Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 14
verður veltingur við norðanverða
Vestfirði og eitthvað var um sjóveikt
fólk um borð.
Við gótum allir verið saman í
klefa og okkur bættist fjórði félaginn
ó Ströndunum. Það var roskinn
maður sem gjarnan vildi spila við
okkur og við þóðum það með þökk-
um.
Við komum að kvöldi til Reykja-
víkur eftir fjögurra daga ferð. Þegar í
land kom urðum við fyrst varir við
sjóriðu, en hún stóð ekki lengi. Við
Óli fórum í rannsókn ó Landakots-
spítala hjó Bjama Jónssyni, sem
þótti öðmm læknum færari að gera
við hryggi í mönnum, en Sigmund-
ur mun hafa farið á Landsspítal-
ann.
Það var ekkert fyrir neinn okkar
gert. Ég man ekki hvað var sagt við
Sigmund, en við Óla sagði læknir-
inn, að hann skyldi fara heim og
hætta að moka skít. Við mig sagði
hann, að ég hefði ekki nógu sterk
liðbönd í bakinu og það þýddi ekki
fyrir mig að ætla mér að vinna
neina erfiðisvinnu. Eini möguleik-
inn fyrir mig væri að ldta sauma
handa mér tilsniðið lífstykki og þá
væri hugsanlegt að mér gæti liðið
betur. Ef það dygði ekki, yrði ég að
koma aftur og hann mundi þá
reyna að setja spöng á hrygginn.
Ég var ekki glaður yfir þessum
dómi og langaði til að trúa honum
ekki og mér varð á að spyrja Bjama
hvemig stæði á, að þessi veikleiki
væri að koma í ljós núna, ef hann
hefði alltaf verið til staðar. Það út-
skýrði hann með þeim hætti að lýsa
honum eins og verksmiðjugalla í
vél, sem kæmi ekki fram fyrr en vél-
in væri farin að slitna. Mér fannst
það góð samlíking.
Ég fór eftir tilvísun Bjama til gervi-
limasmiðs og fékk þar saumaðan
mikinn og sterkan bol með
málmspennum til að halda hryggn-
um beinum. í honum fór ég norður
og þá fór ég með flugvél.
Mér féll illa við bolinn. Hann
hindraði talsvert hreyfingar og ég
varð smám sanan að venja mig á
aðrar vinnuaðferðir. Svo fór melt-
ingin alveg úr skorðum og ég varð
allur í heild öðmvísi en áður. Ég
kvartaði um þetta við lækni á Akur-
eyri og hann ráðlagði mér að sofa í
bolnum á nætumar. Hann rök-
studdi það á þann veg, að melting-
arfærin þyrftu að venjast því að
starfa í þessum þrengslum, en það
mundu þau gera seint, ef þau
fengju að vera frjáls yfir nóttina. Ég
fór eftir ráðum hans og reyndin
varð sú að þetta var skárra þegar
ffá leið.
Eftir að ég fór að venjast bolnum
gat ég farið að vinna ýmislegt, en
fullvinnandi varð ég ekki. Þó gekk
ég nokkum veginn að heyskap um
sumarið en bakið versnaði þó eftir
því sem leið á heyskapinn og ég gat
nánast lítið reynt á mig í heyskap-
arlok. Þá fannst okkur útlitið orðið
dökkt. Ég var orðinn óvinnufær,
Hilla var mikið fötluð og við þurft-
um að framfleyta þremur litlum
dætmm. Raunvemlega sáum við
engin bjargráð.
Þegar hér var komið sögu, hafði
Sigurður mágur minn fastnað sér
konu. Hún hét Svava Friðjónsdóttir
og var frá Akureyri. Honum var því
ekkert að vanbúnaði með að taka
við öllu búinu í Torfufelli, þó ég
gæti aðeins orðið honum til lítillar
hjálpar.
Ef ég hefði haft aðstöðu til að
mennta mig eitthvað, þegar ég var
ungur, hefði málið nú litið öðmvísi
út. Ég hafði aðeins verið átján og
hálfa viku á barnaskóla og það var
öll skólagangan.
Það voru fleiri áhyggjufullir yfir
þessu en við. Þorlákur bróðir minn
kom að máli við mig síðsumars og
ráðlagði mér að fara í Kennaraskól-
ann, en ég sá engin ráð til þess og
sló þeirri hugmynd alveg frá mér.
Ég sýndi honum fram á að þetta
væri sjö ára nám. Fyrst þyrfti ég
þriggja vetra nám til að ná lands-
prófi og svo væri eftir fjögurra vetra
nám í Kennaraskólanum. Þá stakk
hann upp á því, að ég gæti eitthvað
stytt þennan tíma, með því að lesa
að sumrinu, en mér fannst þetta að-
eins vera fjariægur draumur, sem
ekki þyrfti að ræða meira.
Þorlákur var samt ekki alveg af
baki dottinn, því nokkm seinna
kom hann til mín og sagðist hafa
rætt mín mál við Eirík Brynjólfsson,
ráðsmann í Kristneshæli, sem var
heimilisvinur í Villingadal, og þeim
hefði komið saman um að ég ætti
hiklaust að reyna að afla mér
menntunar. Ég sagði sem fyrr, að ég
virti vilja þeirra, en ég hefði hvorki
aðstöðu né efni á að fara að þeirra
ráðum. Þar með var þeirri umræðu
lokið.
Að lokum kom Eiríkur að máli við
mig og gerði mér tilboð um að læra
hjá heimiliskennara sínum næsta
vetur. Hann sagðist einnig geta lát-
ið mig hafa fæði og Jón í Reykhús-
um gæti lánað mér herbergi yfir vet-
urinn. Þetta var freistandi tilboð og
borið fram af miklum velvilja, en
mér fannst sem fyrr, að þetta tæki of
langan tíma. Þá bað Eiríkur mig að
hugsa málið vel, áður en ég neitaði
þessu alveg og ég lofaði að gera
það.
Upp úr þessu fór ég að gera áætl-
anir, sem miðuðu að því að læra
sem mest á sem skemmstum tíma.
Ég komst að þeirri niðurstöðu, að
kannski væri hægt að ljúka þessu
sjö ára námi á fjórum árum og þar
treysti ég nokkuð á fróðleik, sem ég
hafði aflað mér með lestri góðra
bóka. Áætlunin var í stórum drátt-
um sú að lesa undir landsprófið á
einum vetri og taka svo tvo fyrstu
bekkina í Kennaraskólanum á ein-
um vetri. Þá væri ég búinn að stytta
námstímann um þrjá vetur. Mér
var ljóst, að þetta var djarflega áætl-
að, en undir niðri fannst mér, að
þetta gæti gengið, en þar yrðu þó
ýmsir erfiðleikar á ferðinni.
Eftir þetta fór ég á fund Eiríks og
tjáði honum að mig langaði til að
þiggja tilboð þeirra Jóns í Reykhús-
um og sagði honum frá allri áætlun
minni. Hann gladdist yfir því, að ég
skyldi vilja þiggja aðstoð hans, en
hann taldi hina mestu fjarstæðu að
ætla mér svo skamman tíma til
54 Heima er bezt