Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 9
Til vandalausra / maí 1940 kom breska setuliðið til Seyðisfjarðar sem varð önnur stœrsta flotastöð hersins og fasti herínn var yfir 2000 manns og svo komu stóru skipalestirnar frá Amer- íku á leið til Murmansk. Allt var í hers höndum. Skólahald fór úr skorðum því hermenn bjuggu í skólahúsinu fyrst eftir að þeir komu en veturínn 1940-41 var Vilborg í skólanum. Haustið 1941 fékk hún ekki að vera í skólanum vegna þess að þrjár systur hennar dóu úr berkl- um það ár og fólk var 5vo hrœtt við berklaveikina. - Það var síðan haustið 1942 sem ég var send í skóla til Norð- fjarðar, þd tólf óra gömul. Þar bjó ég hjó vandalausum þar til ég var komin d sautjdnda dr að ég kom heim aftur og vann þd um tíma í kaupfélaginu. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því þegar verið er að tala illa um skóla og skóla- leiða, að skólaganga og að fd að fara í skóla er ndnast frumþörf sem skiptir óhemju miklu mdli fyrir börn. Því var það að ég hugsaði ekki mikið um það hvort mér liði vel eða illa. Fyrir mér var það allt að fd að ganga í skóla og mér þótti gaman í skólanum og var dugleg að læra. í fyrstu var mér nokkuð strítt, þó var ekki talað um einelti. Mamma hafði reynt að búa mig vel að heiman og saumaði m.a. fellt pils handa mér og prjónaði tvær fal- legar peysur sem pössuðu við pilsið. Og af því að pilsið var fellt og hún hélt að ég þyrfti kannski sjdlf að pressa það, sem gæti reynst mér erfitt, útbjó hún það þannig að hægt væri að smella því niður d hliðinni. Það komst fljótlega upp í skólanum að það var hægt að smella frd mér pilsinu og eitt sinn þegar ég hafði ver- ið tekin upp í kristinfræði hjd Valdimar Snævarr, sem var að kenna okkur, þd kippti strdkur, sem var fyrir aft- an mig, í pilsið svo það smelltist frd og féll niður. Það sóst ndttúrlega í undirfötin sem voru nú ekki eins fín og nú til dags, en ég greip pilsið og togaði það upp um mig um leið og ég sagði: „Mikill lifandis dóni er maðurinn." Það var hlegið mikið að þessu og haft að orðtaki. Ég var alltaf kölluð Bogga heima d Vestdalseyri en í Nesskóla, en svo hét skólinn d Norðfirði, var ég kölluð Vippa. Ég kunni því illa í fyrstu og þótti það ekki fallegt en vandist því er frd leið og fannst það síðan dgætt. Þeg- ar ég var feimin þd drap ég gjarnan tittlinga og það var til þess að nokkrir strdkar komu til mín eitt sinn og buðu mér að ganga í dýravemdunarfélag sem þeir væru að stofna, en ég yrði að skrifa undir að ég hætti að drepa tittlinga. Ég lagðist ekki í neina vesöld út af slíkri stríðni enda var henni fljótlega hætt. Ég naut skólavemnnar og eignaðist tiltölu- lega fljótt fullt af vinum. Nesskóli var byggður í brekku og fyrir ofan hann var sléttur grasbali sem kallaður var Júdasarbali. Þar var mikið gil og um það rann læk- ur sem kallaður var Júdas. Lækur- inn hafði fengið þetta nafn af því hann gat verið svo svikull. Stund- um var svo lítið í honum að hann sdst varla en aðra stundina beljaði hann fram kolmórauður og ógn- andi. Júdasarbalinn var skemmti- legt leiksvæði þar sem við undum okkur gjaman í frímínútum. Eitt sinn þegar lækurinn var í sínum versta ham, ætlaði strdkur, sem var bekkjarbróðir minn, að gera sig lík- legan og hrinda mér í lækinn en ég var vön strdkum af Vestdalseyrinni og tók duglega d móti og svo fóm leikar að hann dtti fótum fjör að launa svo ég hrinti honum ekki sjdlfum ofan í lækinn. Ég dtti síðan eftir að njóta skóla- vemnnar þessi dr sem ég var í Nesskóla og taka virkan þdtt í félagslífinu og þótti alveg óskaplega gaman að læra. Kannski hef ég ekki verið heppin með fólkið sem ég dvaldi hjd en það er önnur saga. Leidd að hdborði menningarinnar Þegar Vilborg var sautján ára lá leiðin til Reykjavíkur. Það var vor í lofti og það var vor í lífi ungrar stúlku austan af fjörðum sem ætlaði að verða kennarí. - Þegar ég kom til Reykjavíkur fékk ég vinnu á Sjó- mannstofunni í Tryggvagötu sem var einskonar mat- stofa og höfðum við stelpumar, sem unnum þama, her- bergi í húsinu. Þetta var mér dkaflega framandi um- hverfi. Hafnarstrætið var hdlgerður rónastaður og um það þorði ég aldrei að fara á kvöldin. Um haustið fékk ég síðan herbergi og fæði gegn því að taka til í staðinn hjd Steinþóri Guðmundssyni og konu hans Ingibjörgu Benediktsdóttur en þau voru bæði kennarar og þekkt í bæjarlífinu. Ingibjörg var skdldkona og hafði dður gefið út nokkrar bækur. Þau hjónin höfðu dður búið ó Akureyri og vom þd rit- stjórar að Nýjum kvöldvökum. Ingibjörg skrifaði smd- sögur, þýddi og orti ljóð. Steinþór var góður stærðfræð- ingur og kenndi við gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Ég fór í Kennaraskólann um haustið þd orðin 18 dra og lögðu þau hjónin sig fram um að fræða mig og að- stoða d allan hdtt. Rúmlega tvítug á götu í London. Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.