Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 20
Egill Guðmundsson: Tveir frásöguþættir Slysið við Hleinasand S Arið 1810 bjuggu að Keldu- skógum á Berufjarðar- strönd hjónin Antoníus Sigurðsson ffd Hamarsseli og seinni kona hans, Þórunn Jóns- dóttir frd Brekku í Mjóafirði og eign- uðust þar dreng, er þau skírðu Jón. Hann kemur nú hér við sögu. Árið 1845 búa ú Flugustöðum í Álftarfirði Jón Antoníusson og kona hans Guðrún Markúsdóttir. Þau eru systkinaböm. Hjú þeim ú Flugustöðum, em böm þeirra þrjú öll innnan við útta úra aldur. Þd er hjd þeim Þórey Sig- urðardóttir, móðir Guðrúnar og svo er þar tökudregnur, Ármann Andr- ésson níu úra og passar kvíær ú sumrin. Árið 1856 búa þau Jón og Guðrún ú Þvottú og þd er þar piltur um tví- tugt, Ármann Andrésson og passar sauði ú beitarhúsum í Fauskahlíð (í daglegu tali kölluð Hlíð). Hér er trú- lega ú ferðinni sami piltur og var tökudrengur d Flugustöðum. Frú Þvottú og suður að beitarhús- um í Hlíð er um þriggja kortera gangur og er systa leiðin suður í Hlíð yfir brattann húls, Sellönd. Lengri leið í Hlíðarhúsin var út fyrir Sellönd. Fjúrhúsin í Hlíð stóðu í hlýlegum hvammi nyrst í Hlíðinni. Þaðan og norður ú Hleinasand, en þar var besta sjdvarbeitin, var um hdlftíma gangur. Var þar oft nægur þari og í miklum fjörum var þurrt út ú hleina sem fóm svo í kaf ú flóði. Ofan við Hleinasand em Hleinahraun en Við Hleinasand. norðar Péturshraun. í norðan hvassviðri stendur mikill vindstreng- ur fram með Sellöndum norðan- verðum, svo oft er varla stætt og þú hvergi skjól í hraununum þarna ofan og norðan við Hleinasandinn. Frd Hleinasandi og heim í Þvottd em röskir tveir kílómetrar. Þann 22. janúar 1857 fór Ár- mann, sem venjulega, ú beitarhúsin úður en bjart var orðið af degi. Veð- urhorfur vom mjög slæmar þennan dag og útlit fyrir hríðarveður. Mikill snjór var ó jörð og litlir hagar og þurfti því að nota sjúvarbeitina, því ekkert hey var handa fénu í Hlíðar- húsunum. Talið var að Ármann hefði rekið féð að sjó um það leyti er bjart var orðið af degi. Stuttu síðar rokhvessti af norðri eða norðvestri. Þú er logn nyrst ú Hleinasandinum upp undir klettum, sem þar em, en sjór gengur þar upp að d flóði og því skúlkaskjól í svona veðraham. Frost var talsvert og ofankafald og fór veð- ur sífellt versnandi. Til marks um veður- haminn md geta þess að Jón bóndi hafði lömb í Kömbum og hirti um þau sjúlfur. Hann var staddur í Kömbum er veðrið skall ó. Svo var veðrið óskaplegt að Jón var í vafa um hvort hnn kæmist heim í bæ, það em þó ekki nema um 300 metrar, en engin kennileiti d þeirri leið. Jón dreif sig þó heim og taldi sig aldrei hafa komið út í slíkt veður úður. En hvað um beitarhúsasmalann unga? Engin leið var að giska ú það hvort hann hefði verið búinn að reka féð að sjó er veðrið skall ú. Allir vonuðu að svo hefði ekki verið og að hann héldi sig í húsunum hjd fénu. Þannig leið dagurinn að veður fór að því er virtist, heldur versnandi. Daginn eftir var veður hið sama en undir kvöld sló heldur ú það. Fékk Jón mann af næsta bæ, Hnaukum, til að skreppa með sér ú beitarhúsin í Hlíð. Var það Jón Jóhannesson bóndi þar. Er þeir komu að húsun- um í Hlíð stóðu þau opin og engin lifandi vera þar. Var þú augljóst hvað skeð hafði. Gekk þeim nöfnum ferðin slysa- laust fram og til baka. Næsta morgun fór Jón ú næstu bæi og fékk menn með sér til að leita að Ármanni og fénu. Þeir 60 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.