Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 33
synir Hjálmars hrepspstjóra á Brekku, fóru á vettvang með tvær haglabyssur, þar sem kúlur voru ekki til. Þegar þeir nálguðust hjall- inn, fór dýrið að drynja og réðst til útgöngu. Var þá skotið á það einu skoti og hörfaði það þá aftur inn í hjallinn. Stóð dýrið inni litla stund en réðst þá aftur út. Þá hljóp hin skyttan eftir því með byssuna hlaðna. Sneri dýrið þá á móti hon- um, reis upp á afturfæturna og ætl- aði að hremma hann. Skaut hann þá á dýrið og féll það aftur yfir sig ofan í fjöm. Lá bangsi þá nokkur augnablik, en brölti síðan á fætur og fór út í sjó. Blæddi dýrinu mjög, hafði fyrra skotið komið í bóg- inn og brotið bein- ið, en seinna skotið hafði komið í bark- ann og sat þar. Rem menn þá út á fjörð að leita bjarn- arins í myrkrinu og renndu bátnum skyndilega upp á hann á sundinu. Var þá skotið á dýrið og dapraðist því þá sundið. Síð- an var lagt að birninum og höggvið í haus hans svo stóð í heila. Bylti hann sér þá nokkmm sinnum en lá þá dauður. Bjarndýrið sem sást synda inn fjörð, var skotið þar með kúlu í hausinn og lá þegar dautt. Hvítabjörn unninn á Brú á Jökuldal Árið 1890 flutti Ingvar ísdal, 13 ára gamall, með Eiríki fóstra sínum frá Homafirði í Brú á fökuldal. Vet- ur einn í frosti og hreinviðri, var Ingvar að leika sér, spölkom frá bænum. Sá hann þá bjarndýr sem nálgaðist hann, en þekkti það ekki og taldi það vera risastóran hvítan hund. Hann hafði beig af dýrinu og hljóp upp á klett þar nálægt og tók að henda smásteinum í björn- inn, sem kominn var fast að klettin- um. Herti Ingvar þá grjótkastið en bangsi horfði á drenginn, urraði grimmdarlega og hristi sig, en rölti síðan burt. Þegar bjöminn var kominn góðan spöl frá bænum, hljóp Ingvar heim til fóstra síns, sagði honum frá dýrinu og viðskipt- um sínum við það. Skömmu síðar komu nokkrir menn í Brú og báðu Eirik liðsinnis við að fella bjamdýr þar í grenndinni. Eiríkur neitaði liðsbóninni og undruðust komu- menn það, þar sem hann var orð- lögð skytta. „Ég læt dýrið njóta þess að það þyrmdi Ingvari, þótt hann grýtti það", sagði Eiríkur. Mennirn- ir héldu þá í brott og undir kvöld tókst þeim að vinna björninn. (Heimild: Úr moldinni gllitrar gullið, Kormákur Sigurðsson. Frásögn Sigurðar Haralz). Hvítabjörn gekk á land á Raufarhöfn árið 1914 Veturinn 1914 gekk hvítabjöm á land á Raufarhöfn. Tók hann land í Gíslavík. Kom bjöminn af sundi, en hafís var ekki í augsýn. Dýrið fór upp yfir Ás og hélt vestur Sléttu, í beina stefnu á Blikalón, en fór ekki bæjaleið með ströndinni. Bræðurnir Maríus og Níels Lund tóku vopn sín og hesta og riðu eftir biminum. Hafði Maríus haglabyssu en Níels stóran herriffil, sem hann notaði til selveiða. Bræðumir komu að dýr- inu við Mjóavatn, sem er í dalverpi skammt austan við Blikalón. ís- björnin var með ræksni af æðar- fugli, sem hann lék sér að og kastaði hvað eftir annað upp í loft- ið. Námu þeir staðar á lágri klettabrún aust- an við vatnið, um hundrað metra frá bim- inum. Þegar dýrið sá hestana urraði það reiði- lega og sýndi tennurnar. Ní- els skaut bjöm- inn með einu skoti, sem hæfði í hjartastað og lá hann þegar dauður. Biðu þeir þó álengdar um stund til ör- yggis. Héldu bræður síðan í Blikalón og sögðu tíðindin. Báðu þeir Daní- el bónda að lána þeim sleða og aktygi, til þess að flytja dýrið til Raufarhafnar. Trúði bóndi ekki sögu þeirra, þar sem ekki var ís við land, en bræður þekktir að gamansemi og virti hann því beiðni þeirra ekki svars. Þeir þekktu Daníel að greiðasemi, tóku því sleðann traustataki og fluttu dýrið til Raufarhafnar. Bjarnarfeld- urinn var síðan lengi hafður á stofugólfi í Lundshúsi. (Einar Vilhjálmsson skráði, eftir frá- sögn Leifs Eiríkssonar frá Rifi). Jón Þ. Jónsson og Hvíta- björninn ísavetur einn var Jón Þ. Jónsson, bóndi á Ásmundarstöðum á Sléttu, á heimleið á stjömubjörtu kvöldi. Heimaerbezt 73

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.