir þeim. Það opnar leiðir að öðmm áhugasvið-
um. Ég held að það sé lykillinn og maður kemst ekki
inn í húsið nema að hafa lykil.
En í raun er kennsla starf sem erfitt er að mæla. Við
kennararnir emm aðeins að aðstoða börnin og opna
þeim nýja heima. Koma þeim af stað svo þau geti
bjargað sér sjálf og takist manni það er maður á réttri
leið. Ég er að kenna litlum krökkum og hef alltaf haft
gaman af því. Ég fæ þau til mín sjö ára og er með þau
átta og níu ára. Þegar þau síðan fara yfir á miðstigið
byrja ég aftur með sjö ára bekk. Þannig vil ég hafa það
núna seinni árin, áður kenndi ég þeim til bamaprófs.
Að skoða umhverfi sitt
Comenius-verkefni er samstarfsverkefni milli ýmissa skóla í
Evrópu og er markmið verkefnisins að fá börnin til að skoða
umhverfí. sitt og athuga hvemig það hef-
ur áhrifá líf þeirra.
- Með okkur í þessu verkefhi tóku
þátt grískur, enskur, spænskur,
sænskur og hollenskur skóli. Þetta er
skemmtilegt verkefni. Við höfum
samband okkar á milli á netinu og
síðan senda skólarnir kennara á
milli sín. Minn bekkur, sem var 3.
bekkur í fyrra, tók þátt í þessu verk-
efni en við vorum þrír kennarar sem
unnum að þessu með krökkunum og
líka safnvörðurinn okkar.
Verkefnið okkar snýst eingöngu
um þjóðsögur og goðsögur hvers
lands fyrir sig, en þetta er þriggja
vetra verkefni.
Þau byrjuðu á því að læra hvað
þjóðsaga er, síðan völdum við sam-
an í einn hatt þjóðsögur en flokkuð-
um þær í a, b og c eða þungar sér og
léttar sér.
Við kenndum krökkunum síðan að
endursegja þjóðsögu og hvað skrá-
setjari væri. Síðan völdum við eina
sögu, sem þau endursögðu síðan
hvert og eitt og bjuggu til litla bók og
gerðu titilsíðu og nafn á söguna. Að
lokum drógu þau sögu úr hattinum
og hver og einn vann með þá sögu,
skráði hana, myndskreytti og bjó til tiltilsíðu og baksíðu
og skrifaði um sig sem skrásetjara. Þá bjuggu þau til
kjalmiða, útlánaspjald og vasa. Allt var þetta svo plast-
að og þá var þetta orðin fi'n bók sem síðan var til útláns
á safninu okkar.
Síðan héldum við smá útgáfuhátíð á Stefánsdeginum
sem tileinkaður er Stefáni Jónssyni rithöfundi. Þetta var
virkilega gaman bæði fýrir bömin og kennarana.
Rauðsokkahreyfingin
Vilborg var ein af frumkvöðlum Rauðsokkahreyfíngarinnar
og átti sœti í fyrstu miðju hreyfíngarinnar árið 1970. En hef-
ur hreyfínguna borið afleið eða ertu sátt við þróunina?
- Það má segja að ég hafi á sínum tíma átt upptökin
að því að Rauðsokkahreyfingin varð hreyfing en ekki
félagsskapur í merkingu orðsins félag. Hún var fyrst og
fremst hugsuð sem tæki til að koma á framfæri sjónar-
miðum okkar og vekja athygli á raunverulegri stöðu
konunnar en það vom miklar blekkingar í gangi um
stöðu hennar í þjóðfélaginu. Ég vildi líta á Rauðsokka-
hreyfinguna sem fjölskylduhreyfingu þar sem karlar og
konur tækju höndum saman um að leysa vandamálin.
Ég vil hafa karlana með og í fyrstu vom nokkrir karlar
með okkur. Ég er föst á þeirri skoðun að bestur árangur
náist ef bæði kynin vinna saman um það sem betur má
fara en ekki hvort í sínu homi. Því var ég til dæmis
/ leiklistarskóla Lárusar Páls-
sonar. Statisti í Tyrkja-Guddu.
Heima er bezt 51