Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 17
skyldi eitthvað halda áfram í skól-
anum og svo kvöddumst við.
Næsta dag gekk ég á fund Frey-
steins skólastjóra, sagði honum frá
kringumstæðum mínum og bætti
því við, að mér hefði samt dottið í
hug að halda eitthvað áfram námi.
Hann harmaði hvernig komið var
fyrir mér, en honum leist bara vel á
að hafa mig áfram í skólanum.
Hann sagðist ætla að skýra kennur-
unum frá aðstæðum mínum, svo
þeir vissu, að það þýddi ekki að
spyrja mig út úr heimanámi.
Ég var mjög ánægður með undir-
tektir Freysteins og þakkaði honum
fyrir. Svo bætti ég því við, að ég
mundi reyna að taka þátt í öllum
skriflegum prófum, þrátt fyrir augn-
veikina. Það þótti Freysteini vænt
um að heyra og hann kvaddi mig
mjög hlýlega þegar ég fór. Ég fann
það vel, að þama hafði ég eignast
mikinn hollvin.
Ég fylgdist furðu vel með í námi
með því einu að hlusta vel á það
sem fram fór í kennslustundum. Ég
tók þátt í öllum skyndiprófum og
fékk alveg sæmilega útkomu úr
þeim. Ég varð fljótt alveg fráhverfur
því að hætta náminu, enda fór mér
bráðlega að líða betur í augunum.
Ég gekk reglulega til augnlæknisins
og hann bar stöðugt í augun. Hann
sá fljótt breytingu til batnaðar og
undraðist það. Hann sagði meira að
segja einu sinni rétt fýrir jólin, að
sér fyndist þessi bati hreint óskiljan-
legur.
Ég skrifaði Hillu alltaf öðm hvom
og tjáði henni, hvernig þetta gengi
og hún lét ánægju sína í ljós, í svar-
bréfum sínum.
Þannig leið tíminn fram að jóla-
fríi og þá flaug ég norður hlakkandi
yfir því að sjá konu mína aftur og
allar litlu stelpurnar mínar. Að vísu
var Sigfríður orðin nokkuð stór. Hún
var komin talsvert á tíunda árið og
var orðin mesti dugnaðarforkur í
námi og hún var alveg ólöt að
hjálpa til við útiverkin. Ingibjörg
var alltaf jafn róleg og þæg. Hún
var ekki alveg laus við feimni við
mig fyrst í stað, en það varaði ekki
lengi. Elínborg hafði stækkað, en
hún var enn grönn og frekar veiklu-
leg, en að öðru leyti hress og kát.
Þegar stelpurnar okkar vom sofn-
aðar, tókum við Hilla tal saman.
Umtalsefnin höfðu hlaðist upp og
við veittum mörgum þeirra nokkur
skil. Að lokum spurði Hilla mig,
hvort ég vissi ástæðuna fýrir því, að
mér hefði farið að batna í augun-
um. Ég vissi enga ástæðu til þess og
bætti því við, að augnlæknirinn
skildi það ekki heldur . Þá brosti
hún og sagði:
„Ég held ég viti ástæðuna."
Þá varð ég bæði hissa og vantrú-
aður og bað hana útskýra það nán-
ar. Hún sagði mér þá frá undarleg-
um atburðum, sem höfðu gerst
norður á Akureyri um sama leyti og
augnlæknirinn tjáði mér, að von-
laust væri fyrir mig að halda áfram
námi.
Upphaf þessara atburða hefur
sennilega verið einum eða tveimur
dögum áður en ég hringdi til Hillu
og sagði henni hversu slæmur ég
var orðinn í augunum. Þá var Guð-
rún föðursystir Hillu ein heima hjá
sér í Holtagötu 6 rétt íyrir hádegið.
Hún var stödd í eldhúsinu, þegar
hún sá allt í einu setningu með
gullnu letri í lausu lofti fýrir framan
sig og þar las hún:
„Reyndu að hjálpa honum
Hjörvari, honum líður svo illa. Lilli."
Það var aðeins tvennt í þessari
setningu sem Guðrún skildi vel.
Hún skildi, að það var eitthvað að
mér, því ég er yfirleitt kallaður
seinna nafni mínu af kunningjun-
um, og hún vissi líka, að það var
Jósef bróðir hennar sem var að biðja
hana að hjálpa mér. Hann var þá
látinn fyrir 8 árum. Guðrún vissi
aftur á móti ekki, hvað var að mér,
né hvernig hún gæti bætt úr því, svo
hún gat ekkert gert.
Um svipað leyti næsta dag bar
sömu sýn fyrir hana og það var eins
og fyrri daginn, að hún vissi ekkert,
hvað hún gæti gert fyrir mig.
Þriðja daginn um svipað leyti var
þessari setningu enn brugðið upp
fyrir framan hana og þá var hún
aðeins aukin og breytt.
„Reynið að hjálpa honum
Hjörvari, honum líður svo illa og
gerið þið það strax. Lilli."
Af þessari setningu varð Guðrúnu
það ljóst, að hún varð að reyna að
gera eitthvað. Hún sá það líka á
setningunni, að það var ætlast til að
hún fengi einhvern hjálparmann
því fyrsta orðið var í fleirtölu. Þá
datt henni Ólafur á Hamraborgum21
í hug, dreif sig samdægurs á hans
fund og sagði honum hvað fyrir
hefði borið. Ólafur hugsaði málið
og sagði svo, að þau gætu ekkert
annað gert, en hugsað bæði til mín
samtímis á hverjum degi og það
gerðu þau svo næstu daga.
Næst þegar Hilla kom til Akureyr-
ar og hitti Guðrúnu frændkonu
sína, spurði Guðrún strax, hvort
það væri eitthvað að mér og þá fyrst
fékk hún að vita hvað var að, en á
þeim tíma var ég farinn að finna
merkjanlegan bata í augunum. Mér
fannst þetta furðuleg frétt.
Við þetta hef ég svo engu öðru að
bæta en því, að mér batnaði áfram
í augunum og ég fór hiklaust að
lesa eftir jólafríið og tók þá aftur til
við að lesa fög annars bekkjar. Ég
passaði mig samt að gera mig
aldrei örþreyttan í augunum og tók
mér þá oft smáhvíldir við lesturinn.
Þær nýttust mér líka vel til námsins,
því ég notaði alltaf tímann meðan
ég lá með lokuð augu, til að rifja
upp í huganum það, sem ég hafði
verið að lesa.
Ég hef alltaf síðan reynt að ofgera
ekki sjóninni, því ég veit að augu
mín þola ekki mikla áreynslu og
vonandi held ég þeirri sjón sem ég
hef, í nokkur ár enn.
Ég tók svo próf í báðum bekkjum
um vorið, en varð þó að fresta próf-
unum í tungumálum annars bekkj-
ar þar til seinna. Ég náði prófunum
ágætlega þó nokkrir af félögum
mínum féllu.
2) Ólafur Tryggvason frá Amdísarstööum í
Bárðardal (1900 - 1975), þekktur og eftirsóttur
vegna dulrœnna lcekningahœfileika sinna.
Heima er bezt 57