Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 19
matar, sér og sínum, einnig refi og vargfugl víða um sveit. Einhvern tíma á íyrri hluta ævi sinnar orti Benja- mín afi þessa vísu um tölu felldra refa: Ég sem liðna œvi á, oft hér skotið hefi. Tvöhundruð og tvenna þrjá, telja máttu refi. Auðvitað ætlaði ég að verða jafn frægur skotmað- ur og Benjamín afi. Ekki gerði ég mér grein íyrir því að gamli maðurinn hafði notað alvöru skotvopn eða byssu, en ég taldi mig geta nóð frægðinni til jafns við hann með náttúruvænna vopni í anda þess Davíðs er skaut Golíat. já, fyrir Benjamín afa bar ég mikla „respekt." Sæi ég æðarkollu, blika eða aðra fugla svamla fyrir landi, var ég óð- ara búinn að senda steinvölu frá mér og þó að ég hitti flesta fuglana þá urðu þeir ekki fyrir meiðslum vegna þess hve litlar völur ég var með. Þar sem ég nú rölti eftir fjárgöt- unni í hlíðinni á Strúti, kemur, mér alveg á óvart, fullorðin rjúpa og áður en ég næ nokkrum áttum er ég búinn að slöngva steini að henni og hitti ég auðvitað beint í haus hennar, svo að hún steinrotaðist, í orðsins fyllstu merkingu og þar með voru dagar hennar taldir. En viti menn. Rétt á eftir koma vaggandi 6 eða 7 rjúpuungar eftir götunni. Við að sjá afleiðingar gerða minna með því að svipta þessi kríli móður sinni, féll ég svo saman að ég fleygði slöngunni frá mér og fór að hágráta, sem var nú ekki vani minn. Þarna vann ég þess heit að aldrei framar skyldi ég bana rjúpu og það heit hef ég staðið við og reyndar hvarf mér líka öll löngun til um- gangs við byssu eða skotvopn. Á vorin fór ég oft með Guðjóni afa til að vitja um grásleppunet og man Þar sem jörð liggur að sjó á Strönd- um, eru víða spýtnahlaðar, svo er líka að Eyjum. Svona klofnar spýtur eru kallaðar „hleyptir staurar." Eyjar 1 og 2. ég vel eftir því. Ég man það líka að á vorin, er þröngt var orðið um hey, tók afi skektu sína og reri út að Sel- steini, Grundarhorni eða norður að Hleinum og sló þar Marinkjama um fjöm, með orfi og ljá. Það er nú kannski réttara að segja að hann hafi skorið Marinkjarnann en slegið hann, því að hann veifaði bara orfi með ljái í, síðan kom það í hlut okk- ar Gvendar frænda míns að veiða þetta upp í bátinn. Oft barst það mikið að, að bæði barki og skutur fylltust af þessu góð- gæti. Marinkjarninn var bundinn í knippi og er heim kom var kúnum gef- inn kjarni kvölds og morgna. Síðan vom settir einn til tveir pottar af kúamjólk í þar til gerða dollu. í þetta var svo bætt grásleppuhrognum og hnefa af korni, væri það til, og að lokum fengu kýrnar væna tuggu af heyi til jórtmnar. Hvort tveggja var, að kúnum þótti þess- ar gjafir lostæti og svo juku þær nyt sína, að segja mátti að mjólkin flæddi úr þeim og þær, sem farnar vom að geldast, juku sig líka vem- lega. Slík kjarnafæða var þetta. Sjálf grásleppan var brytjuð niður og gefin kindun- um. Svo harður var aðgangur kinda í grásleppu, að kæmust þær í hana fyrir slysni, átu þær hana sér til óbóta. Grásleppa og hrogn hennar vom ekki á borð borin. Það var aðeins rauðmaginn, sem þann heiðurssess fékk. Sem sagt, grá- sleppa fyrir kindur, hrognin fyrir kýr, rauðmagi fýrir fólk. Að Eyjum var mikil grásleppu- veiði og því kom það oft fyrir að litla skektan, sem við veiðar hennar var notuð, átti í erffðleikum með að skila til lands afla úr einu neti, er legið hafði í sjó, tvo til þrjá daga. Þó að hey væm til, framan af sumri, var kúnum gefin blandan sem hér að framan er lýst. Á vorin er fýrstu grös fóm að vaxa, var kúnum beitt á þau daglangt, en að kvöldi fengu þær sína blöndu, uns gróður var orðinn nægur. Heima er bezt 59

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.