Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 16
Mynd, sem tekin er í Ytri-Villingadal á árabilinu frá því fjölskylda Angantýs flytur þangað og þar til íbúðarhús er byggt 1938. Myndin er tekin í fyrstu skemmtiferðinni er farin var á vegum Ferðafélags Akureyrar á annan í hvítasunnu 1936, sem þá bar upp á 1. júní. Ferðin sú var einmitt gönguferð um Villingadal. Ekki hefur tekist að ársetja myndina með öryggi né þekkja alla sem sjást. Hœgra megin með bakpoka og göngustafer Steindór Steindórsson, fyrsti formaður FFA, og fyrrum ritstjóri Heima er bezt, m.m., maðurinn með alskeggið er Hjálmar Þorláksson bóndi í Ytri-Villingadal og í baksýn vinstra megin líklega Jón Hjálmarsson, sonur hans og síðar bóndi í Villingadal. Þegar ég var byrjaður í Kennara- skólanum fór ég strax að lesa af kappi. Ég var reglulegur nemandi í fyrsta bekk, en reyndi svo jafnframt að lesa kennslubækur annars bekkj- ar, þó urðu tungumólin þar útund- an, en ég hugsaði mér að lesa þau næsta sumar, sem þó varð minna úr en ég ætlaði. Brótt fór ég að finna fyrir þreytu í augunum og fór þó strax til augn- læknis. Hann skoðaði augun af nó- kvæmni og bar eitthvað í þau og sagði mér svo að koma aftur dag- inn eftir. Þannig hélt hann ófram að íylgjast með mér fram um vetur- nætur og þó sagði hann mér að ég hefði mjög veikbyggð augu og það væri bara ekkert hægt við því að gera. Þess vegna væri vonlaust fyrir mig að stunda nám og ég mundi heldur ekki þola að kenna. Áður en ég fékk þennan úrskurð, var ég hættur að geta lesið mér að gagni, en ég hafði alltaf sótt tíma og gat furðu vel fylgst með í náminu. Þessi úrskurður var reiðarslag fyrir mig, sem ég átti erfitt með að með- taka. Ég hafði ekki látið Hillu vita um, hve slæmur ég væri orðinn í augunum, en þarna gat ég ekki frestað því lengur. Ég símaði til hennar þetta sama kvöld og sagði henni hvemig komið var og að ég mundi koma heim í vikulokin. Henni varð að vonum mikið um að heyra þetta, en áleit samt, að þetta hlyti að vera fljótræði. Ég ætti að prófa að vera ögn lengur í skólan- um. Ég reyndi að láta hana skilja, að þetta væri endanlegur dómur um sjón mína, sem kveðinn hefði verið upp eftir langa rannsókn og síðustu dagana hefði ég ekki getað litið í bók. Hún sló skollaeyrum við þessu öllu saman og gat engan veg- inn sætt sig við að ég hætti námi. Við ræddum þetta áfram og að lok- um bað hún mig að gera það fyrir sig að vera ögn lengur í skólanum og reyna að fylgjast með í tímum, þó ekki væri nema ein vika til við- bótar. Ég gat ekki neitað henni um það, þótt mér fyndist það heimskulegt að reyna þetta meira. Að vísu var ég gagnslaus hvar sem ég var. Fyrst var ég dæmdur frá erfiðisvinnu og svo var búið að dæma mig frá námi. Það gat bókstaflega enginn hlutur versnað úr þessu. Ég gat al- veg eins verið í Kennaraskólanum eins og hvar annars staðar. Ég gat hvergi komið að gagni úr því sem komið var. Ég lofaði henni að ég 56 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.