Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 35
miðri góu. Þd gekk í snögga hláku
og um leið dundu snjóflóðin. Öll
Norðurbyggðin hljóp og var mildi
að engir mannskaðar urðu. í janú-
ar var mikið drif á hafísnum. Þá
átti að senda Pálínu inn að Skóg-
um. En þegar hún kom út á holtið
innan við bæinn, kom Guðmundur
faðir hennar og hafði hann byssu
um öxl. Guðmundur var góð
skytta, skaut mikið, átti góða sela-
byssu og skaut mikið bæði fugla og
seli. Hann benti Pálínu að snúa
strax við og þegar við komum heim
undir matjurtagarðinn, kom rauð-
kinnóttur ísbjörn. Hann setti sig í
keng og rak upp óhugnanlegt öskur
þegar hann sá okkur. Pálína skauzt
inn í bæinn, en Guðmundur miðaði
byssunni og skaut á björninn.
Blóðgusa stóð fram úr birninum,
sem á augabragði setti sig í sjóinn,
en ísinn dreif þá sem örast út fjörð-
inn og til hafs. Stór selahögl voru í
skotinu en ekki kúla, ella hefði farið
á annan veg.
Pálína og þrjár systur hennar
sváfu í herbergi undir baðstofulofti.
Eitt sinn þegar þær voru háttaðar,
heyrðu þær atgang og urr úti fyrir.
Þær þorðu ekki að vekja föður sinn,
sem svaf frammi í stofu, hann vildi
ekki láta raska sér nema mikið lægi
við. Heldur var ömurlegt þarna, því
skararveður var með frosti og fann-
fergi, svo undir tók í öllu húsinu.
Sagði ég þeim að lyfta gluggaskýl-
unni svo ég fái betur séð út, en þær
voru nær glugganum. Sá ég þá
bjamdýr á hlaðinu. Var dýrið að
rífa sundur stóran viðarköst og
urraði við. Þær létu skýluna falla og
þorðu ekki að hreyfa sig. Undir
morgun hvarf dýrið og ekkert sást
eftir nema traðkið, Viðurinn hafði
fokið út í veður og vind.
Svona var hver veturinn öðmm
verri í sex ár, en ísbirnir komu ekki
nema þennan vetur. Þeir vom víða
drepnir með kúluskotum.
(Heimild: Frásögrt Pálínar Guð-
mundsdóttur Waage, frá Hesteyri. Birt í
bókinni Blítt og strítt, eftir Vilhjálm
Hjálmarsson frá Brekku).
Bjarndýr unnið í Dala-
kálk
Bræðurnir Vilhjálmur og Hávarð-
ur Helgasynir á Gmnd vom til þess
kvaddir að sækja ljósmóður til Her-
manníu systur sinnar, sem bjó í
Minni-Dölum, en báðir bæirnir em í
Dalakálki. Þeir sáu för eftir bjarn-
dýr skammt frá bæ, en hlutu þó að
sækja ljósmóðurina um langan veg
og torfarinn. Bamsfæðingin greidd-
ist farsællega og bjöminn kvaddi
ekki dyra þá nótt í Minni-Dölum.
Daginn eftir fóm þeir Gmndarbræð-
ur og Minni-Dala feðgar að leita
bjarnarins. Slóð hans fundu þeir
fljótlega niðri á sjávarbökkum utan
við Dalaána og lá hún til fjalls.
Hún var auðrakin inn allan Dala-
dal, fast með hlíðinni að utan, allt
inn undir Fossbrekku, sem er alveg
fýrir dalsbotninum. Hafði bjöminn
grafið sig þar í fönn. Þar gaf að líta
vegsummerki, holu í hjarnið og
feikna stóra snjódyngju úti fýrir.
Var svo að sjá að hinn óboðni gest-
ur vildi hafa hátt til lofts og vítt til
veggja í höll sinni. Bræðumir réðu
nú ráðum sínum og varð það niður-
staðan að Vilhjálmur skyldi fæla
bjöminn út, en Hávarður vera við-
búinn að skjóta þegar dýrið kæmi
fram úr hýðinu. Minni-Dala feðgar
vom skammt undan, Sveinn með
broddstaf en Oddur óvopnaður. Vil-
hjálmur tók sér stöðu beint fyrir
framan holuna og skyggndist inn.
Hann furðaði síðar á því fádæma
gáleysi, að reyna ekki frekar að
standa ögn til hliðar. Hann sá ekki
björninn en beidi byssunni inn í
holuna og skaut. Lítið heyrðist í
biminum, en hann færði sig og sá
Vilhjálmur þá rétt í trýnið. Enn stóð
Vilhjálmur beint fýrir framan hol-
una. Hlóð hann byssuna aftur,
skaut öðm sinni, hæfði dýrið í trýn-
ið. Þá stökk bjöminn út og sást að
önnur vígtönnin í efra skolti lafði.
Það var eins og þeir vikju hvor fyrir
öðmm bjöminn og Vilhjálmur, báð-
ir til hægri. Björninn tók stefnu á
Svein. Hann bar fyrir sig broddstaf-
inn. Þá reið af skot Hávarðar.
Bjöminn féll á kné, en stóð uppi í
afturfætuma. Hávarður hlóð aftur í
skyndi og skaut bjöminn banaskoti.
Bjöminn var langur, lágfættur og
kviðdreginn, enda ekkert í maga
hans nema lítilsháttar fiðurtætlur.
Skrokkurinn vó 216 pund og kjötið
eins og fínasta nautakjöt. Feldurinn
var ljómandi fallegur. Við seldum
hann apótekaranum á Seyðisfirði
fyrir 120 krónur. Það var talið víst
að björninn hefði þrammað yfir
Norðfjarðarflóann á ísnum, því dýrs
hafði orðið vart á Barðsnesbæjum
kvöldið áður en aldrei sést á þeim
bæjum síðan.
(Heimild: Frásögn Vilhjálms Helga-
sonar á Grund, skrásett af Vilhjálmi
Hjálmarssyni á Brekku. Birt í bókinni
Blítt og strítt, útg.BókabúðÆskunnar).
Áhöfn Guðnýjar ÍS.266,
vann bjarndýr út af Vest-
fjörðum
í júnímánuði 1993, var bjamdýr
á sundi út af Vestfjörðum. Guðný
ÍS.266, frá Bolungavík, var á veið-
um á þessum slóðum og tókst
áhöfninni að snara dýrið og drepa
það. Yfirvöld bmgðust ókvæða við.
Kærðu þau dráp bjarnarins og töp-
uðu málinu. Urðu þau að almennu
athlægi fyrir upphlaupið. Bjarndýr-
ið var stoppað upp og er til sýnis á
Náttúmgripasafninu í Bolungavík.
Leiðrétting
Halldór Jónsson hafði samband
við okkur vegna upplýsinga í grein
Ágústs Vigfússonar um Sigur-
björgu frá Breiðabólsstað í nóv-
emberheftiinu, þar sem segir:
„Vinnukona var á Breiðabóls-
stað, sem hét Ágústa. Hún átti
son, það var sr. Árelíus, fluggáfað-
ur og vel gerður maður."
Þetta mun ekki vera rétt, þar
sem móðir sr. Árelíusar hét Einara,
skv. uppl. Halldórs og bjó lengst af
í Flatey.
Biðjumst við því velvirðingar á
þessari misritun.
Heimaerbezt 75