Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 28
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á 72. þáttur Yið byrjum þáttinn á 3 limrum, sem Jóhann S. Hannesson, fyrrv. skólameistari á Laugarvatni og seinna enskukennari í Hamrahlíð, orti en limrumar sendi okkur Jón Haukur Brynjólfsson: Hörmung hve heitt er í Lima, í húsunum sést varla skíma, því að flest er án glugga, til að fá einhvem skugga, menn fara ekki út nema í síma. Það er vont að fá fréttir í Varsjá, að vísu sést Moskva í fjarsjá, en þar hafa ekki enn, fundist heilvita menn, sem hœgt var að leita sér svars hjá. í miðhluta Mexíkó City er svo mikið um íhlaup og pytti, að svo til allt heldra, fólk sextugt og eldra, er sokkið þar upp undir mitti. Við munum birta fleiri limrur eftir Jóhannes í næsta þætti. Sigurjón Bjömsson frá Hafnarfirði yrkir eftirfarandi: Blómið í glugganum Blómið mitt íglugganum, það blasir við mér hér, ég bráðum fer að gefa því að drekka. Ég held að það sé öruggt að það heyrir bœði og sér, og hvort annað við fórum senn að þekkja. Það breiðir út svo fagurlega blöðin sín, og bleikar rósir koma bœði og fara. Mér finnst á hverjum morgni, það brosa blítt til mín, og brosinu þess til mín ég verði að svara. Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum, yrkir eftirfarandi: Á Þorra Nú kólnar hér á Þorra og kembir stormur láð, og kemur frost í jörðu veðráttunni háð, það kemur freri í fossa og klakinn bindur bönd og botnffýs áin lygna, sem lék við slétta strönd. Við reikum oft í spori, uns gatan verður greið, og göngum móti stormi á œvi vorrar leið, en gamli Þorri klöknar, vitum öll það vel, hann viknar móti sólu og bráðnar burt hans skel. Já, vetrarsólin ijúfa, hún leysir afoss bönd, og lœknar öll sárin frá dal að lágri strönd, þar hátt í hlíðum brosa öll blómin undur sátt, og blikinn við œðina leikur ofur dátt. ÁGóu Nú Góa kom að garði, svo glæst og elskuleg, og sólskin ekki sparði þann sumar bjarta veg. Hún brosti um byggðir víða, þótt brosið vœri kalt, það gekk til hafs og hlíða og hvergi sýndist valt. Það gránar sérhvert gaman, ergengur langan veg, og ekki syngur saman um sólu þokan treg. Él í lofti lágu og léðu Góu kjól, sem blóm og böm ei þágu, þau báðu um logn og skjól. Um daga nokkra dimma, hún dáði élin köld, hún steig við storminn grimma og styrkti yfirvöld. Það lœgði storminn stríða og stórsjó, undurþýtt þá skein á skjáinn blíða, úr skýjum sólin blítt. Næst birtum við ljóð sem Guðrún Torfadóttir ffá Tálknafirði sendi okkur. Ljóðið segir hún vera sitt uppá- halds jólakvæði, en veit ekki hver er höfundur þess. Við leitum því til lesenda okkar, og biðjum þann, sem hugs- anlega kannast við ljóðið og þá um leið hver muni vera höfundur þess, að senda okkur línu þar um: 68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.